Gummi Ben stýrir nýjum þætti um Pepsi Max deildina í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2020 15:15 Guðmundur Benediktsson mun fjalla um Pepsi Max deild karla á Stöð 2 Sport í sumar. Vísir Guðmundur Benediktsson mætti til Henrys Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar í dag í þáttinn Sportið og kynnti þar nýjan þátt sem mun fjalla um Pepsi Max deild karla í sumar. Tveir þættir verða á dagskrá eftir hverja umferð í Pepsi Max deild karla í sumar. Annar verður markaþáttur í umsjón Kjartans Atla Kjartanssonar en hinn verður umræðuþáttur um deildina sem Guðmundur Benediktsson stjórnar. Markaþátturinn verður fyrri daginn en svo verður farið mun nánar yfir umferðina hjá Gumma Ben daginn eftir. Sjö sérfræðingar verða til taks í sumar í umfjöllun Stöðvar tvö um Pepsi Max deild karla. Hjörvar Hafliðason og Tómas Ingi Tómasson snúa báðir aftur en eftir að hafa báðir verið í mislöngum hléi frá slíkum sérfræðingastörfum í Pepsi Max deildinni. Atli Viðar Björnsson, Reynir Leósson og Þorkell Máni Pétursson verða áfram eins og í fyrra. Það eru líka tveir nýir sérfræðingar eða þeir Davíð Þór Viðarsson og Sigurvin Ólafsson sem eru báðir margfaldir Íslandsmeistarar. Davíð Þór varð sjö sinnum Íslandsmeistari en Sigurvin vann fimm Íslandsmeistaratitla. Hér fyrir neðan má sjá Guðmund kynna umfjöllun Stöðvar 2 Sports um Pepsi Max-deild karla. Klippa: Sportið í dag - Gummi Ben um umfjöllun Stöðvar 2 Sports um Pepsi Max-deild karla Guðmund Benediktsson og Kjartan Atla Kjartansson þarf ekki að kynna enda hafa þeir unnið báðir lengi við þáttargerð hjá Stöð 2 Sport. Guðmundur stýrði síðast þætti um Pepsi deildina sumarið 2017 þegar hann sá um Teiginn en þetta verður í fyrsta sinn sem Kjartan Atli fjallar um íslenska fótboltann. Hjörvar Hafliðason hefur mikla reynslu af störfum sínum sem knattspyrnusérfræðingur í sjónvarpi og var þar á meðal í mörg ár í Pepsi mörkunum. Hann lék á sínum tíma 40 leiki í efstu deild í marki Vals og Breiðabliks. Tómas Ingi Tómasson var annar af fyrstu tveimur sérfræðingum Pepsi markanna þegar þau byrjuðu í núverandi mynd á Stöð 2 Sport fyrir rúmum áratug. Hann var farsæll leikmaður sjálfur og hefur einnig þjálfað þar á meðal sem aðstoðarþjálfari Eyjólfs Sverrissonar hjá 21 árs landsliðinu. Atli Viðar Björnsson er á sínu öðru tímabili í Pepsi mörkunum en hann vann átta Íslandsmeistaratitla með FH og er eini leikmaður sem hefur náð bæði að spila yfir 200 leiki og skora yfir 100 mörk fyrir eitt lið í efstu deild á Íslandi. Reynir Leósson hefur verið sérfræðingur í Pepsi mörkunum undanfarin tvö tímabil en hann átti sjálfur mjög farsælan feril sem leikmaður og var atvinnumaður í Svíþjóð. Reynir spilaði yfir tvö hundruð leiki í efstu deild fyrir ÍA, Val og Fram og náði því að vera Íslandsmeistari með Skagamönnum. Þorkell Máni Pétursson er á sínu öðru ári sem sérfræðingur Pepsi Max deildarinnar á Stöð 2 Sport en var áður sérfræðingur í Pepsi deild kvenna. Þorkell Máni er þekktur fyrir alvöru skoðanir og hefur mikla reynslu sem knattspyrnuþjálfari í efstu deild kvenna. Davíð Þór Viðarsson er annar af tveimur nýliðum í hópi sérfræðinganna í ár. Davíð Þór setti skóna upp á hillu í fyrra en hann tók fjórum sinnum við Íslandsbikarnum sem fyrirliði FH og vann hann alls sjö sinnum. Davíð Þór lék 240 leiki fyrir FH í efstu deild. Sigurvin Ólafsson er hinn nýliðinn en líkt og Davíð Þór var hann mjög sigursæll á sínum ferli. Sigurvin náði því að vera Íslandsmeistari með þremur félögum eða ÍBV, KR og FH. Sigurvin spilaði með mörgum félögum á ferlum þar á meðal Gróttu sem er nú í efstu deild í fyrsta sinn. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Sportið í dag Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Guðmundur Benediktsson mætti til Henrys Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar í dag í þáttinn Sportið og kynnti þar nýjan þátt sem mun fjalla um Pepsi Max deild karla í sumar. Tveir þættir verða á dagskrá eftir hverja umferð í Pepsi Max deild karla í sumar. Annar verður markaþáttur í umsjón Kjartans Atla Kjartanssonar en hinn verður umræðuþáttur um deildina sem Guðmundur Benediktsson stjórnar. Markaþátturinn verður fyrri daginn en svo verður farið mun nánar yfir umferðina hjá Gumma Ben daginn eftir. Sjö sérfræðingar verða til taks í sumar í umfjöllun Stöðvar tvö um Pepsi Max deild karla. Hjörvar Hafliðason og Tómas Ingi Tómasson snúa báðir aftur en eftir að hafa báðir verið í mislöngum hléi frá slíkum sérfræðingastörfum í Pepsi Max deildinni. Atli Viðar Björnsson, Reynir Leósson og Þorkell Máni Pétursson verða áfram eins og í fyrra. Það eru líka tveir nýir sérfræðingar eða þeir Davíð Þór Viðarsson og Sigurvin Ólafsson sem eru báðir margfaldir Íslandsmeistarar. Davíð Þór varð sjö sinnum Íslandsmeistari en Sigurvin vann fimm Íslandsmeistaratitla. Hér fyrir neðan má sjá Guðmund kynna umfjöllun Stöðvar 2 Sports um Pepsi Max-deild karla. Klippa: Sportið í dag - Gummi Ben um umfjöllun Stöðvar 2 Sports um Pepsi Max-deild karla Guðmund Benediktsson og Kjartan Atla Kjartansson þarf ekki að kynna enda hafa þeir unnið báðir lengi við þáttargerð hjá Stöð 2 Sport. Guðmundur stýrði síðast þætti um Pepsi deildina sumarið 2017 þegar hann sá um Teiginn en þetta verður í fyrsta sinn sem Kjartan Atli fjallar um íslenska fótboltann. Hjörvar Hafliðason hefur mikla reynslu af störfum sínum sem knattspyrnusérfræðingur í sjónvarpi og var þar á meðal í mörg ár í Pepsi mörkunum. Hann lék á sínum tíma 40 leiki í efstu deild í marki Vals og Breiðabliks. Tómas Ingi Tómasson var annar af fyrstu tveimur sérfræðingum Pepsi markanna þegar þau byrjuðu í núverandi mynd á Stöð 2 Sport fyrir rúmum áratug. Hann var farsæll leikmaður sjálfur og hefur einnig þjálfað þar á meðal sem aðstoðarþjálfari Eyjólfs Sverrissonar hjá 21 árs landsliðinu. Atli Viðar Björnsson er á sínu öðru tímabili í Pepsi mörkunum en hann vann átta Íslandsmeistaratitla með FH og er eini leikmaður sem hefur náð bæði að spila yfir 200 leiki og skora yfir 100 mörk fyrir eitt lið í efstu deild á Íslandi. Reynir Leósson hefur verið sérfræðingur í Pepsi mörkunum undanfarin tvö tímabil en hann átti sjálfur mjög farsælan feril sem leikmaður og var atvinnumaður í Svíþjóð. Reynir spilaði yfir tvö hundruð leiki í efstu deild fyrir ÍA, Val og Fram og náði því að vera Íslandsmeistari með Skagamönnum. Þorkell Máni Pétursson er á sínu öðru ári sem sérfræðingur Pepsi Max deildarinnar á Stöð 2 Sport en var áður sérfræðingur í Pepsi deild kvenna. Þorkell Máni er þekktur fyrir alvöru skoðanir og hefur mikla reynslu sem knattspyrnuþjálfari í efstu deild kvenna. Davíð Þór Viðarsson er annar af tveimur nýliðum í hópi sérfræðinganna í ár. Davíð Þór setti skóna upp á hillu í fyrra en hann tók fjórum sinnum við Íslandsbikarnum sem fyrirliði FH og vann hann alls sjö sinnum. Davíð Þór lék 240 leiki fyrir FH í efstu deild. Sigurvin Ólafsson er hinn nýliðinn en líkt og Davíð Þór var hann mjög sigursæll á sínum ferli. Sigurvin náði því að vera Íslandsmeistari með þremur félögum eða ÍBV, KR og FH. Sigurvin spilaði með mörgum félögum á ferlum þar á meðal Gróttu sem er nú í efstu deild í fyrsta sinn. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Sportið í dag Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira