Samherjabörnin fá hlutabréfin frá foreldrunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2020 13:41 Dagný Linda Kristjánsdóttir, iðjuþjálfi og skíðakona, og Baldvin Þorsteinsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja. Guðmundur Jakobsson/Aðsend Fjórir aðaleigendur útgerðarfyrirtækisins Samherja, þar af forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson, hafa framselt hlutabréfaeign sína í fyrirtækinu til barna sinna. Fyrir breytingarnar fóru eigendurnir samanlagt með 86,5% hlutafjár í Samherja en hlutur þeirra verður 2,0% eftir breytingarnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samherja. Umræddir aðaleigendur eru auk Þorsteins þau Helga Steinunn Guðmundsdóttir, Kristján Vilhelmsson og Kolbrún Ingólfsdóttir. Stærstu hluthafar verða nú Baldvin Þorsteinsson og Katla Þorsteinsdóttir, sem munu fara samanlagt með um 43,0% hlut í Samherja og Dagný Linda Kristjánsdóttir, Halldór Örn Kristjánsson, Kristján Bjarni Kristjánsson og Katrín Kristjánsdóttir sem munu fara samanlagt með um 41,5% hlutafjár. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.Vísir/vilhelm Í tilkynningu segir að undirbúningur þessara breytinga hafi staðið undanfarin tvö ár. Áformin og framkvæmd þeirra hafi formlega verið kynnt í stjórn félagsins á miðju ári 2019. „Með þessum hætti vilja stofnendur Samherja treysta og viðhalda þeim mikilvægu fjölskyldutengslum sem félagið hefur ætíð byggst á og hafa verið hornsteinn í rekstrinum,“ segir í tilkynningu. Frændurnir halda ótrauðir áfram Þorsteinn Már mun áfram gegna starfi forstjóra og Kristján Vilhelmsson verður áfram útgerðarstjóri þrátt fyrir hlutabréfaframsalið. Þá varðar framsalið eingöngu hlutabréfin í Samherja hf. en ekki systurfélaginu Samherja Holding ehf. Haft er eftir Þorsteini Má og Kristjáni í tilkynningu að „þeir frændurnir“ hafi fullan metnað til að taka þátt í áframhaldandi rekstri Samherja. Félagið eigi „mikla og bjarta framtíð og hefur vaxið og dafnað þrátt fyrir ýmsa erfiðleika.“ Erfiðleikarnir sem frændurnir vísa þar í eru líklega fyrst og fremst rannsókn héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra á starfsemi fyrirtækisins í Namibíu, í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar þar um í lok síðasta árs. Þorsteinn Már steig tímabundið til hliðar sem forstjóri Samherja vegna málsins. Framkvæmdastjóri og skíðadrottning Stærstu hluthafar verða nú, Baldvin Þorsteinsson og Katla Þorsteinsdóttir, sem munu fara samanlagt með um 43,0% hlut í Samherja og Dagný Linda Kristjánsdóttir, Halldór Örn Kristjánsson, Kristján Bjarni Kristjánsson og Katrín Kristjánsdóttir sem munu fara samanlagt með um 41,5% hlutafjár. Af þeim Samherjabörnum sem nú taka við eignarhaldi fyrirtækisins hafa Baldvin og Dagný Linda haft sig mest í frammi. Baldvin er sonur Þorsteins Más og fæddur árið 1983. Hann hefur starfað hjá Samherja um árabil og gegnir nú stöðu framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar hjá Samherja. Þá er hann einnig stjórnarformaður Eimskips. Athygli vakti í mars í fyrra þegar Baldvin lét Má Guðmundsson, þáverandi seðlabankastjóra, heyra það að loknum opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi. Á fundinum var Samherjamálið svokallaða, þ.e. umdeild húsleit í höfuðsvöðvum Samherja, og vinnubrögð Seðlabankans í málinu til umfjöllunar. Dagný er dóttir Kristjáns Vilhelmssonar og var um árabil fremsta skíðakona landsins. Þegar hún lagði skíðin á hilluna árið 2008 átti hún að baki átján Íslandsmeistaratitla og var sjö sinnum valin skíðakona ársins. Hún lauk BS-prófi í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri árið 2013 og hefur starfað á því síðustu ár, ásamt því að sinna kennslu við HA. Fréttin hefur verið uppfærð. Sjávarútvegur Markaðir Tengdar fréttir Samherji endurgreiðir ríkinu hlutabætur Stjórnendur Samherja Íslands og Útgerðarfélag Akureyringa hafa ákveðið að endurgreiða ríkinu hlutabætur sem það greiddi starfsmönnum. Félög Samherja muni í staðinn sjálf bera allan kostnað af skertu starfshlutfalli starfsmanna sinna. 13. maí 2020 20:32 Samherja veitt undanþága frá tilboðsskyldu í Eimskip Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands veitti Samherja Holding, systurfélagi Samherja, undanþágu frá tilboðsskyldu í Eimskipafélag Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samherja. 31. mars 2020 20:32 Þorsteinn Már snýr aftur í stól forstjóra Samherja Stjórn Samherja ákvað í dag að Þorsteinn Már Baldvinsson snúi aftur til starfa og verði forstjóri við hlið Björgólfs Jóhannssonar sem gegnir forstjórastarfi sínu áfram þar til annað verður ákveðið. 27. mars 2020 15:21 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Fjórir aðaleigendur útgerðarfyrirtækisins Samherja, þar af forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson, hafa framselt hlutabréfaeign sína í fyrirtækinu til barna sinna. Fyrir breytingarnar fóru eigendurnir samanlagt með 86,5% hlutafjár í Samherja en hlutur þeirra verður 2,0% eftir breytingarnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samherja. Umræddir aðaleigendur eru auk Þorsteins þau Helga Steinunn Guðmundsdóttir, Kristján Vilhelmsson og Kolbrún Ingólfsdóttir. Stærstu hluthafar verða nú Baldvin Þorsteinsson og Katla Þorsteinsdóttir, sem munu fara samanlagt með um 43,0% hlut í Samherja og Dagný Linda Kristjánsdóttir, Halldór Örn Kristjánsson, Kristján Bjarni Kristjánsson og Katrín Kristjánsdóttir sem munu fara samanlagt með um 41,5% hlutafjár. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.Vísir/vilhelm Í tilkynningu segir að undirbúningur þessara breytinga hafi staðið undanfarin tvö ár. Áformin og framkvæmd þeirra hafi formlega verið kynnt í stjórn félagsins á miðju ári 2019. „Með þessum hætti vilja stofnendur Samherja treysta og viðhalda þeim mikilvægu fjölskyldutengslum sem félagið hefur ætíð byggst á og hafa verið hornsteinn í rekstrinum,“ segir í tilkynningu. Frændurnir halda ótrauðir áfram Þorsteinn Már mun áfram gegna starfi forstjóra og Kristján Vilhelmsson verður áfram útgerðarstjóri þrátt fyrir hlutabréfaframsalið. Þá varðar framsalið eingöngu hlutabréfin í Samherja hf. en ekki systurfélaginu Samherja Holding ehf. Haft er eftir Þorsteini Má og Kristjáni í tilkynningu að „þeir frændurnir“ hafi fullan metnað til að taka þátt í áframhaldandi rekstri Samherja. Félagið eigi „mikla og bjarta framtíð og hefur vaxið og dafnað þrátt fyrir ýmsa erfiðleika.“ Erfiðleikarnir sem frændurnir vísa þar í eru líklega fyrst og fremst rannsókn héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra á starfsemi fyrirtækisins í Namibíu, í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar þar um í lok síðasta árs. Þorsteinn Már steig tímabundið til hliðar sem forstjóri Samherja vegna málsins. Framkvæmdastjóri og skíðadrottning Stærstu hluthafar verða nú, Baldvin Þorsteinsson og Katla Þorsteinsdóttir, sem munu fara samanlagt með um 43,0% hlut í Samherja og Dagný Linda Kristjánsdóttir, Halldór Örn Kristjánsson, Kristján Bjarni Kristjánsson og Katrín Kristjánsdóttir sem munu fara samanlagt með um 41,5% hlutafjár. Af þeim Samherjabörnum sem nú taka við eignarhaldi fyrirtækisins hafa Baldvin og Dagný Linda haft sig mest í frammi. Baldvin er sonur Þorsteins Más og fæddur árið 1983. Hann hefur starfað hjá Samherja um árabil og gegnir nú stöðu framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar hjá Samherja. Þá er hann einnig stjórnarformaður Eimskips. Athygli vakti í mars í fyrra þegar Baldvin lét Má Guðmundsson, þáverandi seðlabankastjóra, heyra það að loknum opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi. Á fundinum var Samherjamálið svokallaða, þ.e. umdeild húsleit í höfuðsvöðvum Samherja, og vinnubrögð Seðlabankans í málinu til umfjöllunar. Dagný er dóttir Kristjáns Vilhelmssonar og var um árabil fremsta skíðakona landsins. Þegar hún lagði skíðin á hilluna árið 2008 átti hún að baki átján Íslandsmeistaratitla og var sjö sinnum valin skíðakona ársins. Hún lauk BS-prófi í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri árið 2013 og hefur starfað á því síðustu ár, ásamt því að sinna kennslu við HA. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sjávarútvegur Markaðir Tengdar fréttir Samherji endurgreiðir ríkinu hlutabætur Stjórnendur Samherja Íslands og Útgerðarfélag Akureyringa hafa ákveðið að endurgreiða ríkinu hlutabætur sem það greiddi starfsmönnum. Félög Samherja muni í staðinn sjálf bera allan kostnað af skertu starfshlutfalli starfsmanna sinna. 13. maí 2020 20:32 Samherja veitt undanþága frá tilboðsskyldu í Eimskip Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands veitti Samherja Holding, systurfélagi Samherja, undanþágu frá tilboðsskyldu í Eimskipafélag Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samherja. 31. mars 2020 20:32 Þorsteinn Már snýr aftur í stól forstjóra Samherja Stjórn Samherja ákvað í dag að Þorsteinn Már Baldvinsson snúi aftur til starfa og verði forstjóri við hlið Björgólfs Jóhannssonar sem gegnir forstjórastarfi sínu áfram þar til annað verður ákveðið. 27. mars 2020 15:21 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Samherji endurgreiðir ríkinu hlutabætur Stjórnendur Samherja Íslands og Útgerðarfélag Akureyringa hafa ákveðið að endurgreiða ríkinu hlutabætur sem það greiddi starfsmönnum. Félög Samherja muni í staðinn sjálf bera allan kostnað af skertu starfshlutfalli starfsmanna sinna. 13. maí 2020 20:32
Samherja veitt undanþága frá tilboðsskyldu í Eimskip Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands veitti Samherja Holding, systurfélagi Samherja, undanþágu frá tilboðsskyldu í Eimskipafélag Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samherja. 31. mars 2020 20:32
Þorsteinn Már snýr aftur í stól forstjóra Samherja Stjórn Samherja ákvað í dag að Þorsteinn Már Baldvinsson snúi aftur til starfa og verði forstjóri við hlið Björgólfs Jóhannssonar sem gegnir forstjórastarfi sínu áfram þar til annað verður ákveðið. 27. mars 2020 15:21