Deila um neyðarlán og skuldir ESB-ríkja Samúel Karl Ólason skrifar 8. apríl 2020 10:20 Fjármálaráðherra ESB funduðu í 16 klukkustundir án niðurstöðu. EPA/STEPHANIE LECOCQ Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins funduðu í allan gærdag og í nótt um björgunarpakka fyrir verst stöddu ríki sambandsins. Þeir komust þó ekki að samkomulagi vegna deilna um skilyrði og formaður ráðherraráðsins, sem kallast evruhópurinn, frestaði frekari viðræðum fram á fimmtudag. Fundurinn hafði staðið yfir í sextán tíma þegar honum var frestað. Samkvæmt heimildum Reuters komu deilur á milli ráðherra Ítalíu og Hollands í veg fyrir að samkomulag náðist. Til stóð að ná samkomulagi um neyðarlán til ríkisstjórna og fyrirtækja. Deilurnar sneru þó um skilmála neyðarlána og það að sameina skuldir með útgáfu sérstakra skuldabréfa, samkvæmt frétt Politico. Til stóð að samþykkja þrjár aðgerðir. Ein sneri að því að aðstoða fyrirtæki með því að hið opinbera greiddi hluta launa fólks. Önnur sneri að því að stofna 200 milljarða evra sjóð sem fyrirtæki í ESB gætu leitað til varðandi ódýr lán. Þriðja aðgerðin varðaði sjóð sem aðildarríki gætu leitað til varðandi ódýr lán. Allir fjármálaráðherra ESB hefðu þurft að samþykkja aðgerðirnar en það tókst ekki. Embættismenn frá Ítalíu vildu létta á eða fella niður ýmis skilyrði sem fylgja áðurnefndum lánum til ríkja. Ítalir vildu einnig gefa út sérstök skuldabréf og þar með sameina skuldir ríkja. Hollendingar og Þjóðverjar eru alfarið mótfallnir því og óttast að sitja eftir í súpunni ef skuldsett ríki ESB lenda í frekari vandræðum. Deilur um sameiningu skulda hafa verið áberandi á milli suðrænna ESB-ríkja eins og Spánar og Ítalíu annars vegar og norrænna ríkja eins og Hollands og Þýskalands hins vegar, frá evrukrísunni svokölluðu í upphafi síðasta áratugar. Evrópusambandið Ítalía Holland Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Fleiri fréttir Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Sjá meira
Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins funduðu í allan gærdag og í nótt um björgunarpakka fyrir verst stöddu ríki sambandsins. Þeir komust þó ekki að samkomulagi vegna deilna um skilyrði og formaður ráðherraráðsins, sem kallast evruhópurinn, frestaði frekari viðræðum fram á fimmtudag. Fundurinn hafði staðið yfir í sextán tíma þegar honum var frestað. Samkvæmt heimildum Reuters komu deilur á milli ráðherra Ítalíu og Hollands í veg fyrir að samkomulag náðist. Til stóð að ná samkomulagi um neyðarlán til ríkisstjórna og fyrirtækja. Deilurnar sneru þó um skilmála neyðarlána og það að sameina skuldir með útgáfu sérstakra skuldabréfa, samkvæmt frétt Politico. Til stóð að samþykkja þrjár aðgerðir. Ein sneri að því að aðstoða fyrirtæki með því að hið opinbera greiddi hluta launa fólks. Önnur sneri að því að stofna 200 milljarða evra sjóð sem fyrirtæki í ESB gætu leitað til varðandi ódýr lán. Þriðja aðgerðin varðaði sjóð sem aðildarríki gætu leitað til varðandi ódýr lán. Allir fjármálaráðherra ESB hefðu þurft að samþykkja aðgerðirnar en það tókst ekki. Embættismenn frá Ítalíu vildu létta á eða fella niður ýmis skilyrði sem fylgja áðurnefndum lánum til ríkja. Ítalir vildu einnig gefa út sérstök skuldabréf og þar með sameina skuldir ríkja. Hollendingar og Þjóðverjar eru alfarið mótfallnir því og óttast að sitja eftir í súpunni ef skuldsett ríki ESB lenda í frekari vandræðum. Deilur um sameiningu skulda hafa verið áberandi á milli suðrænna ESB-ríkja eins og Spánar og Ítalíu annars vegar og norrænna ríkja eins og Hollands og Þýskalands hins vegar, frá evrukrísunni svokölluðu í upphafi síðasta áratugar.
Evrópusambandið Ítalía Holland Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Fleiri fréttir Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent