Landspítala gert að greiða tugi milljóna vegna mistaka við uppsetningu þvagleggs Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. apríl 2020 17:36 Landspítalinn Fossvogi Vísir/Vilhelm Landspítala hefur verið gert að greiða sjúklingi rúmlega 41 milljón, auk hárra vaxta, vegna læknamistaka árið 2012. Þetta er niðurstaða Landsréttar en héraðsdómur hafði áður dæmt Landspítala í vil. Ekki var deilt um það að sjúklingurinn hafi orðið fyrir tjóni en skiptar skoðanir voru á því hvort starfsmenn Landspítala hafi orðið valdir að tjóninu með saknæmum hætti. Umræddur sjúklingur undirgekkst aðgerð á hjartagátt Landspítala árið 2012 vegna hjartsláttartruflana. Í dómi Landsréttar segir að strax eftir aðgerðina hafi hann átt erfitt með þvaglát og var því ákveðið að tappa af þvagblöðru hans og setja upp þvaglegg. Það tókst þó ekki sem skyldi, sár myndaðist í þvagrásinni sem sjúklingur segir að hafi bæði valdið sér heilsufars- og fjárhagstjóni. ÞvagleggurLandspítali Þar að auki sagðist hann í skýrslutöku hafa orðið hræddur og rifist við hjúkrunarfræðingana sem settu upp þvaglegginn, hann hafi alls ekki viljað þess konar inngrip. Hjúkrunarfræðingarnir hafi hins vegar ekki látið sér segjast. „Áfrýjandi kvaðst hafa fundið gríðarlegan sársauka þegar fyrri þvagleggurinn hafi verið settur inn í þvagrásina. Blætt hafi úr henni og hafi hann séð þær gnísta tönnum og séð á þeim að eitthvað væri að. Í kjölfarið hafi uppsetning á seinni þvaglegg heppnast,“ eins og segir í dómi Landsréttar. Fyrrneft sár í þvagrásinni á að hafa valdið sjúklingnum viðvarandi verkjum. Hann fái jafnvel köst sem vari frá 20 til 30 sekúndum og upp í nokkrar klukkustundir. Það hafi valdið honum jafnframt andlegu tjóni og sýndu gögn sem lögð voru fram í málinu að sjúklingurinn væri haldinn „miklu þunglyndi með lífsleiðahugsunum samhliða áfallastreitueinkennum.“ Þó svo að Landsréttur segi að umtalsverð óvissa sé í málinu, til að mynda vegna þess hversu langt er liðið frá því að læknamistökin áttu sér stað, taldi dómstólinn rétt að snúa við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, sem hafði sýknað Landspítalann sem fyrr segir. Spítalanum var gert að greiða alls 41 milljón, auk margvíslegra vaxta. Dóminn má nálgast hér, en þar er farið ítarlega yfir sögu sjúklingsins allt frá því að hann fyrst mætir á hjartagátt Landspítala árið 2012. Landspítalinn Dómsmál Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Landspítala hefur verið gert að greiða sjúklingi rúmlega 41 milljón, auk hárra vaxta, vegna læknamistaka árið 2012. Þetta er niðurstaða Landsréttar en héraðsdómur hafði áður dæmt Landspítala í vil. Ekki var deilt um það að sjúklingurinn hafi orðið fyrir tjóni en skiptar skoðanir voru á því hvort starfsmenn Landspítala hafi orðið valdir að tjóninu með saknæmum hætti. Umræddur sjúklingur undirgekkst aðgerð á hjartagátt Landspítala árið 2012 vegna hjartsláttartruflana. Í dómi Landsréttar segir að strax eftir aðgerðina hafi hann átt erfitt með þvaglát og var því ákveðið að tappa af þvagblöðru hans og setja upp þvaglegg. Það tókst þó ekki sem skyldi, sár myndaðist í þvagrásinni sem sjúklingur segir að hafi bæði valdið sér heilsufars- og fjárhagstjóni. ÞvagleggurLandspítali Þar að auki sagðist hann í skýrslutöku hafa orðið hræddur og rifist við hjúkrunarfræðingana sem settu upp þvaglegginn, hann hafi alls ekki viljað þess konar inngrip. Hjúkrunarfræðingarnir hafi hins vegar ekki látið sér segjast. „Áfrýjandi kvaðst hafa fundið gríðarlegan sársauka þegar fyrri þvagleggurinn hafi verið settur inn í þvagrásina. Blætt hafi úr henni og hafi hann séð þær gnísta tönnum og séð á þeim að eitthvað væri að. Í kjölfarið hafi uppsetning á seinni þvaglegg heppnast,“ eins og segir í dómi Landsréttar. Fyrrneft sár í þvagrásinni á að hafa valdið sjúklingnum viðvarandi verkjum. Hann fái jafnvel köst sem vari frá 20 til 30 sekúndum og upp í nokkrar klukkustundir. Það hafi valdið honum jafnframt andlegu tjóni og sýndu gögn sem lögð voru fram í málinu að sjúklingurinn væri haldinn „miklu þunglyndi með lífsleiðahugsunum samhliða áfallastreitueinkennum.“ Þó svo að Landsréttur segi að umtalsverð óvissa sé í málinu, til að mynda vegna þess hversu langt er liðið frá því að læknamistökin áttu sér stað, taldi dómstólinn rétt að snúa við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, sem hafði sýknað Landspítalann sem fyrr segir. Spítalanum var gert að greiða alls 41 milljón, auk margvíslegra vaxta. Dóminn má nálgast hér, en þar er farið ítarlega yfir sögu sjúklingsins allt frá því að hann fyrst mætir á hjartagátt Landspítala árið 2012.
Landspítalinn Dómsmál Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira