Áfengi - ekki við hæfi barna Páll Jakob Líndal skrifar 9. apríl 2020 19:54 Fyrir barn í leik er sárt að horfa á að leikföngunum sé sparkað út um öll gólf, að sjá þau svífa fram af svölunum niður á steinsteypta stétt og mölbrotna, að þurfa að týna brotin og smáhlutina úr blómabeðum. Sjá kertastjaka, lampa, stóla, blómapotta í þúsund molum á gangstéttinni upp að húsinu í bland við sængur, púða, teppi og púða, þegar snúið er aftur úr heimsókn hjá vini. Búa við stanslausan ótta um að heimilislífið geti í einu vetfangi leyst upp í hringleikahús brjálæðis þar sem fólkið sem stendur manni næst, hnakkrífst og jafnvel kemur til handalögmála. Hurðarskellir, svívirðingar, hótanir, í bland við óskir um eilífa vist í helvíti. Horfa upp á þann sem á að vera stoð og stytta, fyrirmynd, kennari og leiðbeinandi, rænulítinn og út úr heiminum. Verða vitni af botnlausri eftirsjá, hlusta á loforð um bót og betrun, hlusta á aðra trúa á bót og betrun, trúa því sjálfur að þetta muni lagast ... vitandi að eftir 1, 2 eða 3 daga mun sama stjórnleysið taka við aftur, sama hringekjan. Myndirnar hrúgast inn þegar ég hugsa til æskuára minna ... fullkominn vanmáttur og stjórnlaus kvíði. Gjörsamlega óþolandi og yfirþyrmandi ástand. Allt heimilið leið fyrir áfengisneyslu eins fjölskyldumeðlims. Allir voru markaðir fyrir lífstíð. Og nú er dómsmálaráðherra að vinna hörðum höndum að því að auka aðgengi að áfengi. Að þessu sinni er það á forsendum atvinnufrelsis, á forsendum samkeppni ... og hvað fleira var búið að tína til? Við lifum nú á tímum Covid-19. Það eru settar hömlur á okkur. Frelsi okkar er skert. Af hverju? Jú, til að vernda okkur frá smiti en EKKI SÍÐUR til að VERNDA AÐRA frá því að við smitum þá. Það sama gildir um löggjöf varðandi áfengi. Henni er ætlað að vernda neytendur EN EKKI SÍÐUR að vernda þá sem liðið geta fyrir áfengisneyslu annarra, s.s. börn. Að þetta dæmalausa mál skuli enn einu sinni vera uppi á borðum er bara sorglegt. Þeir sem vinna að lýðheilsumálum og velferð barna mótmæla einum rómi. Ég mótmæli af öllu hjarta. Höfundur er doktor í umhverfissálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Fyrir barn í leik er sárt að horfa á að leikföngunum sé sparkað út um öll gólf, að sjá þau svífa fram af svölunum niður á steinsteypta stétt og mölbrotna, að þurfa að týna brotin og smáhlutina úr blómabeðum. Sjá kertastjaka, lampa, stóla, blómapotta í þúsund molum á gangstéttinni upp að húsinu í bland við sængur, púða, teppi og púða, þegar snúið er aftur úr heimsókn hjá vini. Búa við stanslausan ótta um að heimilislífið geti í einu vetfangi leyst upp í hringleikahús brjálæðis þar sem fólkið sem stendur manni næst, hnakkrífst og jafnvel kemur til handalögmála. Hurðarskellir, svívirðingar, hótanir, í bland við óskir um eilífa vist í helvíti. Horfa upp á þann sem á að vera stoð og stytta, fyrirmynd, kennari og leiðbeinandi, rænulítinn og út úr heiminum. Verða vitni af botnlausri eftirsjá, hlusta á loforð um bót og betrun, hlusta á aðra trúa á bót og betrun, trúa því sjálfur að þetta muni lagast ... vitandi að eftir 1, 2 eða 3 daga mun sama stjórnleysið taka við aftur, sama hringekjan. Myndirnar hrúgast inn þegar ég hugsa til æskuára minna ... fullkominn vanmáttur og stjórnlaus kvíði. Gjörsamlega óþolandi og yfirþyrmandi ástand. Allt heimilið leið fyrir áfengisneyslu eins fjölskyldumeðlims. Allir voru markaðir fyrir lífstíð. Og nú er dómsmálaráðherra að vinna hörðum höndum að því að auka aðgengi að áfengi. Að þessu sinni er það á forsendum atvinnufrelsis, á forsendum samkeppni ... og hvað fleira var búið að tína til? Við lifum nú á tímum Covid-19. Það eru settar hömlur á okkur. Frelsi okkar er skert. Af hverju? Jú, til að vernda okkur frá smiti en EKKI SÍÐUR til að VERNDA AÐRA frá því að við smitum þá. Það sama gildir um löggjöf varðandi áfengi. Henni er ætlað að vernda neytendur EN EKKI SÍÐUR að vernda þá sem liðið geta fyrir áfengisneyslu annarra, s.s. börn. Að þetta dæmalausa mál skuli enn einu sinni vera uppi á borðum er bara sorglegt. Þeir sem vinna að lýðheilsumálum og velferð barna mótmæla einum rómi. Ég mótmæli af öllu hjarta. Höfundur er doktor í umhverfissálfræði.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun