Taldi þingmenn og skammaði forseta Alþingis sem sleit þingfundi eftir örfáar mínútur Tryggvi Páll Tryggvason og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 16. apríl 2020 11:12 Frá Alþingi í dag. Jón Þór taldi 26 manns en hér má sjá átján þingmenn. Vísir/Egill Þingfundur sem hófst klukkan hálf ellefu í morgun var slegin af aðeins nokkrum mínútum eftir að hann hófst í morgun. Áður en fyrsta mál á dagskrá, óundirbúnar fyrirspurnir, hófst óskaði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, eftir því að taka til máls um fundarstjórn forseta. Jón Þór benti á að saman komnir í þingsalnum væru að minnsta kosti 26 þingmenn sem stangaðist á við tilmæli sóttvarnarlæknis um að ekki skuli koma saman fleiri en tuttugu í einu. Á dagskrá þingfundarins í dag voru nokkur mál sem átti að taka til fyrstu umræðu sem ekki tengjast viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum. „Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm,“ hóf Jón Þór að telja og taldi hann alls 26 í salnum. „Og það eru bara þeir sem ég sé“. „Við þurfum að koma hingað og benda þingforseta á að hann er ekki að fara í samræmi við það að sem að er búið að gefa yfirlýsingar um í samræmi við það sem að er búið að gefa yfirlýsingar um í samfélaginu um að virða þetta samkomubann,“ sagði Jón Þór. „Hann veit það að ef að hann er að fara að setja mál á dagskrá sem er ágreiningur um þá að sjálfsögðu mætum við þingmenn hérna og virðum lýðræðið. Samt ákvað hann að halda þessu til streitu að halda þingfundinn svona og halda dagskránni svona,“ sagði Jón Þór. Að lokinni ræðu Jóns Þórs sleit forseti þingfundi. „Til næsta fundar verður boðað með dagskrá. Fundi er slitið,“ sagði Steingrímur og heyrðist þá Jón Þór kalla „gott“. Nánar verður rætt við Steingrím og Jón Þór í hádegisfréttum Bylgjunnar en myndband af ræðu Jóns Þórs má sjá hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira
Þingfundur sem hófst klukkan hálf ellefu í morgun var slegin af aðeins nokkrum mínútum eftir að hann hófst í morgun. Áður en fyrsta mál á dagskrá, óundirbúnar fyrirspurnir, hófst óskaði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, eftir því að taka til máls um fundarstjórn forseta. Jón Þór benti á að saman komnir í þingsalnum væru að minnsta kosti 26 þingmenn sem stangaðist á við tilmæli sóttvarnarlæknis um að ekki skuli koma saman fleiri en tuttugu í einu. Á dagskrá þingfundarins í dag voru nokkur mál sem átti að taka til fyrstu umræðu sem ekki tengjast viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum. „Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm,“ hóf Jón Þór að telja og taldi hann alls 26 í salnum. „Og það eru bara þeir sem ég sé“. „Við þurfum að koma hingað og benda þingforseta á að hann er ekki að fara í samræmi við það að sem að er búið að gefa yfirlýsingar um í samræmi við það sem að er búið að gefa yfirlýsingar um í samfélaginu um að virða þetta samkomubann,“ sagði Jón Þór. „Hann veit það að ef að hann er að fara að setja mál á dagskrá sem er ágreiningur um þá að sjálfsögðu mætum við þingmenn hérna og virðum lýðræðið. Samt ákvað hann að halda þessu til streitu að halda þingfundinn svona og halda dagskránni svona,“ sagði Jón Þór. Að lokinni ræðu Jóns Þórs sleit forseti þingfundi. „Til næsta fundar verður boðað með dagskrá. Fundi er slitið,“ sagði Steingrímur og heyrðist þá Jón Þór kalla „gott“. Nánar verður rætt við Steingrím og Jón Þór í hádegisfréttum Bylgjunnar en myndband af ræðu Jóns Þórs má sjá hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira