Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Kristján Már Unnarsson skrifar 13. apríl 2020 08:06 Frá eldgosinu í Eyjafjallajökli árið 2010. Raufarfellsbæirnir undir samnefndu felli sjást nær. Vísir/Vilhelm Gunnarsson. „Eyjafjallajökull, hann gerði okkur grikk. En á sama tíma gerði hann okkur líka greiða,“ segir Katrín Júlíusdóttir, sem var ráðherra ferðamála þegar Eyjafjallajökull gaus. „Við lentum náttúrlega þarna í miðjum heimsfréttum. Þetta varð gríðarlega mikil frétt og í raun og veru komst Ísland sem aldrei fyrr í sviðsljósið,“ segir Guðjón Arngrímsson, sem var upplýsingafulltrúi Icelandair. „Forvitni umheimsins virðist hafa verið vakin með svo hraustlegum hætti að ég held stundum að við höfum vanmetið hvað þetta hafði gríðarleg áhrif,“ segir Friðrik Pálsson, fyrsti formaður stjórnar Íslandsstofu og eigandi Hótels Rangár, um landkynningaráhrif gossins. Þau þrjú eru meðal viðmælenda í tveimur þáttum sem Stöð 2 hefur framleitt í tilefni tíu ára afmælis eldgossins í Eyjafjallajökli, en seinni þátturinn verður sýndur í kvöld. Skýr vitnisburður um stærð gossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. Sjá einnig hér: Eldgosið í Eyjafjallajökli meðal frétta áratugarins hjá Sky Meðal annarra atburða sem Sky taldi upp voru jarðskjálftinn á Haiti, drápið á Osama bin Laden, andlát Nelsons Mandela, Ebóla-faraldurinn, hryðjuverkaárásin í Bataclan-tónleikahúsinu í París, sigur Donalds Trump í bandarísku forsetakosningunum, fjöldamorðið við Mandalay Bay-hótelið í Las Vegas, Brexit og loftlagsmótmælin. Fyrri þátturinn um Eyjafjallajökul var sýndur á Stöð 2 síðastliðið mánudagskvöld. Síðari þátturinn verður sýndur á Stöð 2 í kvöld, á annan í páskum, kl. 18.40. Hér má sjá upphafskafla fyrri þáttarins: Gos á Fimmvörðuhálsi Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Rangárþing eystra Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Eldfjallafræðingurinn hafði aldrei séð svo stórkostlegan hraunfoss Hraunfossarnir sem fylgdu eldgosinu á Fimmvörðuhálsi eru með mögnuðustu náttúruundrum sem menn hafa orðið vitni að hérlendis. Tíu ár eru liðin um þessar mundir frá því tugþúsundir Íslendinga lögðu leið sína að gosstöðvunum. 12. apríl 2020 06:36 Hefur tvisvar á ævinni neyðst til að yfirgefa heimili sitt vegna eldgoss Kona undir Eyjafjöllum sem neyddist til að flytja af bújörð sinni eftir eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 hafði einnig lent í því sem barn að þurfa að flýja Heimaeyjargosið árið 1973. 6. apríl 2020 21:42 Er fyrst núna að geta talað um gosið án þess að fara að gráta Íbúar undir Eyjafjöllum, fulltrúar almannavarna og lögreglu, fólk sem vann að hjálparstarfi og forystumenn í ferðaþjónustu rifja upp eldgosið í Eyjafjallajökli í tveimur þáttum sem sýndir verða á Stöð 2. 5. apríl 2020 08:10 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Sjá meira
