„Líkaminn fer hálfpartinn í verkfall þegar adrenalínið er ekki upp á sitt besta” Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. apríl 2020 21:00 Víkingar unnu Mjólkurbikarinn síðasta sumar og verða tilbúnir þegar Íslandsmótið hefst, sama hvenær það verður. Skjáskot/Sportpakkinn Víkingar léku fantagóðan fótbolta sumarið 2019 og toppuðu sumarið með því að landa Mjólkurbikarnum, þeirra fyrsti bikartitill í nær hálfa öld. Hefur þeim verið spáð góðu gengi í Pepsi Max deild karla í sumar og er búist við miklu af liðinu. Guðjón Guðmundsson, Gaupi, ræddi við Arnar Gunnlaugsson, þjálfar Víkinga, í Sportpakka Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Innslagið má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. „Það er leitt að geta ekki haldið þeirri þróun áfram en menn eru fókuseraðir í sínum æfingum. Eins asnalega og það hljómar þá viljum við vera tilbúnir þegar deildin hefst á ný,“ sagði Arnar við Gaupa er þeir ræddu saman í Fossvoginum í dag. Arnar gerir sér þó grein fyrir því að íþróttamenn eru ekki í brennidepli að svo stöddu. „Íþróttamenn eru í baksýnisspeglinum núna en þegar deildin byrjar aftur þurfum við að gjöra svo vel að vera tilbúnir því við viljum skemmta landsmönnum.“ „Við höfum fengið strákana hingað þrisvar í viku til að hlaupa á góðu undirlagi og þeir fylgja ákveðnum reglum. Menn koma beint á æfingu og taka sínar þrjátíu mínútur, tveir og tveir í einu. Svo fara þeir strax heim og næsti hópur kemur. Þetta er því smá áskorun fyrir menn andlega en það er óþarfi að vorkenna íþróttamönnum miðað við það sem er að gerast í þjóðfélaginu.“ „Hvað mig varðar þá dauðsakna ég þess að vera ekki úti á vellinum. Líkaminn fer hálfpartinn í verkfall þegar adrenalínið er ekki alveg upp á sitt besta. Ég útskýrði þetta fyrir vini mínum í gær eins og að vera í löngu og leiðinlegu fríi þar sem þú hefur ekkert að gera.“ „Veturinn er búinn að vera fínn. Ég tel okkur vera með nægilega gott lið til að veita þessum liðum (KR, Val, Breiðablik og FH) skráveifu. Við verðum vel stemmdir og það er fín stemmning í klúbbnum hjá leikmönnum, stuðningsmönnum og stjórnarmönnum,“ sagði Arnar kokhraustur að lokum. Klippa: Arnar Gunnlaugs Fótbolti Pepsi Max-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportpakkinn Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Tekur lang mest á andlegu hliðina“ Þetta er undarlegir tímar til að æfa hópíþróttir. Gaupi ræddi við Kára Jónsson og Vilhjálm Steinarsson um það hvernig þeir eru að tækla þessar skrítnu aðstæður sem íþróttafólk glímir við þessa dagana. 5. apríl 2020 19:30 Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Sjá meira
Víkingar léku fantagóðan fótbolta sumarið 2019 og toppuðu sumarið með því að landa Mjólkurbikarnum, þeirra fyrsti bikartitill í nær hálfa öld. Hefur þeim verið spáð góðu gengi í Pepsi Max deild karla í sumar og er búist við miklu af liðinu. Guðjón Guðmundsson, Gaupi, ræddi við Arnar Gunnlaugsson, þjálfar Víkinga, í Sportpakka Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Innslagið má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. „Það er leitt að geta ekki haldið þeirri þróun áfram en menn eru fókuseraðir í sínum æfingum. Eins asnalega og það hljómar þá viljum við vera tilbúnir þegar deildin hefst á ný,“ sagði Arnar við Gaupa er þeir ræddu saman í Fossvoginum í dag. Arnar gerir sér þó grein fyrir því að íþróttamenn eru ekki í brennidepli að svo stöddu. „Íþróttamenn eru í baksýnisspeglinum núna en þegar deildin byrjar aftur þurfum við að gjöra svo vel að vera tilbúnir því við viljum skemmta landsmönnum.“ „Við höfum fengið strákana hingað þrisvar í viku til að hlaupa á góðu undirlagi og þeir fylgja ákveðnum reglum. Menn koma beint á æfingu og taka sínar þrjátíu mínútur, tveir og tveir í einu. Svo fara þeir strax heim og næsti hópur kemur. Þetta er því smá áskorun fyrir menn andlega en það er óþarfi að vorkenna íþróttamönnum miðað við það sem er að gerast í þjóðfélaginu.“ „Hvað mig varðar þá dauðsakna ég þess að vera ekki úti á vellinum. Líkaminn fer hálfpartinn í verkfall þegar adrenalínið er ekki alveg upp á sitt besta. Ég útskýrði þetta fyrir vini mínum í gær eins og að vera í löngu og leiðinlegu fríi þar sem þú hefur ekkert að gera.“ „Veturinn er búinn að vera fínn. Ég tel okkur vera með nægilega gott lið til að veita þessum liðum (KR, Val, Breiðablik og FH) skráveifu. Við verðum vel stemmdir og það er fín stemmning í klúbbnum hjá leikmönnum, stuðningsmönnum og stjórnarmönnum,“ sagði Arnar kokhraustur að lokum. Klippa: Arnar Gunnlaugs
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportpakkinn Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Tekur lang mest á andlegu hliðina“ Þetta er undarlegir tímar til að æfa hópíþróttir. Gaupi ræddi við Kára Jónsson og Vilhjálm Steinarsson um það hvernig þeir eru að tækla þessar skrítnu aðstæður sem íþróttafólk glímir við þessa dagana. 5. apríl 2020 19:30 Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Sjá meira
„Tekur lang mest á andlegu hliðina“ Þetta er undarlegir tímar til að æfa hópíþróttir. Gaupi ræddi við Kára Jónsson og Vilhjálm Steinarsson um það hvernig þeir eru að tækla þessar skrítnu aðstæður sem íþróttafólk glímir við þessa dagana. 5. apríl 2020 19:30