„Auðvitað eru skiptar skoðanir á milli félaganna“ Anton Ingi Leifsson skrifar 6. apríl 2020 22:00 Sigurbjörn Grétar Eggertsson ræddi við Henry Birgi í Sportinu í dag. vísir/s2s Blaksamband Íslands ákvað í gær að blása tímabilið af vegna kórónuveirunnar. Formaður Blaksambandsins segir að þegar horft verði til baka verði allir sáttir við þessa niðurstöðu. KKÍ var fyrst til að blása allt af og nú hefur blakið fylgt á eftir en þetta var tilkynnt í gær. Formaðurinn, Sigurbjörn Grétar Eggertsson, fór yfir ákvörðunina í Sportinu í dag. „Við höfðum nú þegar blásið deildarkeppnina af fyrir neðri deildirnar. Í samráði við félögin í kringum 20. mars þá gáfum við okkur tvær vikur til að endurskoða þetta; hvað myndi gerast við úrslitakeppnina hjá okkur og bikarkeppnina. Það var ein umferð eftir í efstu deildinni og það var sjálfsagt að við hættum þar og deildarmeistarar krýndir það,“ sagði Sigurbjörn. „Við urðum að flauta bikarkeppnina af þar sem það greindist smit í liði á síðustu mínútunni og það lið var sett í sóttkví. Það var stjórnarfundur hjá okkur á föstudaginn þar sem við fórum yfir sviðsmyndina og við fengum betri upplýsingar frá Almannavörnum. Það er lengra samkomubann svo í ljósi þessa og eftir samráð við félögin sáum við ekki að það væri tímarammi til þess að klára bæði úrslita- og bikarkeppni.“ Hann segir að auðvitað hafi verið skiptar skoðanir á milli félaganna en hann segir hins vegar að flestir hafi verið sammála því að þetta hafi verið sú eina rétta ákvörðun í stöðunni. „Ég held að það hafi allir viljað klára þetta og það var uppleggið fyrir tveimur vikum að leita allra leiða. Við teiknuðum upp ansi margar myndir og möguleika. Eftir því sem lengra leið var ljóst að það yrði minna rými. Auðvitað eru skiptar skoðanir milli félaganna. Sum vildu gefa þessu lengri tíma á meðan önnur sögðu að það væri ekki hægt að halda áfram. Eftir þessi samtöl og samtöl innan stjórnar var þetta niðurstaðan.“ Allt innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Blaktímabilið blásið af Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Blak Sportið í dag Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Blaksamband Íslands ákvað í gær að blása tímabilið af vegna kórónuveirunnar. Formaður Blaksambandsins segir að þegar horft verði til baka verði allir sáttir við þessa niðurstöðu. KKÍ var fyrst til að blása allt af og nú hefur blakið fylgt á eftir en þetta var tilkynnt í gær. Formaðurinn, Sigurbjörn Grétar Eggertsson, fór yfir ákvörðunina í Sportinu í dag. „Við höfðum nú þegar blásið deildarkeppnina af fyrir neðri deildirnar. Í samráði við félögin í kringum 20. mars þá gáfum við okkur tvær vikur til að endurskoða þetta; hvað myndi gerast við úrslitakeppnina hjá okkur og bikarkeppnina. Það var ein umferð eftir í efstu deildinni og það var sjálfsagt að við hættum þar og deildarmeistarar krýndir það,“ sagði Sigurbjörn. „Við urðum að flauta bikarkeppnina af þar sem það greindist smit í liði á síðustu mínútunni og það lið var sett í sóttkví. Það var stjórnarfundur hjá okkur á föstudaginn þar sem við fórum yfir sviðsmyndina og við fengum betri upplýsingar frá Almannavörnum. Það er lengra samkomubann svo í ljósi þessa og eftir samráð við félögin sáum við ekki að það væri tímarammi til þess að klára bæði úrslita- og bikarkeppni.“ Hann segir að auðvitað hafi verið skiptar skoðanir á milli félaganna en hann segir hins vegar að flestir hafi verið sammála því að þetta hafi verið sú eina rétta ákvörðun í stöðunni. „Ég held að það hafi allir viljað klára þetta og það var uppleggið fyrir tveimur vikum að leita allra leiða. Við teiknuðum upp ansi margar myndir og möguleika. Eftir því sem lengra leið var ljóst að það yrði minna rými. Auðvitað eru skiptar skoðanir milli félaganna. Sum vildu gefa þessu lengri tíma á meðan önnur sögðu að það væri ekki hægt að halda áfram. Eftir þessi samtöl og samtöl innan stjórnar var þetta niðurstaðan.“ Allt innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Blaktímabilið blásið af Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Blak Sportið í dag Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira