Koma Johnny Depp til varnar vegna ásakana um ofbeldi Sylvía Hall skrifar 16. maí 2020 11:23 Vanessa Paradis var með Johnny Depp í fjórtán ár. Þar áður var hann með leikkonunni Winona Ryder. Vísir/getty Leikkonurnar Vanessa Paradis og Winona Ryder buðu fram jákvæðar umsagnir um leikarann Johnny Depp í meiðyrðamáli hans gegn breska götublaðinu The Sun. Depp höfðaði mál gegn blaðinu vegna ummæla um að hann væri ofbeldisfullur. Ummælin féllu í grein í blaðinu sem birtist í apríl árið 2018 vegna umfjöllunar um skilnað hans við leikkonuna Amber Heard. Heard sótti um skilnað eftir að hafa farið fram á nálgunarbann gegn Depp sökum meints heimilisofbeldis, en Depp hefur ávallt neitað því að hafa beitt hana ofbeldi. „Við höfum verið félagar í fjórtán ár og alið upp börnin okkar tvö saman,“ sagði Paradis og bætti við að hún hefði aldrei upplifað annað en að Depp væri góður maður, örlátur og allt annað en ofbeldisfullur. Hún hefði aldrei orðið fyrir ofbeldi af hans hálfu, hvorki andlegu né líkamlegu. Í umsögn Ryder segir að hún eigi erfitt með að skilja þær ásakanir sem Heard hefur sett fram. Hún hefði aldrei upplifað það í þeirra sambandi að Depp væri ofbeldisfullur og hann aldrei sýnt slíka hegðun í hennar návist. Talsmenn Heard segja jákvætt að leikkonurnar hafi ekki upplifað ofbeldi af hálfu Depp. Þeirra upplifun útiloki þó ekki að hann hafi beitt Heard ofbeldi. „Upplifun einnar konu útilokar ekki upplifun annarrar,“ segir í yfirlýsingu þeirra. Málið átti að fara fyrir dóm í lok marsmánaðar en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Áætlað er að málið fari fyrir dóm í júlí þar sem bæði Paradis og Ryder munu bera vitni. Johnny Depp og Amber Heard voru gift frá árinu 2015 og skildu árið 2017.Vísir/Getty Missti framan af fingri þegar Heard braut vodkaflösku Samband Heard og Depp komst aftur í sviðsljósið á þessu ári þegar Daily Mail birti brot af skýrslutöku Depp þar sem hann segir frá rifrildi þeirra á milli vegna fyrrum mótleikara hennar Billy Bob Thorton. Á það að hafa endað með því að Heard reiddist mjög og braut vodkaflösku á eldhúsborðinu sem Depp studdi sig við. Í skýrslutökunni segir Depp blóðflæðið úr fingrinum hafa minnt á eldfjallið Vesúvíus. Það hafi verið „klikkun“ að hafa lent í því að eiginkona hans hafi orðið til þess að hann missti fingurinn. Á vef Vanity Fair er farið yfir málið og segir þar að vitnisburður Heard um umrætt rifrildi hafi breyst mikið í gegnum tíðina. Hún hafi þó haldið því fram að hann hafi slegið sig með annarri hendi á meðan hann notaði hina til þess að berja plastsíma í vegginn þar til hann brotnaði. Við átökin hafi síminn brotnað og Depp skorið sig. Þá hafi hann skrifað „Billy Bob“ og „Easy Amber“ á vegginn með blóði. Depp hafnar því að hafa skorið sig eftir að hafa brotið síma en neitar því ekki að hafa skrifað skilaboðin með blóði. Í öðru myndbandi sem Daily Mail birti mátti heyra Heard játa að hafa beitt Depp ofbeldi. Þar lofar hún því að beita hann ekki „líkamlegu ofbeldi aftur“ en segist ekki hafa meitt hann. Hollywood Deilur Johnny Depp og Amber Heard Tengdar fréttir Johnny Depp sagður vera einmana maður á villigötum Prófíllinn sem dreginn er upp af Depp í þessu viðtali er ekki fagur. Hann er illa staddur fjárhagslega og stendur í lögsókn við fyrrverandi viðskiptastjóra sinn. 21. júní 2018 21:53 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Leikkonurnar