Lögfræðingur segir ásakanir á hendur konunni fjarstæðukenndar Andri Eysteinsson skrifar 11. apríl 2020 10:50 Lögfræðingur konunnar sem sökuð er um að hafa villt á sér heimildir þegar hún gekk til liðs við bakvarðasveit og er grunuð um skjalafals og þjófnað á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík þvertekur fyrir það að konan hafi brotið af sér. Sjá einnig: Kona handtekin vegna gruns um skjalafals og lyfjastuld Í yfirlýsingu sem send var til fjölmiðla segir að konan hafi á öllum stigum skráningar í bakvarðaveit upplýst yfirboðara um menntun og reynslu hennar. Lögfræðingur konunnar, Jón Bjarni Kristjánsson, segir í yfirlýsingunni að konan hafi starfað við umönnun í áraraðir og hafi sótt nám við enska skóla og háskóla við sjúkraliðun og „nursing assistant“ Konan hafi þá reynt að fá menntun hennar metna hjá íslenskum háskólum til þess að öðlast tilskilin starfsleyfi. Áður en til þess kom hafi verið óskað eftir aðstoð að vestan. „Þar gekk hún í þau störf sem yfirboðarar hennar fólu henni, svo sem að snúa sjúklingum, taka hita, gefa þeim að drekka, þvo þvotta o.fl. Yfirvöld höfðu fengið allar upplýsingar um menntun hennar og reynslu. Hún fór aldrei leynt með að menntun hennar hefði enn ekki verið metin af háskólayfirvöldum á Íslandi en var boðin og búin til aðstoðar,“ segir í yfirlýsingunni. Lögfræðingurinn segir þá að aðrar ásakanir á hendur konunni séu fjarstæðukenndar og úr lausu lofti gripnar. Konan væntir þess að lögreglurannsókn hreinsi hana af ávirðingunum og hefur biðlað til fjölmiðla að stilla málatilbúnað gegn henni í hóf þar til að niðurstöður rannsókna liggja fyrir. Sjá einnig: Sýni bakvarðasveitarinnar á Bergi neikvæð Eftir að konan var handtekin voru sýni tekin úr henni og öðrum meðlimum bakvarðasveitarinnar sem var sett í sóttkví í heild sinni. Öll sýnin sem tekin voru greindust neikvæð samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Lögfræðingur konunnar sem sökuð er um að hafa villt á sér heimildir þegar hún gekk til liðs við bakvarðasveit og er grunuð um skjalafals og þjófnað á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík þvertekur fyrir það að konan hafi brotið af sér. Sjá einnig: Kona handtekin vegna gruns um skjalafals og lyfjastuld Í yfirlýsingu sem send var til fjölmiðla segir að konan hafi á öllum stigum skráningar í bakvarðaveit upplýst yfirboðara um menntun og reynslu hennar. Lögfræðingur konunnar, Jón Bjarni Kristjánsson, segir í yfirlýsingunni að konan hafi starfað við umönnun í áraraðir og hafi sótt nám við enska skóla og háskóla við sjúkraliðun og „nursing assistant“ Konan hafi þá reynt að fá menntun hennar metna hjá íslenskum háskólum til þess að öðlast tilskilin starfsleyfi. Áður en til þess kom hafi verið óskað eftir aðstoð að vestan. „Þar gekk hún í þau störf sem yfirboðarar hennar fólu henni, svo sem að snúa sjúklingum, taka hita, gefa þeim að drekka, þvo þvotta o.fl. Yfirvöld höfðu fengið allar upplýsingar um menntun hennar og reynslu. Hún fór aldrei leynt með að menntun hennar hefði enn ekki verið metin af háskólayfirvöldum á Íslandi en var boðin og búin til aðstoðar,“ segir í yfirlýsingunni. Lögfræðingurinn segir þá að aðrar ásakanir á hendur konunni séu fjarstæðukenndar og úr lausu lofti gripnar. Konan væntir þess að lögreglurannsókn hreinsi hana af ávirðingunum og hefur biðlað til fjölmiðla að stilla málatilbúnað gegn henni í hóf þar til að niðurstöður rannsókna liggja fyrir. Sjá einnig: Sýni bakvarðasveitarinnar á Bergi neikvæð Eftir að konan var handtekin voru sýni tekin úr henni og öðrum meðlimum bakvarðasveitarinnar sem var sett í sóttkví í heild sinni. Öll sýnin sem tekin voru greindust neikvæð samkvæmt upplýsingum fréttastofu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira