Færri leituð á COVID-göngudeild Landspítalans um páskana Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. apríl 2020 13:36 Stofurgangur á A-19. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell Komum á COVID-göngudeild Landspítalans fækkaði um páskana. Yfirlæknir segir það til marks um að dregið hafi úr faraldrinum. Nærri átta hundruð manns eru nú í eftirliti hjá deildinni. Síðustu daga hefur þeim fækkað sem greinst hafa með kórónuveiruna hér á landi. Í gær greindust aðeins tólf með veiruna og virðist faraldurinn vera í rénun. „Það endurspeglast alveg á starfseminni hjá okkur á göngudeildinni að það dregur úr faraldrinum þannig að það eru færri komur til okkar núna yfir sjálfa páskana heldur en voru fyrir páska,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson læknir sem stýrir COVID-göngudeild Landspítalans. Nærri átta hundruð manns eru í eftirliti á göngudeildinni samkvæmt upplýsingum sem viðbragðsstjórn og farsóttarnefnd spítalans sendi frá sér í gær. Ragnar segir starfið umfangsmikið enda komi á annað hundrað manns að því. „Við erum með vaska sveit af bæði læknum og hjúkrunarfræðingum sem fylgir hverjum einasta einstakling reglubundið og við reynum að kalla þig inn áður en þú veikist. Þannig að fólk er að koma til okkar í nokkuð svipuðu ástandi. Þannig við erum að reyna að fyrirbyggja það að því versni enn frekar,“ segir Ragnar Aðspurður um hvort að þær aðgerðir sem gripið hafi verið til á spítalanum séu að virka segir Ragnar ljóst að eitthvað séu Íslendingar að gera rétt. „Það er erfitt að segja fyrr en að við gerum þetta allt upp. Ég er algjörlega sannfærður um það að nálgun okkar Íslendinga, hvort sem það er hvað Þórólfur og Alma og Víðir hafa boðið okkur að gera og svo þessi kröftuga viðspyrna frá Landspítalanum. Ég held að allt þetta saman sé að gera það að verkum að okkur virðist takast að halda betur á spöðunum hér á landi en annars staðar,“ segir Ragnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Komum á COVID-göngudeild Landspítalans fækkaði um páskana. Yfirlæknir segir það til marks um að dregið hafi úr faraldrinum. Nærri átta hundruð manns eru nú í eftirliti hjá deildinni. Síðustu daga hefur þeim fækkað sem greinst hafa með kórónuveiruna hér á landi. Í gær greindust aðeins tólf með veiruna og virðist faraldurinn vera í rénun. „Það endurspeglast alveg á starfseminni hjá okkur á göngudeildinni að það dregur úr faraldrinum þannig að það eru færri komur til okkar núna yfir sjálfa páskana heldur en voru fyrir páska,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson læknir sem stýrir COVID-göngudeild Landspítalans. Nærri átta hundruð manns eru í eftirliti á göngudeildinni samkvæmt upplýsingum sem viðbragðsstjórn og farsóttarnefnd spítalans sendi frá sér í gær. Ragnar segir starfið umfangsmikið enda komi á annað hundrað manns að því. „Við erum með vaska sveit af bæði læknum og hjúkrunarfræðingum sem fylgir hverjum einasta einstakling reglubundið og við reynum að kalla þig inn áður en þú veikist. Þannig að fólk er að koma til okkar í nokkuð svipuðu ástandi. Þannig við erum að reyna að fyrirbyggja það að því versni enn frekar,“ segir Ragnar Aðspurður um hvort að þær aðgerðir sem gripið hafi verið til á spítalanum séu að virka segir Ragnar ljóst að eitthvað séu Íslendingar að gera rétt. „Það er erfitt að segja fyrr en að við gerum þetta allt upp. Ég er algjörlega sannfærður um það að nálgun okkar Íslendinga, hvort sem það er hvað Þórólfur og Alma og Víðir hafa boðið okkur að gera og svo þessi kröftuga viðspyrna frá Landspítalanum. Ég held að allt þetta saman sé að gera það að verkum að okkur virðist takast að halda betur á spöðunum hér á landi en annars staðar,“ segir Ragnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira