Í kvöld fer fram bein útsending á YouTube-rás Eurovision þar sem rennt verður yfir öll lögin sem áttu að taka þátt í seinna undankvöldinu í Eurovision í Rotterdam í kvöld.
Daði Freyr og Gagnamagnið áttu að koma fram fyrir hönd Íslands hönd í kvöld og flytja lagið Think about Things og var okkur Íslendingum spáð frábæru gengi í keppninni.
Talið var fullvíst að Daði og Gagnamagnið hefðu farið áfram í úrslitakvöldið.
Í kvöld verður farið yfir þær þjóðir sem áttu að keppa á seinna undankvöldinu og einnig verða lögin frá Frökkum, Spánverjum og Bretum spiluð.
Hér að neðan má horfa á útsendinguna sem hefst eins og vanalega klukkan 19:00.