„Líkaminn fer hálfpartinn í verkfall þegar adrenalínið er ekki upp á sitt besta” Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. apríl 2020 21:00 Víkingar unnu Mjólkurbikarinn síðasta sumar og verða tilbúnir þegar Íslandsmótið hefst, sama hvenær það verður. Skjáskot/Sportpakkinn Víkingar léku fantagóðan fótbolta sumarið 2019 og toppuðu sumarið með því að landa Mjólkurbikarnum, þeirra fyrsti bikartitill í nær hálfa öld. Hefur þeim verið spáð góðu gengi í Pepsi Max deild karla í sumar og er búist við miklu af liðinu. Guðjón Guðmundsson, Gaupi, ræddi við Arnar Gunnlaugsson, þjálfar Víkinga, í Sportpakka Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Innslagið má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. „Það er leitt að geta ekki haldið þeirri þróun áfram en menn eru fókuseraðir í sínum æfingum. Eins asnalega og það hljómar þá viljum við vera tilbúnir þegar deildin hefst á ný,“ sagði Arnar við Gaupa er þeir ræddu saman í Fossvoginum í dag. Arnar gerir sér þó grein fyrir því að íþróttamenn eru ekki í brennidepli að svo stöddu. „Íþróttamenn eru í baksýnisspeglinum núna en þegar deildin byrjar aftur þurfum við að gjöra svo vel að vera tilbúnir því við viljum skemmta landsmönnum.“ „Við höfum fengið strákana hingað þrisvar í viku til að hlaupa á góðu undirlagi og þeir fylgja ákveðnum reglum. Menn koma beint á æfingu og taka sínar þrjátíu mínútur, tveir og tveir í einu. Svo fara þeir strax heim og næsti hópur kemur. Þetta er því smá áskorun fyrir menn andlega en það er óþarfi að vorkenna íþróttamönnum miðað við það sem er að gerast í þjóðfélaginu.“ „Hvað mig varðar þá dauðsakna ég þess að vera ekki úti á vellinum. Líkaminn fer hálfpartinn í verkfall þegar adrenalínið er ekki alveg upp á sitt besta. Ég útskýrði þetta fyrir vini mínum í gær eins og að vera í löngu og leiðinlegu fríi þar sem þú hefur ekkert að gera.“ „Veturinn er búinn að vera fínn. Ég tel okkur vera með nægilega gott lið til að veita þessum liðum (KR, Val, Breiðablik og FH) skráveifu. Við verðum vel stemmdir og það er fín stemmning í klúbbnum hjá leikmönnum, stuðningsmönnum og stjórnarmönnum,“ sagði Arnar kokhraustur að lokum. Klippa: Arnar Gunnlaugs Fótbolti Pepsi Max-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportpakkinn Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Tekur lang mest á andlegu hliðina“ Þetta er undarlegir tímar til að æfa hópíþróttir. Gaupi ræddi við Kára Jónsson og Vilhjálm Steinarsson um það hvernig þeir eru að tækla þessar skrítnu aðstæður sem íþróttafólk glímir við þessa dagana. 5. apríl 2020 19:30 Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Sjá meira
Víkingar léku fantagóðan fótbolta sumarið 2019 og toppuðu sumarið með því að landa Mjólkurbikarnum, þeirra fyrsti bikartitill í nær hálfa öld. Hefur þeim verið spáð góðu gengi í Pepsi Max deild karla í sumar og er búist við miklu af liðinu. Guðjón Guðmundsson, Gaupi, ræddi við Arnar Gunnlaugsson, þjálfar Víkinga, í Sportpakka Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Innslagið má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. „Það er leitt að geta ekki haldið þeirri þróun áfram en menn eru fókuseraðir í sínum æfingum. Eins asnalega og það hljómar þá viljum við vera tilbúnir þegar deildin hefst á ný,“ sagði Arnar við Gaupa er þeir ræddu saman í Fossvoginum í dag. Arnar gerir sér þó grein fyrir því að íþróttamenn eru ekki í brennidepli að svo stöddu. „Íþróttamenn eru í baksýnisspeglinum núna en þegar deildin byrjar aftur þurfum við að gjöra svo vel að vera tilbúnir því við viljum skemmta landsmönnum.“ „Við höfum fengið strákana hingað þrisvar í viku til að hlaupa á góðu undirlagi og þeir fylgja ákveðnum reglum. Menn koma beint á æfingu og taka sínar þrjátíu mínútur, tveir og tveir í einu. Svo fara þeir strax heim og næsti hópur kemur. Þetta er því smá áskorun fyrir menn andlega en það er óþarfi að vorkenna íþróttamönnum miðað við það sem er að gerast í þjóðfélaginu.“ „Hvað mig varðar þá dauðsakna ég þess að vera ekki úti á vellinum. Líkaminn fer hálfpartinn í verkfall þegar adrenalínið er ekki alveg upp á sitt besta. Ég útskýrði þetta fyrir vini mínum í gær eins og að vera í löngu og leiðinlegu fríi þar sem þú hefur ekkert að gera.“ „Veturinn er búinn að vera fínn. Ég tel okkur vera með nægilega gott lið til að veita þessum liðum (KR, Val, Breiðablik og FH) skráveifu. Við verðum vel stemmdir og það er fín stemmning í klúbbnum hjá leikmönnum, stuðningsmönnum og stjórnarmönnum,“ sagði Arnar kokhraustur að lokum. Klippa: Arnar Gunnlaugs
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportpakkinn Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Tekur lang mest á andlegu hliðina“ Þetta er undarlegir tímar til að æfa hópíþróttir. Gaupi ræddi við Kára Jónsson og Vilhjálm Steinarsson um það hvernig þeir eru að tækla þessar skrítnu aðstæður sem íþróttafólk glímir við þessa dagana. 5. apríl 2020 19:30 Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Sjá meira
„Tekur lang mest á andlegu hliðina“ Þetta er undarlegir tímar til að æfa hópíþróttir. Gaupi ræddi við Kára Jónsson og Vilhjálm Steinarsson um það hvernig þeir eru að tækla þessar skrítnu aðstæður sem íþróttafólk glímir við þessa dagana. 5. apríl 2020 19:30