Vill ekki undanskilja fámenn fyrirtæki frá fyrirtækjalistanum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. maí 2020 21:00 Drífa Snædal er forseti ASÍ Vísir/vilhelm Forseti ASÍ vill ekki undanskilja fámenn fyrirtæki frá birtingu lista yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda. Mikilvægt sé að birta upplýsingarnar til að koma í veg fyrir misnotkun. Vinnumálastofnun vinnur nú að því að setja saman lista yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda. Von er á að listinn verði birtur eftir helgi. Stofnunin skoðar nú hvort undanskilja eigi fámenn fyrirtæki frá listanum. Forstjóri Vinnumálastofnunar hefur áhyggjur af því að með birtingu fámennra fyrirtækja sé auðveldara að leiða af þeim upplýsingum, persónuupplýsingar um þá sem sækja bæturnar. Persónuvernd segir að tilgangur með birtingu upplýsinganna sé að tryggja almannahagsmuni og stuðla að aðhaldi. Því er það mat persónuverndar að sá tilgangur náist ekki fyllilega verði fyrirtæki með fáa starfsmenn undanskilin með öllu frá birtingunni. Forseti ASÍ tekur í sama streng og Persónuvernd og telur að birta eigi lista yfir öll fyrirtæki óháð stærð. „Við höllum okkur að Persónuvernd. Okkur finnst mikilvægt að þetta sé eins gagnsætt og mögulegt er. Persónuvernd hefur í huga vernd persóna það er að segja launafólks og ef Persónuvernd er búin að úrskurða um það að það sé í lagi að birta listana án þess að það sé verið að uppljóstra um persónuupplýsingar launafólks þá höllum við okkur að þeirri skilgreiningu,“ sagði Drífa Snædal, forseti ASÍ. Hún vilji að upplýsingarnar séu birtar til að koma í veg fyrir að úrræðið sé misnotað. „Við erum þarna, við sem skattgreiðendur að greiða mjög háar fjárhæðir til stuðnings fyrirtækja, til stuðnings launafólks í gegnum fyrirtækin þannig að ef að listi yfir fyrirtækin eru birt en ekki launafólk þá er það fullnægjandi að okkar mati,“ sagði Drífa. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Fyrirtækjalistinn verður birtur Listi yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda verður birtur. Unnið er að því að koma listanum í birtingarhæft form og er því ekki von á honum fyrr en líklega í næstu viku. 15. maí 2020 19:00 Persónuverndarlög stoppa ekki birtingu fyrirtækjalistans Þetta er mat Persónuverndar, sem þó undirstrikar að hún sker ekki úr um lögmæti birtingarinnar sem stofnunin telur að fari eftir upplýsingalögum. 13. maí 2020 11:40 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takti við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Forseti ASÍ vill ekki undanskilja fámenn fyrirtæki frá birtingu lista yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda. Mikilvægt sé að birta upplýsingarnar til að koma í veg fyrir misnotkun. Vinnumálastofnun vinnur nú að því að setja saman lista yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda. Von er á að listinn verði birtur eftir helgi. Stofnunin skoðar nú hvort undanskilja eigi fámenn fyrirtæki frá listanum. Forstjóri Vinnumálastofnunar hefur áhyggjur af því að með birtingu fámennra fyrirtækja sé auðveldara að leiða af þeim upplýsingum, persónuupplýsingar um þá sem sækja bæturnar. Persónuvernd segir að tilgangur með birtingu upplýsinganna sé að tryggja almannahagsmuni og stuðla að aðhaldi. Því er það mat persónuverndar að sá tilgangur náist ekki fyllilega verði fyrirtæki með fáa starfsmenn undanskilin með öllu frá birtingunni. Forseti ASÍ tekur í sama streng og Persónuvernd og telur að birta eigi lista yfir öll fyrirtæki óháð stærð. „Við höllum okkur að Persónuvernd. Okkur finnst mikilvægt að þetta sé eins gagnsætt og mögulegt er. Persónuvernd hefur í huga vernd persóna það er að segja launafólks og ef Persónuvernd er búin að úrskurða um það að það sé í lagi að birta listana án þess að það sé verið að uppljóstra um persónuupplýsingar launafólks þá höllum við okkur að þeirri skilgreiningu,“ sagði Drífa Snædal, forseti ASÍ. Hún vilji að upplýsingarnar séu birtar til að koma í veg fyrir að úrræðið sé misnotað. „Við erum þarna, við sem skattgreiðendur að greiða mjög háar fjárhæðir til stuðnings fyrirtækja, til stuðnings launafólks í gegnum fyrirtækin þannig að ef að listi yfir fyrirtækin eru birt en ekki launafólk þá er það fullnægjandi að okkar mati,“ sagði Drífa.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Fyrirtækjalistinn verður birtur Listi yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda verður birtur. Unnið er að því að koma listanum í birtingarhæft form og er því ekki von á honum fyrr en líklega í næstu viku. 15. maí 2020 19:00 Persónuverndarlög stoppa ekki birtingu fyrirtækjalistans Þetta er mat Persónuverndar, sem þó undirstrikar að hún sker ekki úr um lögmæti birtingarinnar sem stofnunin telur að fari eftir upplýsingalögum. 13. maí 2020 11:40 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takti við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Fyrirtækjalistinn verður birtur Listi yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda verður birtur. Unnið er að því að koma listanum í birtingarhæft form og er því ekki von á honum fyrr en líklega í næstu viku. 15. maí 2020 19:00
Persónuverndarlög stoppa ekki birtingu fyrirtækjalistans Þetta er mat Persónuverndar, sem þó undirstrikar að hún sker ekki úr um lögmæti birtingarinnar sem stofnunin telur að fari eftir upplýsingalögum. 13. maí 2020 11:40