„Algjört áfall“ að frétta af því að bakvörðurinn væri grunaður um svik Sylvía Hall skrifar 11. apríl 2020 21:23 Agnes Veronika Hauksdóttir og Valgerður Pálsdóttir. Vísir Agnes Veronika Hauksdóttir segir það hafa verið mikið áfall að heyra af því að kona úr bakvarðasveitinni væri grunuð um skjalafals og lyfjastuld. Hún hafi treyst því að þeir sem byðu sig fram í slíkt verkefni gerðu það af heilum hug. Hún og Valgerður Pálsdóttir eru báðar bakverðir í bakvarðasveitinni fyrir vestan. Þær ræddu málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við fengum eiginlega bara ábendingar um það. Hún var búin að segja okkur að hún væri mjög lærð þannig það voru sumar sem voru farnar að hafa efasemdir,“ segir Agnes. Valgerður tekur í sama streng og segir konuna hafa sagt frá því að hún væri með menntun frá Skotlandi og reynslumikil þegar kæmi að heilbrigðisstörfum. „Það var ýmsilegt sem hún taldi til en við vissum að hún var að vinna í að fá samþykkt þetta próf sitt, hún sagði okkur það.“ Agnes segir grunsemdir strax hafa vaknað þegar hún framvísaði erlendu leyfisbréfi. Því hafði starfsfólkið haft varann á. Þá var hjúkrunarfræðinemi með henni við störf og hjúkrunarfræðingur á bakvakt í sama húsi. „Svo fengum við ábendingar þegar hún setti mynd af sér á Instagram að hún væri að „hjúkkast“, þá fékk fólk svolítið sjokk sem þekkir til hennar.“ Léttir að vera ekki smitaðar Allir í bakvarðasveitinni voru sendir í sóttkví eftir handtöku konunnar og voru sýni tekin úr þeim í gær. Rannsókn á sýnunum leiddi í ljós að enginn meðlimur sveitarinnar var smitaður. „Það var mikill léttir í morgun þegar við fengum skilaboðin um að við værum allar neikvæðar. Þess vegna erum við mjög glaðar að geta haldið áfram að sinna starfinu,“ segir Agnes. Valgerður segist hafa rætt við konuna í gærmorgun þegar hún hafði lokið vakt. Stuttu síðar fór Valgerður í göngutúr og var því ekki á svæðinu þegar lögreglan kom og sótti konuna. „Ég var mjög fegin að þurfa ekki að verða vitni að því.“ Þá segjast þær trúa því að þetta atvik sé einsdæmi. Þó sé um sérstakar aðstæður að ræða og því hafi svona mistök getað komið upp. „Og þetta ber allt mjög brátt að og það eru allir að reyna að gera sitt besta og við munum gera það áfram. Við erum auðvitað mjög glaðar með að við erum allar neikvæðar og erum ekki með smit. Við erum mjög jákvæðar í dag,“ segir Valgerður. Viðtalið við Agnesi og Valgerði má sjá í fullri lengd hér að neðan. Klippa: Viðtal við bakverðina í heild sinni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Tengdar fréttir Bakvörðurinn kærður fyrir fjársvik á síðasta ári Konan sem grunuð er um skjalafals vegna starfa sem bakvörður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík sætir einnig rannsókn hjá lögreglu fyrir meint fjársvik. Hún er grunuð um að hafa áður og ítrekað villt á sér heimildir. 11. apríl 2020 18:30 Sýni bakvarðasveitarinnar á Bergi neikvæð Rannsókn á sýnum teknum úr meðlimum bakvarðasveitarinnar sem starfað hefur á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er lokið. 11. apríl 2020 10:24 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Sjá meira
Agnes Veronika Hauksdóttir segir það hafa verið mikið áfall að heyra af því að kona úr bakvarðasveitinni væri grunuð um skjalafals og lyfjastuld. Hún hafi treyst því að þeir sem byðu sig fram í slíkt verkefni gerðu það af heilum hug. Hún og Valgerður Pálsdóttir eru báðar bakverðir í bakvarðasveitinni fyrir vestan. Þær ræddu málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við fengum eiginlega bara ábendingar um það. Hún var búin að segja okkur að hún væri mjög lærð þannig það voru sumar sem voru farnar að hafa efasemdir,“ segir Agnes. Valgerður tekur í sama streng og segir konuna hafa sagt frá því að hún væri með menntun frá Skotlandi og reynslumikil þegar kæmi að heilbrigðisstörfum. „Það var ýmsilegt sem hún taldi til en við vissum að hún var að vinna í að fá samþykkt þetta próf sitt, hún sagði okkur það.“ Agnes segir grunsemdir strax hafa vaknað þegar hún framvísaði erlendu leyfisbréfi. Því hafði starfsfólkið haft varann á. Þá var hjúkrunarfræðinemi með henni við störf og hjúkrunarfræðingur á bakvakt í sama húsi. „Svo fengum við ábendingar þegar hún setti mynd af sér á Instagram að hún væri að „hjúkkast“, þá fékk fólk svolítið sjokk sem þekkir til hennar.“ Léttir að vera ekki smitaðar Allir í bakvarðasveitinni voru sendir í sóttkví eftir handtöku konunnar og voru sýni tekin úr þeim í gær. Rannsókn á sýnunum leiddi í ljós að enginn meðlimur sveitarinnar var smitaður. „Það var mikill léttir í morgun þegar við fengum skilaboðin um að við værum allar neikvæðar. Þess vegna erum við mjög glaðar að geta haldið áfram að sinna starfinu,“ segir Agnes. Valgerður segist hafa rætt við konuna í gærmorgun þegar hún hafði lokið vakt. Stuttu síðar fór Valgerður í göngutúr og var því ekki á svæðinu þegar lögreglan kom og sótti konuna. „Ég var mjög fegin að þurfa ekki að verða vitni að því.“ Þá segjast þær trúa því að þetta atvik sé einsdæmi. Þó sé um sérstakar aðstæður að ræða og því hafi svona mistök getað komið upp. „Og þetta ber allt mjög brátt að og það eru allir að reyna að gera sitt besta og við munum gera það áfram. Við erum auðvitað mjög glaðar með að við erum allar neikvæðar og erum ekki með smit. Við erum mjög jákvæðar í dag,“ segir Valgerður. Viðtalið við Agnesi og Valgerði má sjá í fullri lengd hér að neðan. Klippa: Viðtal við bakverðina í heild sinni
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Tengdar fréttir Bakvörðurinn kærður fyrir fjársvik á síðasta ári Konan sem grunuð er um skjalafals vegna starfa sem bakvörður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík sætir einnig rannsókn hjá lögreglu fyrir meint fjársvik. Hún er grunuð um að hafa áður og ítrekað villt á sér heimildir. 11. apríl 2020 18:30 Sýni bakvarðasveitarinnar á Bergi neikvæð Rannsókn á sýnum teknum úr meðlimum bakvarðasveitarinnar sem starfað hefur á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er lokið. 11. apríl 2020 10:24 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Sjá meira
Bakvörðurinn kærður fyrir fjársvik á síðasta ári Konan sem grunuð er um skjalafals vegna starfa sem bakvörður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík sætir einnig rannsókn hjá lögreglu fyrir meint fjársvik. Hún er grunuð um að hafa áður og ítrekað villt á sér heimildir. 11. apríl 2020 18:30
Sýni bakvarðasveitarinnar á Bergi neikvæð Rannsókn á sýnum teknum úr meðlimum bakvarðasveitarinnar sem starfað hefur á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er lokið. 11. apríl 2020 10:24