Við munum komast í gegnum storminn Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 9. apríl 2020 09:00 Nú líður að lokum sjöttu viku COVID-19 faraldursins á Íslandi. Faraldurinn hefur sannarlega tekið á, reynt gríðarlega á sjúklinga, heilbrigðiskerfið og samfélagið allt. Það hefur verið aðdáunarvert að sjá undanfarnar vikur hvernig heilbrigðisstarfsfólk og kerfið allt hefur náð að taka utan um þetta gríðarstóra verkefni af æðruleysi og styrk, með þekkingu og reynslu að leiðarljósi og undir styrkri leiðsögn þríeykisins. Ekkert fum, ekkert fát, fyrst og fremst gengið í verkin og þau unnin. Það má ætla að við séum að nálgast hámark faraldursins í smitum talið, í auga stormsins, og að næstu tvær vikur verði sérlega erfiðar fyrir heilbrigðiskerfið. Nú fara páskar í hönd, og má segja að Dymbilvikan beri nú nafn með rentu sem aldrei fyrr. Verum lausnamiðuð Þá er sérlega gaman að sjá þau ljós sem þó skína. Við sjáum lausnamiðað fólk út um allt, fólk sem „hittir“ fjölskyldu og vini í símum og skjáum. Við sjáum eldra fólk taka í þjónustu sína tækni sem var þeim framandi og yngra fólk taka skref í tæknimálum sem það hafði ekki áður stigið. Á hátíðum og í fríum hefur það verið lenska að menn hitti fjölskyldur sínar og geri sér glaðan dag. Slíkur hittingur verður ekki mögulegur hjá þeim sem dvelja á heilbrigðistofnunum eða búa á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Einnig mun margt eldra fólk og fjölskyldur þeirra velja að hittast ekki til að forðast smit. Við þær aðstæður er enn meiri þörf en áður á að við finnum leiðir til að „hittast“ samt. Hringjum, notum myndsíma, tölvur og samskiptaforrit. Komum fólkinu okkar, og okkur sjálfum, á óvart. Við munum komast í gegnum storminn. Förum þá ferð saman og styðjum þá sem þurfa þess með. Gefum hvort öðru fallega kveðju og bros. Gleðilega páska. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ólafur Þór Gunnarsson Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Nú líður að lokum sjöttu viku COVID-19 faraldursins á Íslandi. Faraldurinn hefur sannarlega tekið á, reynt gríðarlega á sjúklinga, heilbrigðiskerfið og samfélagið allt. Það hefur verið aðdáunarvert að sjá undanfarnar vikur hvernig heilbrigðisstarfsfólk og kerfið allt hefur náð að taka utan um þetta gríðarstóra verkefni af æðruleysi og styrk, með þekkingu og reynslu að leiðarljósi og undir styrkri leiðsögn þríeykisins. Ekkert fum, ekkert fát, fyrst og fremst gengið í verkin og þau unnin. Það má ætla að við séum að nálgast hámark faraldursins í smitum talið, í auga stormsins, og að næstu tvær vikur verði sérlega erfiðar fyrir heilbrigðiskerfið. Nú fara páskar í hönd, og má segja að Dymbilvikan beri nú nafn með rentu sem aldrei fyrr. Verum lausnamiðuð Þá er sérlega gaman að sjá þau ljós sem þó skína. Við sjáum lausnamiðað fólk út um allt, fólk sem „hittir“ fjölskyldu og vini í símum og skjáum. Við sjáum eldra fólk taka í þjónustu sína tækni sem var þeim framandi og yngra fólk taka skref í tæknimálum sem það hafði ekki áður stigið. Á hátíðum og í fríum hefur það verið lenska að menn hitti fjölskyldur sínar og geri sér glaðan dag. Slíkur hittingur verður ekki mögulegur hjá þeim sem dvelja á heilbrigðistofnunum eða búa á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Einnig mun margt eldra fólk og fjölskyldur þeirra velja að hittast ekki til að forðast smit. Við þær aðstæður er enn meiri þörf en áður á að við finnum leiðir til að „hittast“ samt. Hringjum, notum myndsíma, tölvur og samskiptaforrit. Komum fólkinu okkar, og okkur sjálfum, á óvart. Við munum komast í gegnum storminn. Förum þá ferð saman og styðjum þá sem þurfa þess með. Gefum hvort öðru fallega kveðju og bros. Gleðilega páska. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar