Gerðu húsleit hjá þingmanni og lögðu hald á síma hans Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2020 10:59 Richard Burr. AP/Andrew Harnik Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna lögðu í gær hald á síma öldungadeildarþingmannsins Richard Burr og gerðu húsleit á heimili hans. Hann hefur verið til rannsóknar vegna hlutabréfaviðskipta hans í aðdraganda kórónuveirufaraldursins í Bandaríkjunum. Þingmaðurinn fékk reglulega upplýsingar og skýrslur um hættuna af veirunni og seldi í kjölfarið mikið magn hlutabréfa áður en markaðir hrundu. Á sama tíma sat hann og aðrir þingmenn daglega upplýsingafundi um faraldurinn. Burr er formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildarinnar, þannig að hann hafði aðgang að mun meiri upplýsingum en aðrir. Virði þeirra hlutabréfa sem Burr seldi var allt að 1,7 milljón dala. Fór salan fram í 30 lotum frá seinni hluta janúar til miðbiks febrúar, skömmu áður en hlutabréfamarkaðir vestanhafs urðu fyrir þungu höggi. Sjá einnig: Þingmenn seldu hlutabréf í aðdraganda faraldurs og lækkana Flestar færslurnar áttu sér stað degi áður en Burr ræddi við vel tengda aðila úr viðskiptalífi Norður-Karólínu, þaðan sem Burr er, og sagði þeim frá því að líklega myndi faraldurinn hafa mikil og slæm áhrif í Bandaríkjunum. Viku áður hafði hann skrifað grein um það að yfirvöld Bandaríkjanna væru vel í stakk búin til að takast á við faraldurinn. Mál Burr þykir sérstakt að því leyti að árið 2012 var hann einn þriggja öldungadeildarþingmanna af hundrað, sem greiddu atkvæði gegn lögum sem meina þingmönnum að stunda hlutabréfaviðskipti í tengslum við þær upplýsingar sem þeir komast yfir vegna starfa þeirra. Samkvæmt LA Times var gerð húsleit heima hjá Burr í Washington DC í gærkvöldi og var hald lagt á síma hans í kjölfarið. Til að fá leitarheimild þurfa rannsakendur FBI að sannfæra dómara um að þeir hafi ástæðu til að telja að glæpur hafi verið framinn. Húsleit hjá sitjandi öldungadeildarþingmanni þyrfti að vera samþykkt á hæstu stigum Dómsmálaráðuneytisins. Heimildarmaður LA Times segir að samskipti Burr og verðbréfasala hans séu til rannsóknar. Annar sagði að rannsakendur FBI hefðu skoðað iCloud gögn Burr og þau hafi verið notuð til að fá heimild til húsleitarinnar. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna lögðu í gær hald á síma öldungadeildarþingmannsins Richard Burr og gerðu húsleit á heimili hans. Hann hefur verið til rannsóknar vegna hlutabréfaviðskipta hans í aðdraganda kórónuveirufaraldursins í Bandaríkjunum. Þingmaðurinn fékk reglulega upplýsingar og skýrslur um hættuna af veirunni og seldi í kjölfarið mikið magn hlutabréfa áður en markaðir hrundu. Á sama tíma sat hann og aðrir þingmenn daglega upplýsingafundi um faraldurinn. Burr er formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildarinnar, þannig að hann hafði aðgang að mun meiri upplýsingum en aðrir. Virði þeirra hlutabréfa sem Burr seldi var allt að 1,7 milljón dala. Fór salan fram í 30 lotum frá seinni hluta janúar til miðbiks febrúar, skömmu áður en hlutabréfamarkaðir vestanhafs urðu fyrir þungu höggi. Sjá einnig: Þingmenn seldu hlutabréf í aðdraganda faraldurs og lækkana Flestar færslurnar áttu sér stað degi áður en Burr ræddi við vel tengda aðila úr viðskiptalífi Norður-Karólínu, þaðan sem Burr er, og sagði þeim frá því að líklega myndi faraldurinn hafa mikil og slæm áhrif í Bandaríkjunum. Viku áður hafði hann skrifað grein um það að yfirvöld Bandaríkjanna væru vel í stakk búin til að takast á við faraldurinn. Mál Burr þykir sérstakt að því leyti að árið 2012 var hann einn þriggja öldungadeildarþingmanna af hundrað, sem greiddu atkvæði gegn lögum sem meina þingmönnum að stunda hlutabréfaviðskipti í tengslum við þær upplýsingar sem þeir komast yfir vegna starfa þeirra. Samkvæmt LA Times var gerð húsleit heima hjá Burr í Washington DC í gærkvöldi og var hald lagt á síma hans í kjölfarið. Til að fá leitarheimild þurfa rannsakendur FBI að sannfæra dómara um að þeir hafi ástæðu til að telja að glæpur hafi verið framinn. Húsleit hjá sitjandi öldungadeildarþingmanni þyrfti að vera samþykkt á hæstu stigum Dómsmálaráðuneytisins. Heimildarmaður LA Times segir að samskipti Burr og verðbréfasala hans séu til rannsóknar. Annar sagði að rannsakendur FBI hefðu skoðað iCloud gögn Burr og þau hafi verið notuð til að fá heimild til húsleitarinnar.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira