Allir í húsnæðisvanda fá þak yfir höfuðið í nokkra mánuði Jóhann K. Jóhannsson skrifar 10. apríl 2020 12:00 Öllum þeim sem eru í húsnæðisvanda vegna kórónuveirunnar verður útvega húsnæði næstu mánuði, óháð lögheimili, samkvæmt samkomulagi sem félagsmálaráðherra og Reykjavíkurborg hafa gert. Vísir/Vilhelm Félagsmálaráðherra hefur undirritað samkomulag við Reykjavíkurborg um að öllum þeim sem séu í húsnæðisvanda verði útvegað þak yfir höfuðið næstu mánuði, óháð búsetu. Rætt hefur verið við Akureyrarbæ um samskonar úrræði. Fyrir páska undirrituðu Reykjavíkurborg og félagsmálaráðherra samkomulag vegna úrræða til að styðja við fólk í húsnæðisvanda vegna kórónuveirunnar. Félagsmálaráðuneytið mun fjármagna tímabundnar lausnir fyrir þá sem ekki hafa í nein hús að venda faraldursins en áætlaður heildarkostnaður vegna verkefnisins, sem er til fjögurra mánaða, er um 85 milljónir króna. „Þetta felst í því að Reykjavíkurborg ætlar að taka það hlutverk að sér að setja upp sérstaka neyðarmóttöku sem byggir á því að allir þeir sem eru í húsnæðisvanda geta leitað beint þangað og þeim verður skaffað húsnæði til næstu mánaða,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra og bætir því við að húsnæðisvandi jaðarhópa hafi vaxið síðustu daga og vikur vegna kórónuveirufaraldursins. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra.Vísir/Sigurjón Ekki hægt að segja hversu stór hópur þurfi á slíku úrræði að halda „Það er kannski erfitt að slá á það einhverja tölu en það eru að koma fréttir af því að einstaklingar sem að hafa verið í húsnæði hjá öðrum eða slíkt, hafi ekki þá möguleika. Við viljum einfaldlega byrgja þennan brunn, þannig að næstu daga og vikur að þá geti allir leitað beint til Reykjavíkurborgar, í samstarfi þá ríkis og sveitarfélags, með þessum hætti,“ segir Ásmundur. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að borgin hafi þjónustað langstærsta hluta heimilislausra með fjölþættan vanda hér á landi og starfræki þrjú neyðarskýli. Samstarfið nú þýði að borgin muni hafa svigrúm til að taka við öllum þeim sem þurfa þjónustuna á landsvísu óháð lögheimili. Móttakan muni tengja viðkomandi einstaklinga við félagsráðgjafa í því sveitarfélagi þar sem einstaklingurinn á lögheimili en viðkomandi getur dvalið í skammtímahúsnæðinu þar til mál hans eru komin í réttan farveg hjá því sveitarfélagi sem um ræðir. Rætt hefur verið við Akureyrarbæ um að grípa til svipaðra aðgerða í framhaldinu sé þörf og tilefni til. Félagsmál Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Sjá meira
Félagsmálaráðherra hefur undirritað samkomulag við Reykjavíkurborg um að öllum þeim sem séu í húsnæðisvanda verði útvegað þak yfir höfuðið næstu mánuði, óháð búsetu. Rætt hefur verið við Akureyrarbæ um samskonar úrræði. Fyrir páska undirrituðu Reykjavíkurborg og félagsmálaráðherra samkomulag vegna úrræða til að styðja við fólk í húsnæðisvanda vegna kórónuveirunnar. Félagsmálaráðuneytið mun fjármagna tímabundnar lausnir fyrir þá sem ekki hafa í nein hús að venda faraldursins en áætlaður heildarkostnaður vegna verkefnisins, sem er til fjögurra mánaða, er um 85 milljónir króna. „Þetta felst í því að Reykjavíkurborg ætlar að taka það hlutverk að sér að setja upp sérstaka neyðarmóttöku sem byggir á því að allir þeir sem eru í húsnæðisvanda geta leitað beint þangað og þeim verður skaffað húsnæði til næstu mánaða,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra og bætir því við að húsnæðisvandi jaðarhópa hafi vaxið síðustu daga og vikur vegna kórónuveirufaraldursins. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra.Vísir/Sigurjón Ekki hægt að segja hversu stór hópur þurfi á slíku úrræði að halda „Það er kannski erfitt að slá á það einhverja tölu en það eru að koma fréttir af því að einstaklingar sem að hafa verið í húsnæði hjá öðrum eða slíkt, hafi ekki þá möguleika. Við viljum einfaldlega byrgja þennan brunn, þannig að næstu daga og vikur að þá geti allir leitað beint til Reykjavíkurborgar, í samstarfi þá ríkis og sveitarfélags, með þessum hætti,“ segir Ásmundur. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að borgin hafi þjónustað langstærsta hluta heimilislausra með fjölþættan vanda hér á landi og starfræki þrjú neyðarskýli. Samstarfið nú þýði að borgin muni hafa svigrúm til að taka við öllum þeim sem þurfa þjónustuna á landsvísu óháð lögheimili. Móttakan muni tengja viðkomandi einstaklinga við félagsráðgjafa í því sveitarfélagi þar sem einstaklingurinn á lögheimili en viðkomandi getur dvalið í skammtímahúsnæðinu þar til mál hans eru komin í réttan farveg hjá því sveitarfélagi sem um ræðir. Rætt hefur verið við Akureyrarbæ um að grípa til svipaðra aðgerða í framhaldinu sé þörf og tilefni til.
Félagsmál Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Sjá meira