Boris brattur á gjörgæslunni Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. apríl 2020 20:51 Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, ræddi um heilsu forsætisráðherrans og stöðu þjóðarbúsins á fundi dagsins. Getty/Pippa Fowles Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er ennþá á gjörgæslu eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. Hann er þó allur að koma til að sögn ráðherra í ríkisstjórn hans. Johnson hefur þegar varið tveimur sólarhringum á gjörgæslu og er gert ráð fyrir að hann verði þar jafnframt í nótt. Þangað var hann fluttur eftir að heilsu hans hrakaði í fyrradag. Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, tjáði blaðamönnum á daglegum upplýsingafundi að forsætisráðherrann væri að braggast. Þannig hafi hann sest upp í rúmi sínu og átt í innihaldsríkum samskiptum við „frábæra heilbrigðisstarfsfólkið“ sem annast hann á St. Thomas sjúkrahúsinu í Lundúnum. Áður en Johnson var fluttur á gjörgæslu sinnti hann störfum sínum eftir fremsta megni úr sjúkrarúmi sínu. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, hefur tekið við hluta af skyldum forsætisráðherra í fjarveru Johnson. Fyrrnefndur Sunak sagði á fundi dagsins að störf ríkisstjórnarinnar gangi sinn vanagang þrátt fyrir fjarveru Johnson. „Forsætisráðherrann er ekki aðeins samstarfsmaður minn og yfirmaður heldur jafnframt vinur minn. Hugur minn er hjá honum og fjölskyldu hans,“ sagði Sunak á fundinum í dag. Alls hafa rúmlega 55 þúsund smit verið staðfest á Bretlandeyjum sem dregið hafa næstum 6200 til dauða. Breska ritið Guardian tók saman meðfylgjandi myndband úr ræðu Sunak í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Johnson varði annarri nótt á gjörgæslu Haft var eftir talsmanni Boris Johnson í gærkvöldi að ástand forsætisráðherrans væri stöðugt og lundin létt. 8. apríl 2020 07:04 Leiðtogar senda Boris Johnson góða strauma Stjórnmálaleiðtogar víðs vegar um heim hafa brugðist við fréttunum af því að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafi verið fluttur á gjörgæsludeild St Thomas sjúkrahússins þar sem hann nýtur aðhlynningar vegna Covid-19. 7. apríl 2020 07:32 Boris Johnson fluttur á gjörgæslu Forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, hefur verið fluttur á gjörgæslu. Boris greindist á dögunum með kórónuveiruna. 6. apríl 2020 19:20 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Ætla að sigra vopnakapphlaup við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er ennþá á gjörgæslu eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. Hann er þó allur að koma til að sögn ráðherra í ríkisstjórn hans. Johnson hefur þegar varið tveimur sólarhringum á gjörgæslu og er gert ráð fyrir að hann verði þar jafnframt í nótt. Þangað var hann fluttur eftir að heilsu hans hrakaði í fyrradag. Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, tjáði blaðamönnum á daglegum upplýsingafundi að forsætisráðherrann væri að braggast. Þannig hafi hann sest upp í rúmi sínu og átt í innihaldsríkum samskiptum við „frábæra heilbrigðisstarfsfólkið“ sem annast hann á St. Thomas sjúkrahúsinu í Lundúnum. Áður en Johnson var fluttur á gjörgæslu sinnti hann störfum sínum eftir fremsta megni úr sjúkrarúmi sínu. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, hefur tekið við hluta af skyldum forsætisráðherra í fjarveru Johnson. Fyrrnefndur Sunak sagði á fundi dagsins að störf ríkisstjórnarinnar gangi sinn vanagang þrátt fyrir fjarveru Johnson. „Forsætisráðherrann er ekki aðeins samstarfsmaður minn og yfirmaður heldur jafnframt vinur minn. Hugur minn er hjá honum og fjölskyldu hans,“ sagði Sunak á fundinum í dag. Alls hafa rúmlega 55 þúsund smit verið staðfest á Bretlandeyjum sem dregið hafa næstum 6200 til dauða. Breska ritið Guardian tók saman meðfylgjandi myndband úr ræðu Sunak í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Johnson varði annarri nótt á gjörgæslu Haft var eftir talsmanni Boris Johnson í gærkvöldi að ástand forsætisráðherrans væri stöðugt og lundin létt. 8. apríl 2020 07:04 Leiðtogar senda Boris Johnson góða strauma Stjórnmálaleiðtogar víðs vegar um heim hafa brugðist við fréttunum af því að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafi verið fluttur á gjörgæsludeild St Thomas sjúkrahússins þar sem hann nýtur aðhlynningar vegna Covid-19. 7. apríl 2020 07:32 Boris Johnson fluttur á gjörgæslu Forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, hefur verið fluttur á gjörgæslu. Boris greindist á dögunum með kórónuveiruna. 6. apríl 2020 19:20 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Ætla að sigra vopnakapphlaup við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Sjá meira
Johnson varði annarri nótt á gjörgæslu Haft var eftir talsmanni Boris Johnson í gærkvöldi að ástand forsætisráðherrans væri stöðugt og lundin létt. 8. apríl 2020 07:04
Leiðtogar senda Boris Johnson góða strauma Stjórnmálaleiðtogar víðs vegar um heim hafa brugðist við fréttunum af því að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafi verið fluttur á gjörgæsludeild St Thomas sjúkrahússins þar sem hann nýtur aðhlynningar vegna Covid-19. 7. apríl 2020 07:32
Boris Johnson fluttur á gjörgæslu Forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, hefur verið fluttur á gjörgæslu. Boris greindist á dögunum með kórónuveiruna. 6. apríl 2020 19:20