„Þetta er pólitísk yfirlýsing og meira en það“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. maí 2020 19:00 Ísland og Bretland hafa gert með sér samkomulag um samstarf ríkjanna til næstu 10 ára. Skrefið markar þáttaskil í samskiptum ríkjanna að sögn utanríkisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Wendy Morton, ráðherra Bretlands fyrir málefni Evrópu- og Ameríku, undirrituðu yfirlýsingu um samstarf ríkjanna til næstu tíu ára í dag. Fundur ráðherranna fór fram í gegnum fjarfundabúnað en yfirlýsingunni er ætlað að efla tvíhliða samskipti ríkjanna með sameiginlegum framtaksverkefnum. „Þá erum við að tala um miklu meira heldur en bara viðskipti, eins og kemur fram í samstarfsyfirlýsingunni, og þetta er afrakstur þess sem við höfum verið að vinna að náttúrlega lengi. Því að sýn beggja ríkja er mjög skýr, að við viljum viðhalda áfram góðu og þéttu vina- og viðskiptasambandi,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við fréttastofu. „Það er stórt skref að við séum að skrifa undir sameiginlega sýn eins og við erum að gera núna. Þetta er pólitísk yfirlýsing og meira en það, því að þarna erum við líka að ákveða að setja í ákveðin ferli hluti sem tengjast ekki bara hreinum viðskiptum og markmiðið er mjög skýrt, að það er að efla og styrkja samband ríkjanna enn frekar og það er mjög sterkt og stórt skref og afskaplega mikilvægt fyrir íslenska hagsmuni,“ segir Guðlaugur Þór. Í yfirlýsingunni er lögð megináhersla á sjö svið, það er viðskipti og fjárfestingar, sjávarútveg, rannsóknir og nýsköpun, svæðisbundna og alþjóðlega samvinnu, varnar- og öryggismál. Loftslagsbreytingar og norðurslóðir og tengsl þjóðanna tveggja. Tímaramminn þrengri vegna covid-19 Í síðustu viku fór fram fyrsti fundur aðalsamningamanna Íslands og Bretlands um framtíðarsamband ríkjanna eftir Brexit. „Okkar embættismenn hittust í síðustu viku og lögðu á drögin með framhaldið en covid hefur gert það af verkum að tímaramminn er ennþá tæpari heldur en hann var en þetta er forgangsmál hjá okkur, hefur verið og verður,“ segir Guðlaugur Þór. Framtíðarviðræður við Bretland skiptast í megindráttum í þrennt: Fríverslunarviðræður, framkvæmd útgöngusamnings Bretlands og úrlausn mála sem falla utan fríverslunarviðræðna. „Markmið okkar hefur verið að reyna að klára eins mikið og við mögulega getum á þessu ári og það hefur alltaf legið fyrir. Ef að það er eitthvað sem að stendur útaf þá munum við vera með tímasetningar til þess að klára það en við erum ennþá með það sem markmið að klára sem allra mest á þessu ári,“ segir Guðlaugur Þór. Utanríkismál Bretland Brexit Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Sjá meira
Ísland og Bretland hafa gert með sér samkomulag um samstarf ríkjanna til næstu 10 ára. Skrefið markar þáttaskil í samskiptum ríkjanna að sögn utanríkisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Wendy Morton, ráðherra Bretlands fyrir málefni Evrópu- og Ameríku, undirrituðu yfirlýsingu um samstarf ríkjanna til næstu tíu ára í dag. Fundur ráðherranna fór fram í gegnum fjarfundabúnað en yfirlýsingunni er ætlað að efla tvíhliða samskipti ríkjanna með sameiginlegum framtaksverkefnum. „Þá erum við að tala um miklu meira heldur en bara viðskipti, eins og kemur fram í samstarfsyfirlýsingunni, og þetta er afrakstur þess sem við höfum verið að vinna að náttúrlega lengi. Því að sýn beggja ríkja er mjög skýr, að við viljum viðhalda áfram góðu og þéttu vina- og viðskiptasambandi,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við fréttastofu. „Það er stórt skref að við séum að skrifa undir sameiginlega sýn eins og við erum að gera núna. Þetta er pólitísk yfirlýsing og meira en það, því að þarna erum við líka að ákveða að setja í ákveðin ferli hluti sem tengjast ekki bara hreinum viðskiptum og markmiðið er mjög skýrt, að það er að efla og styrkja samband ríkjanna enn frekar og það er mjög sterkt og stórt skref og afskaplega mikilvægt fyrir íslenska hagsmuni,“ segir Guðlaugur Þór. Í yfirlýsingunni er lögð megináhersla á sjö svið, það er viðskipti og fjárfestingar, sjávarútveg, rannsóknir og nýsköpun, svæðisbundna og alþjóðlega samvinnu, varnar- og öryggismál. Loftslagsbreytingar og norðurslóðir og tengsl þjóðanna tveggja. Tímaramminn þrengri vegna covid-19 Í síðustu viku fór fram fyrsti fundur aðalsamningamanna Íslands og Bretlands um framtíðarsamband ríkjanna eftir Brexit. „Okkar embættismenn hittust í síðustu viku og lögðu á drögin með framhaldið en covid hefur gert það af verkum að tímaramminn er ennþá tæpari heldur en hann var en þetta er forgangsmál hjá okkur, hefur verið og verður,“ segir Guðlaugur Þór. Framtíðarviðræður við Bretland skiptast í megindráttum í þrennt: Fríverslunarviðræður, framkvæmd útgöngusamnings Bretlands og úrlausn mála sem falla utan fríverslunarviðræðna. „Markmið okkar hefur verið að reyna að klára eins mikið og við mögulega getum á þessu ári og það hefur alltaf legið fyrir. Ef að það er eitthvað sem að stendur útaf þá munum við vera með tímasetningar til þess að klára það en við erum ennþá með það sem markmið að klára sem allra mest á þessu ári,“ segir Guðlaugur Þór.
Utanríkismál Bretland Brexit Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Sjá meira