Nígería hefur biðlað til alþjóðastofnana um samtals þúsund milljarða króna lán til þess að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins.
Um 230 hafa greinst smitaðir og útgöngubann hefur verið sett á í tveimur stærstu borgum landsins.
Stjórnvöld hafa leitað til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Alþjóðabankans og Þróunarbanka Afríku en samkvæmt fjármálaráðherra landsins, sem er stærsta olíuútflutningsríki Afríku, hefur lækkandi verð á hráolíu gert illt verra.