„Eyjafjallajökull, hann gerði okkur grikk. En á sama tíma gerði hann okkur líka greiða,“ segir Katrín Júlíusdóttir, sem var ráðherra ferðamála þegar Eyjafjallajökull gaus. „Við lentum náttúrlega þarna í miðjum heimsfréttum. Þetta varð gríðarlega mikil frétt og í raun og veru komst Ísland sem aldrei fyrr í sviðsljósið,“ segir Guðjón Arngrímsson, sem var upplýsingafulltrúi Icelandair. „Forvitni umheimsins virðist hafa verið vakin með svo hraustlegum hætti að ég held stundum að við höfum vanmetið hvað þetta hafði gríðarleg áhrif,“ segir Friðrik Pálsson, fyrsti formaður stjórnar Íslandsstofu og eigandi Hótels Rangár, um landkynningaráhrif gossins. Þau þrjú eru meðal viðmælenda í tveimur þáttum sem Stöð 2 hefur framleitt í tilefni tíu ára afmælis eldgossins í Eyjafjallajökli, en seinni þátturinn verður sýndur í kvöld. Skýr vitnisburður um stærð gossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. Sjá einnig hér: Eldgosið í Eyjafjallajökli meðal frétta áratugarins hjá Sky Meðal annarra atburða sem Sky taldi upp voru jarðskjálftinn á Haiti, drápið á Osama bin Laden, andlát Nelsons Mandela, Ebóla-faraldurinn, hryðjuverkaárásin í Bataclan-tónleikahúsinu í París, sigur Donalds Trump í bandarísku forsetakosningunum, fjöldamorðið við Mandalay Bay-hótelið í Las Vegas, Brexit og loftlagsmótmælin. Fyrri þátturinn um Eyjafjallajökul var sýndur á Stöð 2 síðastliðið mánudagskvöld. Síðari þátturinn verður sýndur á Stöð 2 í kvöld, á annan í páskum, kl. 18.40. Hér má sjá upphafskafla fyrri þáttarins:
Gos á Fimmvörðuhálsi Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Rangárþing eystra Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Eldfjallafræðingurinn hafði aldrei séð svo stórkostlegan hraunfoss Hraunfossarnir sem fylgdu eldgosinu á Fimmvörðuhálsi eru með mögnuðustu náttúruundrum sem menn hafa orðið vitni að hérlendis. Tíu ár eru liðin um þessar mundir frá því tugþúsundir Íslendinga lögðu leið sína að gosstöðvunum. 12. apríl 2020 06:36 Hefur tvisvar á ævinni neyðst til að yfirgefa heimili sitt vegna eldgoss Kona undir Eyjafjöllum sem neyddist til að flytja af bújörð sinni eftir eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 hafði einnig lent í því sem barn að þurfa að flýja Heimaeyjargosið árið 1973. 6. apríl 2020 21:42 Er fyrst núna að geta talað um gosið án þess að fara að gráta Íbúar undir Eyjafjöllum, fulltrúar almannavarna og lögreglu, fólk sem vann að hjálparstarfi og forystumenn í ferðaþjónustu rifja upp eldgosið í Eyjafjallajökli í tveimur þáttum sem sýndir verða á Stöð 2. 5. apríl 2020 08:10 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Sjá meira
Eldfjallafræðingurinn hafði aldrei séð svo stórkostlegan hraunfoss Hraunfossarnir sem fylgdu eldgosinu á Fimmvörðuhálsi eru með mögnuðustu náttúruundrum sem menn hafa orðið vitni að hérlendis. Tíu ár eru liðin um þessar mundir frá því tugþúsundir Íslendinga lögðu leið sína að gosstöðvunum. 12. apríl 2020 06:36
Hefur tvisvar á ævinni neyðst til að yfirgefa heimili sitt vegna eldgoss Kona undir Eyjafjöllum sem neyddist til að flytja af bújörð sinni eftir eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 hafði einnig lent í því sem barn að þurfa að flýja Heimaeyjargosið árið 1973. 6. apríl 2020 21:42
Er fyrst núna að geta talað um gosið án þess að fara að gráta Íbúar undir Eyjafjöllum, fulltrúar almannavarna og lögreglu, fólk sem vann að hjálparstarfi og forystumenn í ferðaþjónustu rifja upp eldgosið í Eyjafjallajökli í tveimur þáttum sem sýndir verða á Stöð 2. 5. apríl 2020 08:10