Íslendingur kom að sögulegum aðskilnaði síamstvíbura Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. maí 2020 07:00 Jón Tómasson að æfa undirbúning svæfingar í hermiþjálfun. Íslenskur barnasvæfingarlæknir kom að umönnun samtengdra tvíbura sem tókst að skilja að í vel heppnaðri aðgerð í lok síðasta árs. Tvíburasysturnar eiga framtíðina fyrir sér en innan við fjórðungur lifir aðgerðina af. Fjallað var um aðgerðina á vef barnasjúkrahússins í Minnesota á dögunum þar sem rætt var við foreldra tvíburasystranna og skurðlækni sem fór fyrir læknateyminu. Jón Tómasson, fimmtugur íslenskur barnasvæfingalæknir, tók þátt í aðgerðinni. Afar sjaldgæf staða Hjónin Breanna og Blake áttu von á barni og fljótlega kom í ljós að um tvíbura var að ræða. Á níundu viku meðgöngu kviknaði svo grunur um að um samtengda tvíbura væri að ræða. Sá grunur fékkst staðfestur mánuði síðar. „Samtengdir tvíburar eru sjaldgæfir, afar sjaldgæfir. En við leggjum ekki í að reikna út líkurnar á því að þeir séu fastir saman á þennan hátt,“ segir Joseph Lillegard, skurðlæknir á sjúkrahúsinu. Tvíburarnir voru fastir saman á bakinu, við mænuna. Umfjöllunin á vef barnasjúkrahússins. Á Vísindavef Háskóla Íslands má finna fróðleik um síamstvíbura. Þar kemur fram að í kringum 70% síamstvíbura eru samvaxnir annaðhvort á efri eða neðri hluta bringu. Í um 20% tilfella eru þeir samvaxnir á bakhluta og þá oftast á rassi. Í 5% tilfella eru þeir samvaxnir á höfði og með aðskilda búka. Systurnar fæddust á 35. viku í Minneappolis og foreldrarnir héldu heim með stúlkurnar vitandi að framundan væri endurkoma á sjúkrahúsið vegna næsta skrefs; að skilja systurnar að. Óvissan erfiðust Þegar systurnar, Emersynn og Ellerie, voru orðnar sjö mánaða héldu foreldrarnir með þær á sjúkrahúsið. Þau ræða upplifun sína á vef sjúkrahússins. „Ég man bara að ég horfði á Lillegard lækni og hún (Breanna) horfði á Lillegard og sagði „Þú klárar dæmið“ og hann horfði í augu hennar og sagði, „Ég klára dæmið“,“ segir pabbinn, Blake. Heitið síamstvíburar (e. Siamese twins) er komið frá þekktustu samtengdu tvíburum allra tíma, Chang og Eng Bunker (1811-1874) sem fæddust í Tælandi sem þá hét Síam. Þeir voru samvaxnir á flagbrjóski (neðri hluta bringu).Chang og Eng fluttu til Bandaríkjanna og komu þar víða fram og einnig Evrópu. Hvarvetna vöktu þeir mikla athygli.Í kjölfar frægðar þeirra var farið að nota orðið síamstvíburar sem samheiti fyrir alla samtengda tvíbura. Fyrsta tilfelli um samtengda tvíbura sem vitað er um eru hins vegar bresku systurnar Mary og Eliza Chulkhurst sem voru uppi á 12. öld. Þær voru líklega samvaxnar á bakhluta. Tvíburasystrunum var rúllað í burtu eldsnemma að morgni og við tók löng bið foreldranna. „Það sem við óttuðumst mest held ég var óvissan. Að vita ekki hvort þú farir heim með bæði börnin eða hvorugt, hlutir eins og það,“ segir Breanna. Uppgefnir á líkama og sál 25 úr heilbrigðisteymi sjúkrahússins komu að aðgerðinni sem tók tólf klukkstundir. Aðgerðin gekk vel og systurnar Emersynn og Ellerie voru aðskildar samkvæmt áætlun. Teymið hélt á biðstofuna til að segja foreldrunum fréttirnar. Hjónin með Dr. Lillegard og tveimur úr læknateyminu til viðbótar.https://www.childrensmn.org/ „Maður sá það á andlitum þeirra hve uppgefnir þeir voru, bæði líkamlega og tilfinningalega,“ segir Blake. Lillegard skurðlæknir segist afar stoltur af læknateyminu, skurðlæknunum, svæfingalæknunum og öðrum á skurðstofunni. Vaxa og dafna Systrunum var komið fyrir í herbergjum hlið við hlið með gluggavegg á milli. Þannig gátu foreldrarnir verið hvort í sínu herberginu og séð bæði börnin í einu. Systurnar fóru svo heim með foreldrum sínum stálslegnar. Þau lýsa miklu þakklæti í garð spítalans og nú, fimm mánuðum síðar, dafna stelpurnar vel og fagna eins árs afmæli um þessar mundir. Lillegard læknir segir stelpurnar eiga framtíðina fyrir sér og aðgerðin ætti ekki að takmarka möguleika þeirra að ráði til eðlilegs lífs. Ekkert fyrir sviðsljósið Jón, sem hefur starfað á sjúkrahúsinu í tíu ár, segist ekki geta tjáð sig um aðgerðina sökum þagnarskyldu umfram það sem fram kemur á heimasíðu sjúkrahússins. Þetta er í annað skiptið á tiltölulega skömmum tíma sem sjúkrahúsið framkvæmir aðgerð á samvöxnum tvíburum og var Jón hluti af teyminu í bæði skiptin. Jón leggur áherslu á að hann var aðeins einn af fjölda fagaðila sem hjálpuðu til við fyrrnefnda aðgerð. Greinilegt er að Jón er ekki mikið fyrir sviðsljósið heldur lætur verkin tala. Mikið álag er á svæfingarlæknum víða um heim vegna kórónuveirufaraldursins en þeir eru í lykilhlutverki á gjörgæsludeildum sjúkrahúsa. Greinilegt er að Jón hefur fylgst með árangrinum sem náðst hefur á Íslandi og segist mjög stoltur af kollegum sínum heima fyrir vel unnin Covid-störf. Ákvað ellefu ára að verða læknir Það gagnast blaðamanni vel að þótt Jón vilji lítið flagga árangri sínum á sviði læknisfræðinnar ytra þá virðist hann hafa verið því sem næst píndur í viðtal í Morgunblaðinu árið 1997. Þá hafði hann dúxað í læknadeildinni og starfaði á kandídatsári sínu á sjúkrahúsinu á Akranesi. Það hafði hann valið til að geta prófað sem allra mest á kandídatsárinu. Viðtal við Jón Tómasson í Morgunblaðinu árið 1997. Hann var þá 27 ára kandídat við störf á sjúkrahúsinu á Akureyri.Tímarit. Elín Pálmadóttir, blaðakona á Morgunblaðinu, lýsir því þegar hún stígur úr Akraborginni á leið til fundar við lækninn unga, þá 27 ára. Að velta framtíðinni fyrir sér. Stefndi líklega í krabbameinslækningar eða barnalækningar, sem varð raunin. Jón hafði útskrifast úr MR með láði, farið ár í skiptinám til Nýja-Sjálands og ferðast um Bandaríkin áður en hann fór í læknanámið. Allan tímann meðvitaður um að ferðalög yrðu líklega ekki mikið í boði á meðan læknanámi stæði. Ellefu ára hafði hann ákveðið að verða læknir þótt enginn í fjölskyldunni gegndi því starfi. Viðtalið má lesa í heild á Tímarit.is en blaðamanni fannst sérstaklega áhugavert svar Jóns við spurningunni hvort hann liti á læknisstarfið sem viðgerðir á líkamshlutum? Þá kom á unga lækninn. Nei, nei, ég tel mig ekki vera að stunda þetta sem einhvers konar verkstæðisvinnu. Frá faglegri færni lítur þetta kannski stundum út eins og það séu hálfgerðar bílaviðgerðir. En sé almennilega að staðið er í þessu starfi komið inn á svo marga þætti í lífi fólksins sem verið er að vinna með. Ég lít þannig á hlutverkið að ég vilji gera allt sem í mínu valdi stendur til að koma sjúklingnum til góða. Þó maður snúi sér kannski hverju sinni að vandamálinu sem er mest aðkallandi, reynir maður að spá svolítið í hvað geti verið undirliggjandi, lífshættir og fleira. Þó ekki sé kannski nægilega mikið vitað um hvernig sjúkdómar þróast, finnst mér forvarnir vera mikilvægur hluti af læknisfræðinni og lækningum. Allt betra heilt en vel gróið. Jón Tómasson, 27 ára kandídat Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjá meira
Íslenskur barnasvæfingarlæknir kom að umönnun samtengdra tvíbura sem tókst að skilja að í vel heppnaðri aðgerð í lok síðasta árs. Tvíburasysturnar eiga framtíðina fyrir sér en innan við fjórðungur lifir aðgerðina af. Fjallað var um aðgerðina á vef barnasjúkrahússins í Minnesota á dögunum þar sem rætt var við foreldra tvíburasystranna og skurðlækni sem fór fyrir læknateyminu. Jón Tómasson, fimmtugur íslenskur barnasvæfingalæknir, tók þátt í aðgerðinni. Afar sjaldgæf staða Hjónin Breanna og Blake áttu von á barni og fljótlega kom í ljós að um tvíbura var að ræða. Á níundu viku meðgöngu kviknaði svo grunur um að um samtengda tvíbura væri að ræða. Sá grunur fékkst staðfestur mánuði síðar. „Samtengdir tvíburar eru sjaldgæfir, afar sjaldgæfir. En við leggjum ekki í að reikna út líkurnar á því að þeir séu fastir saman á þennan hátt,“ segir Joseph Lillegard, skurðlæknir á sjúkrahúsinu. Tvíburarnir voru fastir saman á bakinu, við mænuna. Umfjöllunin á vef barnasjúkrahússins. Á Vísindavef Háskóla Íslands má finna fróðleik um síamstvíbura. Þar kemur fram að í kringum 70% síamstvíbura eru samvaxnir annaðhvort á efri eða neðri hluta bringu. Í um 20% tilfella eru þeir samvaxnir á bakhluta og þá oftast á rassi. Í 5% tilfella eru þeir samvaxnir á höfði og með aðskilda búka. Systurnar fæddust á 35. viku í Minneappolis og foreldrarnir héldu heim með stúlkurnar vitandi að framundan væri endurkoma á sjúkrahúsið vegna næsta skrefs; að skilja systurnar að. Óvissan erfiðust Þegar systurnar, Emersynn og Ellerie, voru orðnar sjö mánaða héldu foreldrarnir með þær á sjúkrahúsið. Þau ræða upplifun sína á vef sjúkrahússins. „Ég man bara að ég horfði á Lillegard lækni og hún (Breanna) horfði á Lillegard og sagði „Þú klárar dæmið“ og hann horfði í augu hennar og sagði, „Ég klára dæmið“,“ segir pabbinn, Blake. Heitið síamstvíburar (e. Siamese twins) er komið frá þekktustu samtengdu tvíburum allra tíma, Chang og Eng Bunker (1811-1874) sem fæddust í Tælandi sem þá hét Síam. Þeir voru samvaxnir á flagbrjóski (neðri hluta bringu).Chang og Eng fluttu til Bandaríkjanna og komu þar víða fram og einnig Evrópu. Hvarvetna vöktu þeir mikla athygli.Í kjölfar frægðar þeirra var farið að nota orðið síamstvíburar sem samheiti fyrir alla samtengda tvíbura. Fyrsta tilfelli um samtengda tvíbura sem vitað er um eru hins vegar bresku systurnar Mary og Eliza Chulkhurst sem voru uppi á 12. öld. Þær voru líklega samvaxnar á bakhluta. Tvíburasystrunum var rúllað í burtu eldsnemma að morgni og við tók löng bið foreldranna. „Það sem við óttuðumst mest held ég var óvissan. Að vita ekki hvort þú farir heim með bæði börnin eða hvorugt, hlutir eins og það,“ segir Breanna. Uppgefnir á líkama og sál 25 úr heilbrigðisteymi sjúkrahússins komu að aðgerðinni sem tók tólf klukkstundir. Aðgerðin gekk vel og systurnar Emersynn og Ellerie voru aðskildar samkvæmt áætlun. Teymið hélt á biðstofuna til að segja foreldrunum fréttirnar. Hjónin með Dr. Lillegard og tveimur úr læknateyminu til viðbótar.https://www.childrensmn.org/ „Maður sá það á andlitum þeirra hve uppgefnir þeir voru, bæði líkamlega og tilfinningalega,“ segir Blake. Lillegard skurðlæknir segist afar stoltur af læknateyminu, skurðlæknunum, svæfingalæknunum og öðrum á skurðstofunni. Vaxa og dafna Systrunum var komið fyrir í herbergjum hlið við hlið með gluggavegg á milli. Þannig gátu foreldrarnir verið hvort í sínu herberginu og séð bæði börnin í einu. Systurnar fóru svo heim með foreldrum sínum stálslegnar. Þau lýsa miklu þakklæti í garð spítalans og nú, fimm mánuðum síðar, dafna stelpurnar vel og fagna eins árs afmæli um þessar mundir. Lillegard læknir segir stelpurnar eiga framtíðina fyrir sér og aðgerðin ætti ekki að takmarka möguleika þeirra að ráði til eðlilegs lífs. Ekkert fyrir sviðsljósið Jón, sem hefur starfað á sjúkrahúsinu í tíu ár, segist ekki geta tjáð sig um aðgerðina sökum þagnarskyldu umfram það sem fram kemur á heimasíðu sjúkrahússins. Þetta er í annað skiptið á tiltölulega skömmum tíma sem sjúkrahúsið framkvæmir aðgerð á samvöxnum tvíburum og var Jón hluti af teyminu í bæði skiptin. Jón leggur áherslu á að hann var aðeins einn af fjölda fagaðila sem hjálpuðu til við fyrrnefnda aðgerð. Greinilegt er að Jón er ekki mikið fyrir sviðsljósið heldur lætur verkin tala. Mikið álag er á svæfingarlæknum víða um heim vegna kórónuveirufaraldursins en þeir eru í lykilhlutverki á gjörgæsludeildum sjúkrahúsa. Greinilegt er að Jón hefur fylgst með árangrinum sem náðst hefur á Íslandi og segist mjög stoltur af kollegum sínum heima fyrir vel unnin Covid-störf. Ákvað ellefu ára að verða læknir Það gagnast blaðamanni vel að þótt Jón vilji lítið flagga árangri sínum á sviði læknisfræðinnar ytra þá virðist hann hafa verið því sem næst píndur í viðtal í Morgunblaðinu árið 1997. Þá hafði hann dúxað í læknadeildinni og starfaði á kandídatsári sínu á sjúkrahúsinu á Akranesi. Það hafði hann valið til að geta prófað sem allra mest á kandídatsárinu. Viðtal við Jón Tómasson í Morgunblaðinu árið 1997. Hann var þá 27 ára kandídat við störf á sjúkrahúsinu á Akureyri.Tímarit. Elín Pálmadóttir, blaðakona á Morgunblaðinu, lýsir því þegar hún stígur úr Akraborginni á leið til fundar við lækninn unga, þá 27 ára. Að velta framtíðinni fyrir sér. Stefndi líklega í krabbameinslækningar eða barnalækningar, sem varð raunin. Jón hafði útskrifast úr MR með láði, farið ár í skiptinám til Nýja-Sjálands og ferðast um Bandaríkin áður en hann fór í læknanámið. Allan tímann meðvitaður um að ferðalög yrðu líklega ekki mikið í boði á meðan læknanámi stæði. Ellefu ára hafði hann ákveðið að verða læknir þótt enginn í fjölskyldunni gegndi því starfi. Viðtalið má lesa í heild á Tímarit.is en blaðamanni fannst sérstaklega áhugavert svar Jóns við spurningunni hvort hann liti á læknisstarfið sem viðgerðir á líkamshlutum? Þá kom á unga lækninn. Nei, nei, ég tel mig ekki vera að stunda þetta sem einhvers konar verkstæðisvinnu. Frá faglegri færni lítur þetta kannski stundum út eins og það séu hálfgerðar bílaviðgerðir. En sé almennilega að staðið er í þessu starfi komið inn á svo marga þætti í lífi fólksins sem verið er að vinna með. Ég lít þannig á hlutverkið að ég vilji gera allt sem í mínu valdi stendur til að koma sjúklingnum til góða. Þó maður snúi sér kannski hverju sinni að vandamálinu sem er mest aðkallandi, reynir maður að spá svolítið í hvað geti verið undirliggjandi, lífshættir og fleira. Þó ekki sé kannski nægilega mikið vitað um hvernig sjúkdómar þróast, finnst mér forvarnir vera mikilvægur hluti af læknisfræðinni og lækningum. Allt betra heilt en vel gróið. Jón Tómasson, 27 ára kandídat
Heitið síamstvíburar (e. Siamese twins) er komið frá þekktustu samtengdu tvíburum allra tíma, Chang og Eng Bunker (1811-1874) sem fæddust í Tælandi sem þá hét Síam. Þeir voru samvaxnir á flagbrjóski (neðri hluta bringu).Chang og Eng fluttu til Bandaríkjanna og komu þar víða fram og einnig Evrópu. Hvarvetna vöktu þeir mikla athygli.Í kjölfar frægðar þeirra var farið að nota orðið síamstvíburar sem samheiti fyrir alla samtengda tvíbura. Fyrsta tilfelli um samtengda tvíbura sem vitað er um eru hins vegar bresku systurnar Mary og Eliza Chulkhurst sem voru uppi á 12. öld. Þær voru líklega samvaxnar á bakhluta.
Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjá meira