Tónlist

Ís­land bar sigur úr býtum í Euro­vision kosningu XTRA

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Daði og Gagnamagnið hafa slegið í gegn um allan heim með lag sitt Think About Things.
Daði og Gagnamagnið hafa slegið í gegn um allan heim með lag sitt Think About Things. skjáskot/XTRA

Eurovisionfréttasíðan XTRA blés í gærkvöldi til kosninga um besta Eurovisionlag ársins. Þrátt fyrir að Eurovision 2020 hafi verið blásið af vegna kórónuveirufaraldursins hafa Eurovisionunnendur ekki látið við sitja og var framlag Íslands, Daði og Gagnamagnið með lagið Think About Things, krýnt sigurvegari keppninnar að mati Eurovisionaðdáenda.

Daði fékk alls 2198 stig en stigagjöfin var háttað eins og í keppninni sjálfri, þar sem gefin eru 8, 10 og 12 stig. Litháen fylgir fast á hæla okkar og hlaut annað sæti með 2135 stig. Þar á eftir voru Sviss, Búlgaría og Þýskaland.

Hægt er að horfa á „úrslitakvöldið“ hér að neðan.


Tengdar fréttir

Daði og Gagna­magnið syngja í fjar­funda­búnaði í sótt­kví

Þrátt fyrir að Daði og Gagnamagnið muni ekki fara fyrir Íslands hönd til Rotterdam í maí til að keppa í Eurovision er sveitin sannarlega ekki af baki dottin en hún kom saman í fjarfundabúnaði í sóttkví og flutti lagið sitt Think About Things.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×