Segja ríkjunum að bjarga sér en leggja hald á neyðarbúnað þeirra Samúel Karl Ólason skrifar 8. apríl 2020 13:06 Mikill skortur hefur verið á ýmsum nayðsynjum eins og öndunarvélum, grímum, hönskum og öðrum verndarbúnaði í Bandaríkjunum. AP/Ted S. Warren Þrátt fyrir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi sagt að hvert ríki fyrir sig og sjúkrahús þurfi að verða sér sjálf út um eigin hlífðarbúnað og aðrar nauðsynlegar birgðir, hefur alríkisstjórn Trump verið að leggja hald á fjölda birgðasendinga til ríkja og sjúkrahúsa. Mikill skortur hefur verið á ýmsum nauðsynjum eins og öndunarvélum, grímum, hönskum og öðru. Forsvarsmenn sjúkrahúsa víðs vegar um Bandaríkin segjast ekki hafa hugmynd um hvar þessar nauðsynlegu birgðir eru, né hvort þau muni nokkurn tímann sjá þær. FEMA, almannavarnastofnun Bandaríkjanna, hafa ekkert gefið upp um hvaða sendingar þeir séu að grípa, þrátt fyrir að verið sé að verja umtalsverðu opinberu fé til kaupanna. Þar að auki hefur ekkert verið gefið upp um hvað verði um sendingarnar eða hvernig ákveðið sé hverjir fái birgðirnar, ef verið sé að dreifa þeim. Í rannsókn LA Times er haft eftir forsvarsmönnum sjúkrahúsa að þeir séu alfarið ráðalausir um hvað þeir geti gert og fái engin svör frá ríkisstjórninni. Þar að auki neita margir þeirra að koma fram undir nafni af ótta við hefndaraðgerðir frá Hvíta húsinu. Segjast hafa þróað kerfi Í svari við fyrirspurn LA Times segir talsmaður FEMA að stofnunin hafi þróað kerfi í samstarfi við heilbrigðis- og varnarmálaráðuneytið til að bera kennsl á hvaða birgðir þarf hvar og hvernig best sé að dreifa þeim. Kerfið byggi á hlutfallslegum fjölda smita og íbúafjölda tiltekinna svæða. Stofnunin vill þó ekkert segja nánar um það hvernig þessar ákvarðanir eru teknar, né það hvernig ákveðið er hvaða sendingar hald er lagt á. Sjá einnig: Trump-liðar reyna að endurskrifa söguna Eins og áður segir hefur ríkisstjórn Trump ítrekað haldið því fram að ríkin séu á eigin vegum varðandi aðföng eins og öndunarvélar og hlífðargrímur fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Jared Kushner, tengdasonur forsetans og einn af helstu ráðgjöfum hans, sagði í síðustu viku að birgðir alríkisstjórnarinnar væru ekki ætlaðar til þess að styðja við bakið á ríkjum. Degi seinna var vefsíðu ríkisstjórnarinnar um birgðir alríkisstjórnarinnar breytt í takt við ummæli Kushner. Þar stóð áður að birgðirnar væru einmitt ætlaðar ríkjunum. Skapar mikla óvissu New York Times sagði þó frá því á mánudaginn að Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna sem fer fyrir aðgerðum Hvíta hússins gegn kórónuveirunni, ræddi við ríkisstjóra Bandaríkjanna um þetta nýja kerfi ríkisstjórnarinnar. Hann sagði Hvíta húsið hafa betri heildarsýn en þeir varðandi það hvað væri að koma til landsins. Þá sagði talskona FEMA þó að ekki sé verið að leggja hald á birgðasendingar. Sem virðist ekki vera rétt. Það sem meira er, þá hafa starfsmenn FEMA sagt frá því að Hvíta húsið hefur fyrirskipað sendingar til tiltekinna svæða þar sem embættismenn hafa náð að hafa bein samskipti við Trump. Án þess þó að hafa farið í gegnum það formlega ferli sem ku vera til staðar. Trump sjálfur hefur sömuleiðis aukið á þá óvissu sem kerfið hefur valdið með því að gefa í skyn að ríkisstjórn hans muni ekki hjálpa tilteknum ríkjum Bandaríkjanna nema ríkisstjórar þeirra séu almennilegir við hann persónulega. Forsvarsmenn sjúkrahúsa sem rætt hefur verið við segja mikla þörf fyrir gagnsæi hjá FEMA. Það sé erfitt að treysta þessu nýja kerfi stofnunarinnar án þess að fá nokkrar upplýsingar um hvernig það virkar og til hvers það sé notað, það er að segja, hvert verið sé að senda hlífðarbúnaðinn og öndunarvélarnar. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fleiri fréttir Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Sjá meira
Þrátt fyrir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi sagt að hvert ríki fyrir sig og sjúkrahús þurfi að verða sér sjálf út um eigin hlífðarbúnað og aðrar nauðsynlegar birgðir, hefur alríkisstjórn Trump verið að leggja hald á fjölda birgðasendinga til ríkja og sjúkrahúsa. Mikill skortur hefur verið á ýmsum nauðsynjum eins og öndunarvélum, grímum, hönskum og öðru. Forsvarsmenn sjúkrahúsa víðs vegar um Bandaríkin segjast ekki hafa hugmynd um hvar þessar nauðsynlegu birgðir eru, né hvort þau muni nokkurn tímann sjá þær. FEMA, almannavarnastofnun Bandaríkjanna, hafa ekkert gefið upp um hvaða sendingar þeir séu að grípa, þrátt fyrir að verið sé að verja umtalsverðu opinberu fé til kaupanna. Þar að auki hefur ekkert verið gefið upp um hvað verði um sendingarnar eða hvernig ákveðið sé hverjir fái birgðirnar, ef verið sé að dreifa þeim. Í rannsókn LA Times er haft eftir forsvarsmönnum sjúkrahúsa að þeir séu alfarið ráðalausir um hvað þeir geti gert og fái engin svör frá ríkisstjórninni. Þar að auki neita margir þeirra að koma fram undir nafni af ótta við hefndaraðgerðir frá Hvíta húsinu. Segjast hafa þróað kerfi Í svari við fyrirspurn LA Times segir talsmaður FEMA að stofnunin hafi þróað kerfi í samstarfi við heilbrigðis- og varnarmálaráðuneytið til að bera kennsl á hvaða birgðir þarf hvar og hvernig best sé að dreifa þeim. Kerfið byggi á hlutfallslegum fjölda smita og íbúafjölda tiltekinna svæða. Stofnunin vill þó ekkert segja nánar um það hvernig þessar ákvarðanir eru teknar, né það hvernig ákveðið er hvaða sendingar hald er lagt á. Sjá einnig: Trump-liðar reyna að endurskrifa söguna Eins og áður segir hefur ríkisstjórn Trump ítrekað haldið því fram að ríkin séu á eigin vegum varðandi aðföng eins og öndunarvélar og hlífðargrímur fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Jared Kushner, tengdasonur forsetans og einn af helstu ráðgjöfum hans, sagði í síðustu viku að birgðir alríkisstjórnarinnar væru ekki ætlaðar til þess að styðja við bakið á ríkjum. Degi seinna var vefsíðu ríkisstjórnarinnar um birgðir alríkisstjórnarinnar breytt í takt við ummæli Kushner. Þar stóð áður að birgðirnar væru einmitt ætlaðar ríkjunum. Skapar mikla óvissu New York Times sagði þó frá því á mánudaginn að Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna sem fer fyrir aðgerðum Hvíta hússins gegn kórónuveirunni, ræddi við ríkisstjóra Bandaríkjanna um þetta nýja kerfi ríkisstjórnarinnar. Hann sagði Hvíta húsið hafa betri heildarsýn en þeir varðandi það hvað væri að koma til landsins. Þá sagði talskona FEMA þó að ekki sé verið að leggja hald á birgðasendingar. Sem virðist ekki vera rétt. Það sem meira er, þá hafa starfsmenn FEMA sagt frá því að Hvíta húsið hefur fyrirskipað sendingar til tiltekinna svæða þar sem embættismenn hafa náð að hafa bein samskipti við Trump. Án þess þó að hafa farið í gegnum það formlega ferli sem ku vera til staðar. Trump sjálfur hefur sömuleiðis aukið á þá óvissu sem kerfið hefur valdið með því að gefa í skyn að ríkisstjórn hans muni ekki hjálpa tilteknum ríkjum Bandaríkjanna nema ríkisstjórar þeirra séu almennilegir við hann persónulega. Forsvarsmenn sjúkrahúsa sem rætt hefur verið við segja mikla þörf fyrir gagnsæi hjá FEMA. Það sé erfitt að treysta þessu nýja kerfi stofnunarinnar án þess að fá nokkrar upplýsingar um hvernig það virkar og til hvers það sé notað, það er að segja, hvert verið sé að senda hlífðarbúnaðinn og öndunarvélarnar.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fleiri fréttir Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Sjá meira