Lýsa yfir vonbrigðum með ráðamenn og Hafró vegna loðnuveiða Atli Ísleifsson skrifar 6. mars 2020 14:05 Leitarskipin fóru víða um miðjan mánuðinn. Sveitarfélögin Fjarðabyggð, Vestmannaeyjar, Hornafjörður, Vopnafjörður og Langanesbyggð lýsa yfir „miklum vonbrigðum“ með að Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra, stjórnvöld og Hafrannsóknarstofnun skuli ekki hafa gefið út rannsóknarkvóta á loðnu nú þegar hrygning stofnsins hefst. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem send hefur verið á fjölmiðla. Þar segir að með því að gefa út rannsóknarkvóta hefði gefist mikilvægt tækifæri til rannsókna á stofninum. Þar að auki hefði verið hægt að verja hrognamarkaði á erlendri grund fyrir íslenskar útgerðir þetta árið. Ekki gefið tilefni til að opna fyrir veiðar Fjöldi skipa hafa haldið til loðnuveiða síðustu vikurnar, en upp úr miðjum febrúar voru þau sex, fleiri en nokkru sinni fyrr. Leitin hefur ekki verið gefið tilefni til að opna fyrir veiðar. Sjá einnig: Sex skip lögð upp í þriðju loðnuleitina Í yfirlýsingu sveitarstjórnanna segir að það sé ekki síður áhyggjuefni hversu mikið skorti upp á nýjar grunnrannsóknir á loðnustofninum fyrir Ísland. Því verði stjórnvöld að bregðast við nú þegar og gera Hafrannsóknarstofnun það kleift fjárhagslega að ráðast í slíkar rannsóknir. Vilja aukin fjárframlög „Ekki síst var það mikið áfall að heyra að Hafrannsóknarstofnun hafi ekki fengið fjárframlag á dögunum til að stofnunin gæti vaktað loðnuna og hegðun hennar nú. Þá geta áðurtalin sveitarfélög, sem byggja afkomu sína að stóru leiti á uppsjávarveiðum, ekki sætt sig við þau svör sem þau hafa fengið frá ráðherra í fjölmiðlum um að þau þurfi að taka á sig skellinn af loðnubresti ár eftir ár án nokkrar aðkomu eða umræðna við stjórnvöld um aðrar tímabundnar aðgerðir til að mæta slíkum áföllum. Þá er rétt að hafa í huga að áföll sem þessi hafa ekki bara áhrif á rekstur sveitarfélaganna heldur líka fyrirtækja í þeim sem og almennings og það á að vera samstarfsverkefni stjórnvalda og sveitastjórna að mæta slíku,“ segir í yfirlýsingunni. Sjávarútvegur Langanesbyggð Vestmannaeyjar Vopnafjörður Fjarðabyggð Hornafjörður Byggðamál Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Sveitarfélögin Fjarðabyggð, Vestmannaeyjar, Hornafjörður, Vopnafjörður og Langanesbyggð lýsa yfir „miklum vonbrigðum“ með að Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra, stjórnvöld og Hafrannsóknarstofnun skuli ekki hafa gefið út rannsóknarkvóta á loðnu nú þegar hrygning stofnsins hefst. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem send hefur verið á fjölmiðla. Þar segir að með því að gefa út rannsóknarkvóta hefði gefist mikilvægt tækifæri til rannsókna á stofninum. Þar að auki hefði verið hægt að verja hrognamarkaði á erlendri grund fyrir íslenskar útgerðir þetta árið. Ekki gefið tilefni til að opna fyrir veiðar Fjöldi skipa hafa haldið til loðnuveiða síðustu vikurnar, en upp úr miðjum febrúar voru þau sex, fleiri en nokkru sinni fyrr. Leitin hefur ekki verið gefið tilefni til að opna fyrir veiðar. Sjá einnig: Sex skip lögð upp í þriðju loðnuleitina Í yfirlýsingu sveitarstjórnanna segir að það sé ekki síður áhyggjuefni hversu mikið skorti upp á nýjar grunnrannsóknir á loðnustofninum fyrir Ísland. Því verði stjórnvöld að bregðast við nú þegar og gera Hafrannsóknarstofnun það kleift fjárhagslega að ráðast í slíkar rannsóknir. Vilja aukin fjárframlög „Ekki síst var það mikið áfall að heyra að Hafrannsóknarstofnun hafi ekki fengið fjárframlag á dögunum til að stofnunin gæti vaktað loðnuna og hegðun hennar nú. Þá geta áðurtalin sveitarfélög, sem byggja afkomu sína að stóru leiti á uppsjávarveiðum, ekki sætt sig við þau svör sem þau hafa fengið frá ráðherra í fjölmiðlum um að þau þurfi að taka á sig skellinn af loðnubresti ár eftir ár án nokkrar aðkomu eða umræðna við stjórnvöld um aðrar tímabundnar aðgerðir til að mæta slíkum áföllum. Þá er rétt að hafa í huga að áföll sem þessi hafa ekki bara áhrif á rekstur sveitarfélaganna heldur líka fyrirtækja í þeim sem og almennings og það á að vera samstarfsverkefni stjórnvalda og sveitastjórna að mæta slíku,“ segir í yfirlýsingunni.
Sjávarútvegur Langanesbyggð Vestmannaeyjar Vopnafjörður Fjarðabyggð Hornafjörður Byggðamál Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira