Tími fyrir fisk Kristján Ingimarsson skrifar 16. maí 2020 12:30 Nú er lag. Tækifæri til markaðssetningar á hvítum fiski hafa sjaldan blasað eins vel við en í kjölfar Covid – 19 hefur komið í ljós hversu viðkvæmur hvítfiskmarkaðurinn er víða. Vilji eða kunnátta fólks til að elda fisk heima er takmörkuð varan er of oft þannig framsett að hún höfðar ekki nægilega vel til fólks, hún þarf að vera aðlaðandi og aðgengileg. Eftirspurn, neysla og framboð af fiski hefur hrunið í kjölfar Covid - 19. Laxinn hefur reyndar ekki farið eins illa út úr þessu og hvítfiskurinn en lax hefur þróast í þá átt að vera sér prótein hópur og aðskilið sig frá öðrum fiski þannig að nú er stundum talað um lambakjöt, nautakjöt, svínakjöt, kjúkling, lax og fisk (eða hvítfisk). Dregið hefur úr heimamatreiðslu á fiski í Bretlandi og víða annarsstaðar í Evrópu síðasta áratuginn en þetta hefur ekki verið vandamál þar sem eftirspurn og neysla á fiski utan heimila hefur verið góð. Það er að segja þangað til Covid – 19 skall á. Á einni nóttu lokaðist allt. Hótel, veitingastaðir og mötuneyti skelltu í lás. Þar með varð smásalan, verslanir og verslanakeðjur, eina söluleiðin fyrir fisk (já og aðra ferskvöru). Sumir gerðu sér vonir um að neyslumynstur á fiski myndi breytast á þann hátt að fiskneysla myndi færast yfir í heimaeldamennsku en það gerðist ekki eins og kom berlega í ljós þegar fólk fór að byrgja sig upp af vörum í upphafi faraldursins. Nautakjöt, svínakjöt, lambakjöt, lax og ekki síst kjúklingur voru rifin úr hillum stórmarkaða en eftir sat fiskurinn. Þegar frá leið hvarf fiskurinn svo hægt og rólega eins og eftirspurnin. Að hluta til vegna þess að eldra fólki var ráðlagt að halda sig heima. Og er það þá eldra fólk sem hefur meiri kunnáttu og vilja en yngra fólk til að elda fisk heima? Í kjölfarið ákváðu margir stórmarkaðir að loka borðum með ferskar vörur, þar á meðal fiskborðum, vegna endurskipulagninga á vöktum og að fleira fólk vantaði til þess að fylla á þurrvöruhillur. Eftir stendur að tækifæri eru til að auka markaðshlutdeild á smásölumarkaðinum en ef ekkert verður að gert gæti hlutdeildin minnkað, sér í lagi ef það er stðareynd að það er frekar eldra fólk heldur en yngra fólk sem kann og vill matreiða fisk heima. Kannski þarf að hugsa framsetninguna upp á nýtt. Þessi staða er í það minnsta umhugsunarefni og tilefni þessara skrifa. Er það hlutverk okkar að kenna ungum Evrópubúum að elda fisk? Ekki endilega en samt, þarna er tækifæri til að styrkja markaðinn og þar með að auka verðmæti og eftirspurn eftir íslenskum fiski. Við skulum ekki gleyma okkur. Svo ekki sé nú minnst á hollustu og heilsusjónarmið til þess að Córóna hugmyndina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er lag. Tækifæri til markaðssetningar á hvítum fiski hafa sjaldan blasað eins vel við en í kjölfar Covid – 19 hefur komið í ljós hversu viðkvæmur hvítfiskmarkaðurinn er víða. Vilji eða kunnátta fólks til að elda fisk heima er takmörkuð varan er of oft þannig framsett að hún höfðar ekki nægilega vel til fólks, hún þarf að vera aðlaðandi og aðgengileg. Eftirspurn, neysla og framboð af fiski hefur hrunið í kjölfar Covid - 19. Laxinn hefur reyndar ekki farið eins illa út úr þessu og hvítfiskurinn en lax hefur þróast í þá átt að vera sér prótein hópur og aðskilið sig frá öðrum fiski þannig að nú er stundum talað um lambakjöt, nautakjöt, svínakjöt, kjúkling, lax og fisk (eða hvítfisk). Dregið hefur úr heimamatreiðslu á fiski í Bretlandi og víða annarsstaðar í Evrópu síðasta áratuginn en þetta hefur ekki verið vandamál þar sem eftirspurn og neysla á fiski utan heimila hefur verið góð. Það er að segja þangað til Covid – 19 skall á. Á einni nóttu lokaðist allt. Hótel, veitingastaðir og mötuneyti skelltu í lás. Þar með varð smásalan, verslanir og verslanakeðjur, eina söluleiðin fyrir fisk (já og aðra ferskvöru). Sumir gerðu sér vonir um að neyslumynstur á fiski myndi breytast á þann hátt að fiskneysla myndi færast yfir í heimaeldamennsku en það gerðist ekki eins og kom berlega í ljós þegar fólk fór að byrgja sig upp af vörum í upphafi faraldursins. Nautakjöt, svínakjöt, lambakjöt, lax og ekki síst kjúklingur voru rifin úr hillum stórmarkaða en eftir sat fiskurinn. Þegar frá leið hvarf fiskurinn svo hægt og rólega eins og eftirspurnin. Að hluta til vegna þess að eldra fólki var ráðlagt að halda sig heima. Og er það þá eldra fólk sem hefur meiri kunnáttu og vilja en yngra fólk til að elda fisk heima? Í kjölfarið ákváðu margir stórmarkaðir að loka borðum með ferskar vörur, þar á meðal fiskborðum, vegna endurskipulagninga á vöktum og að fleira fólk vantaði til þess að fylla á þurrvöruhillur. Eftir stendur að tækifæri eru til að auka markaðshlutdeild á smásölumarkaðinum en ef ekkert verður að gert gæti hlutdeildin minnkað, sér í lagi ef það er stðareynd að það er frekar eldra fólk heldur en yngra fólk sem kann og vill matreiða fisk heima. Kannski þarf að hugsa framsetninguna upp á nýtt. Þessi staða er í það minnsta umhugsunarefni og tilefni þessara skrifa. Er það hlutverk okkar að kenna ungum Evrópubúum að elda fisk? Ekki endilega en samt, þarna er tækifæri til að styrkja markaðinn og þar með að auka verðmæti og eftirspurn eftir íslenskum fiski. Við skulum ekki gleyma okkur. Svo ekki sé nú minnst á hollustu og heilsusjónarmið til þess að Córóna hugmyndina.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun