Gummi Ben stýrir nýjum þætti um Pepsi Max deildina í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2020 15:15 Guðmundur Benediktsson mun fjalla um Pepsi Max deild karla á Stöð 2 Sport í sumar. Vísir Guðmundur Benediktsson mætti til Henrys Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar í dag í þáttinn Sportið og kynnti þar nýjan þátt sem mun fjalla um Pepsi Max deild karla í sumar. Tveir þættir verða á dagskrá eftir hverja umferð í Pepsi Max deild karla í sumar. Annar verður markaþáttur í umsjón Kjartans Atla Kjartanssonar en hinn verður umræðuþáttur um deildina sem Guðmundur Benediktsson stjórnar. Markaþátturinn verður fyrri daginn en svo verður farið mun nánar yfir umferðina hjá Gumma Ben daginn eftir. Sjö sérfræðingar verða til taks í sumar í umfjöllun Stöðvar tvö um Pepsi Max deild karla. Hjörvar Hafliðason og Tómas Ingi Tómasson snúa báðir aftur en eftir að hafa báðir verið í mislöngum hléi frá slíkum sérfræðingastörfum í Pepsi Max deildinni. Atli Viðar Björnsson, Reynir Leósson og Þorkell Máni Pétursson verða áfram eins og í fyrra. Það eru líka tveir nýir sérfræðingar eða þeir Davíð Þór Viðarsson og Sigurvin Ólafsson sem eru báðir margfaldir Íslandsmeistarar. Davíð Þór varð sjö sinnum Íslandsmeistari en Sigurvin vann fimm Íslandsmeistaratitla. Hér fyrir neðan má sjá Guðmund kynna umfjöllun Stöðvar 2 Sports um Pepsi Max-deild karla. Klippa: Sportið í dag - Gummi Ben um umfjöllun Stöðvar 2 Sports um Pepsi Max-deild karla Guðmund Benediktsson og Kjartan Atla Kjartansson þarf ekki að kynna enda hafa þeir unnið báðir lengi við þáttargerð hjá Stöð 2 Sport. Guðmundur stýrði síðast þætti um Pepsi deildina sumarið 2017 þegar hann sá um Teiginn en þetta verður í fyrsta sinn sem Kjartan Atli fjallar um íslenska fótboltann. Hjörvar Hafliðason hefur mikla reynslu af störfum sínum sem knattspyrnusérfræðingur í sjónvarpi og var þar á meðal í mörg ár í Pepsi mörkunum. Hann lék á sínum tíma 40 leiki í efstu deild í marki Vals og Breiðabliks. Tómas Ingi Tómasson var annar af fyrstu tveimur sérfræðingum Pepsi markanna þegar þau byrjuðu í núverandi mynd á Stöð 2 Sport fyrir rúmum áratug. Hann var farsæll leikmaður sjálfur og hefur einnig þjálfað þar á meðal sem aðstoðarþjálfari Eyjólfs Sverrissonar hjá 21 árs landsliðinu. Atli Viðar Björnsson er á sínu öðru tímabili í Pepsi mörkunum en hann vann átta Íslandsmeistaratitla með FH og er eini leikmaður sem hefur náð bæði að spila yfir 200 leiki og skora yfir 100 mörk fyrir eitt lið í efstu deild á Íslandi. Reynir Leósson hefur verið sérfræðingur í Pepsi mörkunum undanfarin tvö tímabil en hann átti sjálfur mjög farsælan feril sem leikmaður og var atvinnumaður í Svíþjóð. Reynir spilaði yfir tvö hundruð leiki í efstu deild fyrir ÍA, Val og Fram og náði því að vera Íslandsmeistari með Skagamönnum. Þorkell Máni Pétursson er á sínu öðru ári sem sérfræðingur Pepsi Max deildarinnar á Stöð 2 Sport en var áður sérfræðingur í Pepsi deild kvenna. Þorkell Máni er þekktur fyrir alvöru skoðanir og hefur mikla reynslu sem knattspyrnuþjálfari í efstu deild kvenna. Davíð Þór Viðarsson er annar af tveimur nýliðum í hópi sérfræðinganna í ár. Davíð Þór setti skóna upp á hillu í fyrra en hann tók fjórum sinnum við Íslandsbikarnum sem fyrirliði FH og vann hann alls sjö sinnum. Davíð Þór lék 240 leiki fyrir FH í efstu deild. Sigurvin Ólafsson er hinn nýliðinn en líkt og Davíð Þór var hann mjög sigursæll á sínum ferli. Sigurvin náði því að vera Íslandsmeistari með þremur félögum eða ÍBV, KR og FH. Sigurvin spilaði með mörgum félögum á ferlum þar á meðal Gróttu sem er nú í efstu deild í fyrsta sinn. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Sportið í dag Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Sjá meira
Guðmundur Benediktsson mætti til Henrys Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar í dag í þáttinn Sportið og kynnti þar nýjan þátt sem mun fjalla um Pepsi Max deild karla í sumar. Tveir þættir verða á dagskrá eftir hverja umferð í Pepsi Max deild karla í sumar. Annar verður markaþáttur í umsjón Kjartans Atla Kjartanssonar en hinn verður umræðuþáttur um deildina sem Guðmundur Benediktsson stjórnar. Markaþátturinn verður fyrri daginn en svo verður farið mun nánar yfir umferðina hjá Gumma Ben daginn eftir. Sjö sérfræðingar verða til taks í sumar í umfjöllun Stöðvar tvö um Pepsi Max deild karla. Hjörvar Hafliðason og Tómas Ingi Tómasson snúa báðir aftur en eftir að hafa báðir verið í mislöngum hléi frá slíkum sérfræðingastörfum í Pepsi Max deildinni. Atli Viðar Björnsson, Reynir Leósson og Þorkell Máni Pétursson verða áfram eins og í fyrra. Það eru líka tveir nýir sérfræðingar eða þeir Davíð Þór Viðarsson og Sigurvin Ólafsson sem eru báðir margfaldir Íslandsmeistarar. Davíð Þór varð sjö sinnum Íslandsmeistari en Sigurvin vann fimm Íslandsmeistaratitla. Hér fyrir neðan má sjá Guðmund kynna umfjöllun Stöðvar 2 Sports um Pepsi Max-deild karla. Klippa: Sportið í dag - Gummi Ben um umfjöllun Stöðvar 2 Sports um Pepsi Max-deild karla Guðmund Benediktsson og Kjartan Atla Kjartansson þarf ekki að kynna enda hafa þeir unnið báðir lengi við þáttargerð hjá Stöð 2 Sport. Guðmundur stýrði síðast þætti um Pepsi deildina sumarið 2017 þegar hann sá um Teiginn en þetta verður í fyrsta sinn sem Kjartan Atli fjallar um íslenska fótboltann. Hjörvar Hafliðason hefur mikla reynslu af störfum sínum sem knattspyrnusérfræðingur í sjónvarpi og var þar á meðal í mörg ár í Pepsi mörkunum. Hann lék á sínum tíma 40 leiki í efstu deild í marki Vals og Breiðabliks. Tómas Ingi Tómasson var annar af fyrstu tveimur sérfræðingum Pepsi markanna þegar þau byrjuðu í núverandi mynd á Stöð 2 Sport fyrir rúmum áratug. Hann var farsæll leikmaður sjálfur og hefur einnig þjálfað þar á meðal sem aðstoðarþjálfari Eyjólfs Sverrissonar hjá 21 árs landsliðinu. Atli Viðar Björnsson er á sínu öðru tímabili í Pepsi mörkunum en hann vann átta Íslandsmeistaratitla með FH og er eini leikmaður sem hefur náð bæði að spila yfir 200 leiki og skora yfir 100 mörk fyrir eitt lið í efstu deild á Íslandi. Reynir Leósson hefur verið sérfræðingur í Pepsi mörkunum undanfarin tvö tímabil en hann átti sjálfur mjög farsælan feril sem leikmaður og var atvinnumaður í Svíþjóð. Reynir spilaði yfir tvö hundruð leiki í efstu deild fyrir ÍA, Val og Fram og náði því að vera Íslandsmeistari með Skagamönnum. Þorkell Máni Pétursson er á sínu öðru ári sem sérfræðingur Pepsi Max deildarinnar á Stöð 2 Sport en var áður sérfræðingur í Pepsi deild kvenna. Þorkell Máni er þekktur fyrir alvöru skoðanir og hefur mikla reynslu sem knattspyrnuþjálfari í efstu deild kvenna. Davíð Þór Viðarsson er annar af tveimur nýliðum í hópi sérfræðinganna í ár. Davíð Þór setti skóna upp á hillu í fyrra en hann tók fjórum sinnum við Íslandsbikarnum sem fyrirliði FH og vann hann alls sjö sinnum. Davíð Þór lék 240 leiki fyrir FH í efstu deild. Sigurvin Ólafsson er hinn nýliðinn en líkt og Davíð Þór var hann mjög sigursæll á sínum ferli. Sigurvin náði því að vera Íslandsmeistari með þremur félögum eða ÍBV, KR og FH. Sigurvin spilaði með mörgum félögum á ferlum þar á meðal Gróttu sem er nú í efstu deild í fyrsta sinn. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Sportið í dag Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Sjá meira