Boris Johnson útskrifaður af sjúkrahúsi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. apríl 2020 15:14 Boris Johnson þakkar heilbrigðisstarfsfólki fyrir að hafa bjargað lífi sínu. EPA-EFE/PIPPA FOWLES Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, var í dag útskrifaður af sjúkrahúsi eftir að hafa legið fárveikur á gjörgæslu vegna Covid-19. Forsætisráðuneytið tilkynnti í dag að hann muni ekki snúa aftur til vinnu strax en hann er enn að jafna sig eftir veikindin. Johnson birti þakkarmyndband á Twitter þar sem hann þakkaði heilbrigðisstarfsfólki Bretlands fyrir að hafa bjargað lífi sínu. „Ég get ekki þakkað þeim nægilega fyrir. Ég á þeim líf mitt að launa,“ sagði hann og þakkaði hann sérstaklega tveimur hjúkrunarfræðingum sem sinntu honum. Sjá einnig: Þakkar heilbrigðisstarfsfólki fyrir að hafa bjargað lífi sínu „Þegar uppi var staðið fékk líkami minn nægilegt súrefni vegna þess að þær stóðu vaktina alla nóttina og hugsuðu um mig og gripu inn í þegar þess þurfti,“ sagði Johnson. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, mun sinna störfum forsætisráðherra á meðan Johnson einbeitir sér að því að ná fullum bata, að ósk Johnson. Þegar þetta er skrifað hafa 79.885 verið greindir með kórónuveiruna í Bretlandi. Bretland er enn ekki komið yfir versta hjalla faraldursins eins og mörg önnur Evrópuríki sem hafa orðið illa úti í faraldrinum. Nú hafa 10.612 látist af völdum sjúkdómsins í Bretlandi. It is hard to find the words to express my debt to the NHS for saving my life.The efforts of millions of people across this country to stay home are worth it. Together we will overcome this challenge, as we have overcome so many challenges in the past. #StayHomeSaveLives pic.twitter.com/HK7Ch8BMB5— Boris Johnson #StayHomeSaveLives (@BorisJohnson) April 12, 2020 Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Boris fær að fara í stutta göngutúra Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er á batavegi eftir kórónuveirusmit. 10. apríl 2020 19:22 Boris Johnson laus af gjörgæslu Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands er laus af gjörgæsludeild en mun áfram liggja inni á sjúkrahúsi. 9. apríl 2020 18:52 Boris brattur á gjörgæslunni Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er ennþá á gjörgæslu eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. Hann er þó allur að koma til að sögn ráðherra í ríkisstjórn hans. 8. apríl 2020 20:51 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, var í dag útskrifaður af sjúkrahúsi eftir að hafa legið fárveikur á gjörgæslu vegna Covid-19. Forsætisráðuneytið tilkynnti í dag að hann muni ekki snúa aftur til vinnu strax en hann er enn að jafna sig eftir veikindin. Johnson birti þakkarmyndband á Twitter þar sem hann þakkaði heilbrigðisstarfsfólki Bretlands fyrir að hafa bjargað lífi sínu. „Ég get ekki þakkað þeim nægilega fyrir. Ég á þeim líf mitt að launa,“ sagði hann og þakkaði hann sérstaklega tveimur hjúkrunarfræðingum sem sinntu honum. Sjá einnig: Þakkar heilbrigðisstarfsfólki fyrir að hafa bjargað lífi sínu „Þegar uppi var staðið fékk líkami minn nægilegt súrefni vegna þess að þær stóðu vaktina alla nóttina og hugsuðu um mig og gripu inn í þegar þess þurfti,“ sagði Johnson. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, mun sinna störfum forsætisráðherra á meðan Johnson einbeitir sér að því að ná fullum bata, að ósk Johnson. Þegar þetta er skrifað hafa 79.885 verið greindir með kórónuveiruna í Bretlandi. Bretland er enn ekki komið yfir versta hjalla faraldursins eins og mörg önnur Evrópuríki sem hafa orðið illa úti í faraldrinum. Nú hafa 10.612 látist af völdum sjúkdómsins í Bretlandi. It is hard to find the words to express my debt to the NHS for saving my life.The efforts of millions of people across this country to stay home are worth it. Together we will overcome this challenge, as we have overcome so many challenges in the past. #StayHomeSaveLives pic.twitter.com/HK7Ch8BMB5— Boris Johnson #StayHomeSaveLives (@BorisJohnson) April 12, 2020
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Boris fær að fara í stutta göngutúra Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er á batavegi eftir kórónuveirusmit. 10. apríl 2020 19:22 Boris Johnson laus af gjörgæslu Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands er laus af gjörgæsludeild en mun áfram liggja inni á sjúkrahúsi. 9. apríl 2020 18:52 Boris brattur á gjörgæslunni Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er ennþá á gjörgæslu eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. Hann er þó allur að koma til að sögn ráðherra í ríkisstjórn hans. 8. apríl 2020 20:51 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Boris fær að fara í stutta göngutúra Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er á batavegi eftir kórónuveirusmit. 10. apríl 2020 19:22
Boris Johnson laus af gjörgæslu Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands er laus af gjörgæsludeild en mun áfram liggja inni á sjúkrahúsi. 9. apríl 2020 18:52
Boris brattur á gjörgæslunni Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er ennþá á gjörgæslu eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. Hann er þó allur að koma til að sögn ráðherra í ríkisstjórn hans. 8. apríl 2020 20:51