Vanessa Paradis og Winona Ryder buðu fram jákvæðar umsagnir um leikarann Johnny Depp í meiðyrðamáli hans gegn breska götublaðinu The Sun. Depp höfðaði mál gegn blaðinu vegna ummæla um að hann væri ofbeldisfullur. Ummælin féllu í grein í blaðinu sem birtist í apríl árið 2018 vegna umfjöllunar um skilnað hans við leikkonuna Amber Heard. Heard sótti um skilnað eftir að hafa farið fram á nálgunarbann gegn Depp sökum meints heimilisofbeldis, en Depp hefur ávallt neitað því að hafa beitt hana ofbeldi. „Við höfum verið félagar í fjórtán ár og alið upp börnin okkar tvö saman,“ sagði Paradis og bætti við að hún hefði aldrei upplifað annað en að Depp væri góður maður, örlátur og allt annað en ofbeldisfullur. Hún hefði aldrei orðið fyrir ofbeldi af hans hálfu, hvorki andlegu né líkamlegu. Í umsögn Ryder segir að hún eigi erfitt með að skilja þær ásakanir sem Heard hefur sett fram. Hún hefði aldrei upplifað það í þeirra sambandi að Depp væri ofbeldisfullur og hann aldrei sýnt slíka hegðun í hennar návist. Talsmenn Heard segja jákvætt að leikkonurnar hafi ekki upplifað ofbeldi af hálfu Depp. Þeirra upplifun útiloki þó ekki að hann hafi beitt Heard ofbeldi. „Upplifun einnar konu útilokar ekki upplifun annarrar,“ segir í yfirlýsingu þeirra. Málið átti að fara fyrir dóm í lok marsmánaðar en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Áætlað er að málið fari fyrir dóm í júlí þar sem bæði Paradis og Ryder munu bera vitni. Johnny Depp og Amber Heard voru gift frá árinu 2015 og skildu árið 2017.Vísir/Getty Missti framan af fingri þegar Heard braut vodkaflösku Samband Heard og Depp komst aftur í sviðsljósið á þessu ári þegar Daily Mail birti brot af skýrslutöku Depp þar sem hann segir frá rifrildi þeirra á milli vegna fyrrum mótleikara hennar Billy Bob Thorton. Á það að hafa endað með því að Heard reiddist mjög og braut vodkaflösku á eldhúsborðinu sem Depp studdi sig við. Í skýrslutökunni segir Depp blóðflæðið úr fingrinum hafa minnt á eldfjallið Vesúvíus. Það hafi verið „klikkun“ að hafa lent í því að eiginkona hans hafi orðið til þess að hann missti fingurinn. Á vef Vanity Fair er farið yfir málið og segir þar að vitnisburður Heard um umrætt rifrildi hafi breyst mikið í gegnum tíðina. Hún hafi þó haldið því fram að hann hafi slegið sig með annarri hendi á meðan hann notaði hina til þess að berja plastsíma í vegginn þar til hann brotnaði. Við átökin hafi síminn brotnað og Depp skorið sig. Þá hafi hann skrifað „Billy Bob“ og „Easy Amber“ á vegginn með blóði. Depp hafnar því að hafa skorið sig eftir að hafa brotið síma en neitar því ekki að hafa skrifað skilaboðin með blóði. Í öðru myndbandi sem Daily Mail birti mátti heyra Heard játa að hafa beitt Depp ofbeldi. Þar lofar hún því að beita hann ekki „líkamlegu ofbeldi aftur“ en segist ekki hafa meitt hann.
Hollywood Deilur Johnny Depp og Amber Heard Tengdar fréttir Johnny Depp sagður vera einmana maður á villigötum Prófíllinn sem dreginn er upp af Depp í þessu viðtali er ekki fagur. Hann er illa staddur fjárhagslega og stendur í lögsókn við fyrrverandi viðskiptastjóra sinn. 21. júní 2018 21:53 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Johnny Depp sagður vera einmana maður á villigötum Prófíllinn sem dreginn er upp af Depp í þessu viðtali er ekki fagur. Hann er illa staddur fjárhagslega og stendur í lögsókn við fyrrverandi viðskiptastjóra sinn. 21. júní 2018 21:53