Nýjar reglur um sóttkví taka gildi á morgun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. maí 2020 18:01 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Alma D. Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Á morgun, þann 15. maí, taka gildi nýjar reglur um sóttkví og einangrun vegna faraldurs kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19. Reglurnar voru birtar á vef Stjórnartíðinda í gær. Samkvæmt reglunum verður öllum þeim sem koma til Íslands og hafa dvalið í meira en sólarhring á síðastliðnum 14 dögum í löndum sem skilgreind eru af sóttvarnalækni sem hááhættusvæði skylt að fara í tveggja vikna sóttkví frá komu til landsins. Þá skulu þeir sem umgengist hafa einstaklinga með Covid-19 einnig fara í sóttkví í 14 daga frá því þeir umgengust viðkomandi síðast. Þeir sem ofangreind atriði eiga við um skulu samkvæmt reglunum sæta heimsóttkví. Það þýðir að viðkomandi má ekki yfirgefa heimili sitt nema brýna nauðsyn beri til, eða til þess að fara í gönguferð. Eins má einstaklingur í sóttkví ekki fá gesti til sín, nota almenningssamgöngur eða fara til vinnu, skóla eða á aðra staði þar sem annað fólk er að finna. Hér má finna nánari upplýsingar um hvernig sóttkví skal háttað. Þá er í reglunum að finna sérstaka umfjöllun um svokallaða vinnusóttkví. Sóttvarnalæknir getur veitt fólki leyfir til þess að sinna sérstökum verkefnum og fara í vinnusóttkví í stað heimasóttkvíar. Það þýðir að einstaklingur sem sætir sóttkví getur fengið leyfi til þess að ferðast til og frá vinnustað sínum, meðan á sóttkví stendur. Skilyrði þess að fá leyfi til vinnusóttkvíar eru þau að viðkomandi umgangist ekki aðra en heimilisfólk eða þá sem eru með þeim í vinnusóttkví, dveljist einungist á gististað og vinnustað meðan á sóttkví stendur, fylgi öðrum reglum um sóttkví, auk reglna sóttvarnalæknis um vinnusóttkví, og að sótt sé um heimild fyrir vinnusóttkví til sóttvarnalæknis. Eins getur sóttvarnalæknir veitt undanþágu frá heimsóttkví, að öllu leyti eða hluta, vegna sérstakra aðstæðna. Þó þarf að vera tryggt að slík undanþága komi ekki niður á smitvörnum. Þá er í reglunum að finna sérstakt ákvæði um einangrun, en sóttvarnalæknir hefur gefið út nánari reglum um hvernig henni skal háttað. Brot á reglum um sóttkví getur varðað sektum eða fangelsi, samkvæmt 19. grein sóttvarnalaga eða 175. grein almennra hegningarlaga. Hér má nálgast reglurnar, sem taka gildi á morgun, í heild sinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Sjá meira
Á morgun, þann 15. maí, taka gildi nýjar reglur um sóttkví og einangrun vegna faraldurs kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19. Reglurnar voru birtar á vef Stjórnartíðinda í gær. Samkvæmt reglunum verður öllum þeim sem koma til Íslands og hafa dvalið í meira en sólarhring á síðastliðnum 14 dögum í löndum sem skilgreind eru af sóttvarnalækni sem hááhættusvæði skylt að fara í tveggja vikna sóttkví frá komu til landsins. Þá skulu þeir sem umgengist hafa einstaklinga með Covid-19 einnig fara í sóttkví í 14 daga frá því þeir umgengust viðkomandi síðast. Þeir sem ofangreind atriði eiga við um skulu samkvæmt reglunum sæta heimsóttkví. Það þýðir að viðkomandi má ekki yfirgefa heimili sitt nema brýna nauðsyn beri til, eða til þess að fara í gönguferð. Eins má einstaklingur í sóttkví ekki fá gesti til sín, nota almenningssamgöngur eða fara til vinnu, skóla eða á aðra staði þar sem annað fólk er að finna. Hér má finna nánari upplýsingar um hvernig sóttkví skal háttað. Þá er í reglunum að finna sérstaka umfjöllun um svokallaða vinnusóttkví. Sóttvarnalæknir getur veitt fólki leyfir til þess að sinna sérstökum verkefnum og fara í vinnusóttkví í stað heimasóttkvíar. Það þýðir að einstaklingur sem sætir sóttkví getur fengið leyfi til þess að ferðast til og frá vinnustað sínum, meðan á sóttkví stendur. Skilyrði þess að fá leyfi til vinnusóttkvíar eru þau að viðkomandi umgangist ekki aðra en heimilisfólk eða þá sem eru með þeim í vinnusóttkví, dveljist einungist á gististað og vinnustað meðan á sóttkví stendur, fylgi öðrum reglum um sóttkví, auk reglna sóttvarnalæknis um vinnusóttkví, og að sótt sé um heimild fyrir vinnusóttkví til sóttvarnalæknis. Eins getur sóttvarnalæknir veitt undanþágu frá heimsóttkví, að öllu leyti eða hluta, vegna sérstakra aðstæðna. Þó þarf að vera tryggt að slík undanþága komi ekki niður á smitvörnum. Þá er í reglunum að finna sérstakt ákvæði um einangrun, en sóttvarnalæknir hefur gefið út nánari reglum um hvernig henni skal háttað. Brot á reglum um sóttkví getur varðað sektum eða fangelsi, samkvæmt 19. grein sóttvarnalaga eða 175. grein almennra hegningarlaga. Hér má nálgast reglurnar, sem taka gildi á morgun, í heild sinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Sjá meira