Trump segir völd sín vera „alger“ þegar kemur að afléttingu takmarkana Atli Ísleifsson skrifar 14. apríl 2020 06:49 Donald Trump Bandaríkjaforseti á fréttamannafundinum í gær. AP Donald Trump segir völd sín sem Bandaríkjaforseti vera „alger“ þegar kemur að afléttingu þeirra takmarkana sem hafa verið settar á bandarískan almenning og atvinnulíf vegna faraldurs kórónuveirunnar. Trump lét orðin falla á stormasömum fréttamannafundi í gær þar sem hann átti á köflum í deilum við fréttamenn. „Forseti Bandaríkjanna er sá sem ræður,“ sagði Trump. Orð hans stangast á við túlkanir bæði ríkisstjóra og fjölda lögfræðinga, en stjórnarskrá Bandaríkjanna kveður á um að það sé á verksviði einstakra ríkja að tryggja allsherjarreglu og öryggi borgaranna. Tíu ríki á austur- og vesturströndum Bandaríkjunum hafa tilkynnt að undurbúningur við að aflétta takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sé hafinn. Alls hafa rúmlega 682 þúsund kórónuveirusmit verið skráð í Bandaríkjunum og eru dauðsföll sem rakin eru til Covid-19 nú 23.608. Trump og stjórn hans hafa áður greint frá því að miðað sé við 1. maí sem mögulega dagsetningu til að aflétta þeim takmörkunum sem settar hafa verið. Því hefur verið beint til Bandaríkjamanna að forðast veitingastaði og ferðalög sem ekki teljast nauðsynleg. Þá miðast samkomubann við tíu manns eða fleiri. Þegar forsetinn var spurður hvort að forseti hefði völd til að hunsa tilmæli einstakra ríkja sagði hann: „Þegar maður er forseti Bandaríkjanna þá eru völdin alger,“ sagði Trump og sagði ríkisstjóra vita þetta. „Að því sögðu, þá ætlum við að vinna með ríkjunum.“ Trump sagði ennfremur að „fjöldi ákvæða“ í stjórnarskránni veittu forsetanum slík völd, án þess þó að vísa til hvaða ákvæða um ræðir. Fljótir að bregðast við Ríkisstjórar, bæði úr röðum Reúblikana og Demókrata, brugðust í gær við orðum forsetans með því að segja að þeir myndi ekki láta undan þrýstingi og aflétta höft, áður en þeir telja slíkt öruggt. Þannig sagði Chris Sununu, Repúblikani og ríkisstjóri New Hampshire, að það væri á könnu einstakra ríkja að gefa út umræddar tilskipanir og því væri það líka á þeirra könnu að aflétta þeim. Gretchen Whitmer, Demókrati og ríkisstjóri Michigan, sagði að bandarískt samfélag yrði ekki opnað á ný í gegnum Twitter, heldur væri það á valdsviði einstakra ríkja. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira
Donald Trump segir völd sín sem Bandaríkjaforseti vera „alger“ þegar kemur að afléttingu þeirra takmarkana sem hafa verið settar á bandarískan almenning og atvinnulíf vegna faraldurs kórónuveirunnar. Trump lét orðin falla á stormasömum fréttamannafundi í gær þar sem hann átti á köflum í deilum við fréttamenn. „Forseti Bandaríkjanna er sá sem ræður,“ sagði Trump. Orð hans stangast á við túlkanir bæði ríkisstjóra og fjölda lögfræðinga, en stjórnarskrá Bandaríkjanna kveður á um að það sé á verksviði einstakra ríkja að tryggja allsherjarreglu og öryggi borgaranna. Tíu ríki á austur- og vesturströndum Bandaríkjunum hafa tilkynnt að undurbúningur við að aflétta takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sé hafinn. Alls hafa rúmlega 682 þúsund kórónuveirusmit verið skráð í Bandaríkjunum og eru dauðsföll sem rakin eru til Covid-19 nú 23.608. Trump og stjórn hans hafa áður greint frá því að miðað sé við 1. maí sem mögulega dagsetningu til að aflétta þeim takmörkunum sem settar hafa verið. Því hefur verið beint til Bandaríkjamanna að forðast veitingastaði og ferðalög sem ekki teljast nauðsynleg. Þá miðast samkomubann við tíu manns eða fleiri. Þegar forsetinn var spurður hvort að forseti hefði völd til að hunsa tilmæli einstakra ríkja sagði hann: „Þegar maður er forseti Bandaríkjanna þá eru völdin alger,“ sagði Trump og sagði ríkisstjóra vita þetta. „Að því sögðu, þá ætlum við að vinna með ríkjunum.“ Trump sagði ennfremur að „fjöldi ákvæða“ í stjórnarskránni veittu forsetanum slík völd, án þess þó að vísa til hvaða ákvæða um ræðir. Fljótir að bregðast við Ríkisstjórar, bæði úr röðum Reúblikana og Demókrata, brugðust í gær við orðum forsetans með því að segja að þeir myndi ekki láta undan þrýstingi og aflétta höft, áður en þeir telja slíkt öruggt. Þannig sagði Chris Sununu, Repúblikani og ríkisstjóri New Hampshire, að það væri á könnu einstakra ríkja að gefa út umræddar tilskipanir og því væri það líka á þeirra könnu að aflétta þeim. Gretchen Whitmer, Demókrati og ríkisstjóri Michigan, sagði að bandarískt samfélag yrði ekki opnað á ný í gegnum Twitter, heldur væri það á valdsviði einstakra ríkja.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira