Gerðu húsleit hjá þingmanni og lögðu hald á síma hans Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2020 10:59 Richard Burr. AP/Andrew Harnik Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna lögðu í gær hald á síma öldungadeildarþingmannsins Richard Burr og gerðu húsleit á heimili hans. Hann hefur verið til rannsóknar vegna hlutabréfaviðskipta hans í aðdraganda kórónuveirufaraldursins í Bandaríkjunum. Þingmaðurinn fékk reglulega upplýsingar og skýrslur um hættuna af veirunni og seldi í kjölfarið mikið magn hlutabréfa áður en markaðir hrundu. Á sama tíma sat hann og aðrir þingmenn daglega upplýsingafundi um faraldurinn. Burr er formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildarinnar, þannig að hann hafði aðgang að mun meiri upplýsingum en aðrir. Virði þeirra hlutabréfa sem Burr seldi var allt að 1,7 milljón dala. Fór salan fram í 30 lotum frá seinni hluta janúar til miðbiks febrúar, skömmu áður en hlutabréfamarkaðir vestanhafs urðu fyrir þungu höggi. Sjá einnig: Þingmenn seldu hlutabréf í aðdraganda faraldurs og lækkana Flestar færslurnar áttu sér stað degi áður en Burr ræddi við vel tengda aðila úr viðskiptalífi Norður-Karólínu, þaðan sem Burr er, og sagði þeim frá því að líklega myndi faraldurinn hafa mikil og slæm áhrif í Bandaríkjunum. Viku áður hafði hann skrifað grein um það að yfirvöld Bandaríkjanna væru vel í stakk búin til að takast á við faraldurinn. Mál Burr þykir sérstakt að því leyti að árið 2012 var hann einn þriggja öldungadeildarþingmanna af hundrað, sem greiddu atkvæði gegn lögum sem meina þingmönnum að stunda hlutabréfaviðskipti í tengslum við þær upplýsingar sem þeir komast yfir vegna starfa þeirra. Samkvæmt LA Times var gerð húsleit heima hjá Burr í Washington DC í gærkvöldi og var hald lagt á síma hans í kjölfarið. Til að fá leitarheimild þurfa rannsakendur FBI að sannfæra dómara um að þeir hafi ástæðu til að telja að glæpur hafi verið framinn. Húsleit hjá sitjandi öldungadeildarþingmanni þyrfti að vera samþykkt á hæstu stigum Dómsmálaráðuneytisins. Heimildarmaður LA Times segir að samskipti Burr og verðbréfasala hans séu til rannsóknar. Annar sagði að rannsakendur FBI hefðu skoðað iCloud gögn Burr og þau hafi verið notuð til að fá heimild til húsleitarinnar. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna lögðu í gær hald á síma öldungadeildarþingmannsins Richard Burr og gerðu húsleit á heimili hans. Hann hefur verið til rannsóknar vegna hlutabréfaviðskipta hans í aðdraganda kórónuveirufaraldursins í Bandaríkjunum. Þingmaðurinn fékk reglulega upplýsingar og skýrslur um hættuna af veirunni og seldi í kjölfarið mikið magn hlutabréfa áður en markaðir hrundu. Á sama tíma sat hann og aðrir þingmenn daglega upplýsingafundi um faraldurinn. Burr er formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildarinnar, þannig að hann hafði aðgang að mun meiri upplýsingum en aðrir. Virði þeirra hlutabréfa sem Burr seldi var allt að 1,7 milljón dala. Fór salan fram í 30 lotum frá seinni hluta janúar til miðbiks febrúar, skömmu áður en hlutabréfamarkaðir vestanhafs urðu fyrir þungu höggi. Sjá einnig: Þingmenn seldu hlutabréf í aðdraganda faraldurs og lækkana Flestar færslurnar áttu sér stað degi áður en Burr ræddi við vel tengda aðila úr viðskiptalífi Norður-Karólínu, þaðan sem Burr er, og sagði þeim frá því að líklega myndi faraldurinn hafa mikil og slæm áhrif í Bandaríkjunum. Viku áður hafði hann skrifað grein um það að yfirvöld Bandaríkjanna væru vel í stakk búin til að takast á við faraldurinn. Mál Burr þykir sérstakt að því leyti að árið 2012 var hann einn þriggja öldungadeildarþingmanna af hundrað, sem greiddu atkvæði gegn lögum sem meina þingmönnum að stunda hlutabréfaviðskipti í tengslum við þær upplýsingar sem þeir komast yfir vegna starfa þeirra. Samkvæmt LA Times var gerð húsleit heima hjá Burr í Washington DC í gærkvöldi og var hald lagt á síma hans í kjölfarið. Til að fá leitarheimild þurfa rannsakendur FBI að sannfæra dómara um að þeir hafi ástæðu til að telja að glæpur hafi verið framinn. Húsleit hjá sitjandi öldungadeildarþingmanni þyrfti að vera samþykkt á hæstu stigum Dómsmálaráðuneytisins. Heimildarmaður LA Times segir að samskipti Burr og verðbréfasala hans séu til rannsóknar. Annar sagði að rannsakendur FBI hefðu skoðað iCloud gögn Burr og þau hafi verið notuð til að fá heimild til húsleitarinnar.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira