Morðið í Hafnarfirði: Lögregla var á heimilinu fimm tímum fyrir andlátið Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. apríl 2020 18:30 Lögregla í Hafnarfirði hafði áður verið kölluð til vegna ástands mannsins, sem grunaður er um að hafa orðið móður sinni að bana aðfaranótt mánudags. Fimm klukkustundum síðar er hann talinn hafa raðist á móður sína. Yfirlögregluþjónn segir að ekki hafi verið lagaskilyrði til að fjarlægja manninn af heimilinu í fyrra útkallinu. Embætti héraðssaksóknara hefur verið upplýst um atburðarásina. Maðurinn, sem er um þrítugt, var úrskurðaður í ellefu daga gæsluvarðhald síðasta þriðjudag. Hann er grunaður um að hafa orðið móður sinni að bana á heimili þeirra í Hafnarfirði um klukkan hálf tvö, aðfaranótt mánudagsins 6. apríl. Banameinið er talið vera hnífstunga. Samkvæmt heimildum fréttastofu á maðurinn við geð- og fíknivandamál að stríða. Hann hafði búið hjá móður sinni og stjúpföður um tíma. Þá herma heimildir fréttastofu að móðirin hafi glímt við veikindi og kvöldið áður en hún var myrt höfðu hún og sambýlismaður hennar kallað til lögreglu á heimilið þar sem móðirin gat ekki sofið vegna ástands sonarins. Lögreglumenn mættu á staðinn og voru þar í nokkurn tíma, ræddu við manninn og fóru svo. Tæplega fimm klukkustundum síðar er maðurinn grunaður um að hafa ráðist á móður sína og stjúpföður með þeim afleiðingum að stjúpfaðirinn slasaðist og móðirin lést. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/baldur hrafnkell Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn, staðfestir að útkall hafi borist á umrætt heimili, kvöldið áður en konan lést. Hann segir að viðbrögð lögreglu við fyrsta útkallinu hafi þegar sætt skoðun embættisins og ekkert hafi komið fram um að vinnubrögð lögreglumanna hefðu átt að vera með öðrum hætti. Öll samskipti af heimilinu séu til á búkmyndavélum og hafi verið yfirfarin. Mat embættisins sé að ekki hafi verið lagaskilyrði fyrir hendi til að fjarlægja manninn af heimilinu í fyrra skiptið. Hins vegar hafi málavextir verið kynntir Héraðssaksóknara sem muni taka við rannsókn málsins á síðari stigum. Atburðarásin frá því fyrr um kvöldið sé hluti af rannsókn málsins. Þá segir Karl Steinar að stöðugt sé verið að rýna viðbrögð lögreglu í málum sem þessum. Lögreglumál Hafnarfjörður Grunaður um manndráp í Hafnarfirði Tengdar fréttir Einn í gæsluvarðhald í tengslum við andlátið í Hafnarfirði Karlmaður um þrítugt var í kvöld í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í ellefu daga gæsluvarðhald 6. apríl 2020 20:30 Tvö andlát rannsökuð sem sakamál: Aukin hætta á heimilisofbeldi á tímum COVID-19 Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna láts konu um sextugt í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt. Þriðji karlmaðurinn er í gæsluvarðhaldi í tengslum við lát konu í Sandgerði fyrir rúmri viku. 6. apríl 2020 19:35 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Lögregla í Hafnarfirði hafði áður verið kölluð til vegna ástands mannsins, sem grunaður er um að hafa orðið móður sinni að bana aðfaranótt mánudags. Fimm klukkustundum síðar er hann talinn hafa raðist á móður sína. Yfirlögregluþjónn segir að ekki hafi verið lagaskilyrði til að fjarlægja manninn af heimilinu í fyrra útkallinu. Embætti héraðssaksóknara hefur verið upplýst um atburðarásina. Maðurinn, sem er um þrítugt, var úrskurðaður í ellefu daga gæsluvarðhald síðasta þriðjudag. Hann er grunaður um að hafa orðið móður sinni að bana á heimili þeirra í Hafnarfirði um klukkan hálf tvö, aðfaranótt mánudagsins 6. apríl. Banameinið er talið vera hnífstunga. Samkvæmt heimildum fréttastofu á maðurinn við geð- og fíknivandamál að stríða. Hann hafði búið hjá móður sinni og stjúpföður um tíma. Þá herma heimildir fréttastofu að móðirin hafi glímt við veikindi og kvöldið áður en hún var myrt höfðu hún og sambýlismaður hennar kallað til lögreglu á heimilið þar sem móðirin gat ekki sofið vegna ástands sonarins. Lögreglumenn mættu á staðinn og voru þar í nokkurn tíma, ræddu við manninn og fóru svo. Tæplega fimm klukkustundum síðar er maðurinn grunaður um að hafa ráðist á móður sína og stjúpföður með þeim afleiðingum að stjúpfaðirinn slasaðist og móðirin lést. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/baldur hrafnkell Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn, staðfestir að útkall hafi borist á umrætt heimili, kvöldið áður en konan lést. Hann segir að viðbrögð lögreglu við fyrsta útkallinu hafi þegar sætt skoðun embættisins og ekkert hafi komið fram um að vinnubrögð lögreglumanna hefðu átt að vera með öðrum hætti. Öll samskipti af heimilinu séu til á búkmyndavélum og hafi verið yfirfarin. Mat embættisins sé að ekki hafi verið lagaskilyrði fyrir hendi til að fjarlægja manninn af heimilinu í fyrra skiptið. Hins vegar hafi málavextir verið kynntir Héraðssaksóknara sem muni taka við rannsókn málsins á síðari stigum. Atburðarásin frá því fyrr um kvöldið sé hluti af rannsókn málsins. Þá segir Karl Steinar að stöðugt sé verið að rýna viðbrögð lögreglu í málum sem þessum.
Lögreglumál Hafnarfjörður Grunaður um manndráp í Hafnarfirði Tengdar fréttir Einn í gæsluvarðhald í tengslum við andlátið í Hafnarfirði Karlmaður um þrítugt var í kvöld í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í ellefu daga gæsluvarðhald 6. apríl 2020 20:30 Tvö andlát rannsökuð sem sakamál: Aukin hætta á heimilisofbeldi á tímum COVID-19 Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna láts konu um sextugt í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt. Þriðji karlmaðurinn er í gæsluvarðhaldi í tengslum við lát konu í Sandgerði fyrir rúmri viku. 6. apríl 2020 19:35 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Einn í gæsluvarðhald í tengslum við andlátið í Hafnarfirði Karlmaður um þrítugt var í kvöld í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í ellefu daga gæsluvarðhald 6. apríl 2020 20:30
Tvö andlát rannsökuð sem sakamál: Aukin hætta á heimilisofbeldi á tímum COVID-19 Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna láts konu um sextugt í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt. Þriðji karlmaðurinn er í gæsluvarðhaldi í tengslum við lát konu í Sandgerði fyrir rúmri viku. 6. apríl 2020 19:35