Move með Mömmunum framlag Svía til Eurovision Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2020 22:46 The Mamas samanstendur af þeim Ashley Haynes, frá Bandaríkjunum, og þeim sænsku Dinah Yonas Manna og Loulou Lamotte frá Svíþjóð. The Mamas komu, sáu og sigruðu í Melodifestialen 2020 sem fram fór í Stokkhólmi í kvöld frammi fyrir þrjátíu þúsund manns í stappaðri Friends Arena. Lag þeirra Move er því framlag Svía til Eurovision sem fram fer í Rotterdam í Hollandi í maí. Eftir fjögur undanúrslitakvöld og eitt aukakvöld kepptu tólf lög á úrslitakvöldinu. Um er að ræða stærsta sjónvarpskvöld þeirra Svía og ríkir jafnan mikil eftirvænting fyrir kvöldinu. Líkt og hér heima voru það áhorfendur í símakosningu til móts við atkvæði alþjóðlegra dómnefnda sem réðu því hvernig úrslitin yrðu. Aðeins einu stigi munaði að lokum á Move og Dotter sem flestir reiknuðu með að myndi vinna. 1. The Mamas - Move 137 stig 2. Dotter - Bulletproof 136 stig 3. Anna Bergendahl - Kingdom Come 107 stig Að neðan má sjá lögin sem höfnuðu í þremur efstu sætunum. Þess má geta að Ísland var fulltrúi Norðurlandanna í alþjóðlegu dómnefndinni í ár. Kom það í hlut Selmu Björnsdóttur, Eurovision-fara Íslands árið 1999 og 2005, að kynna stigin frá Íslandi. The Mamas fengu 8 stig frá Íslandi, Anna Bergendahl 10 stig og Dotter 12 stig. Eurovision Svíþjóð Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Fleiri fréttir Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Sjá meira
The Mamas komu, sáu og sigruðu í Melodifestialen 2020 sem fram fór í Stokkhólmi í kvöld frammi fyrir þrjátíu þúsund manns í stappaðri Friends Arena. Lag þeirra Move er því framlag Svía til Eurovision sem fram fer í Rotterdam í Hollandi í maí. Eftir fjögur undanúrslitakvöld og eitt aukakvöld kepptu tólf lög á úrslitakvöldinu. Um er að ræða stærsta sjónvarpskvöld þeirra Svía og ríkir jafnan mikil eftirvænting fyrir kvöldinu. Líkt og hér heima voru það áhorfendur í símakosningu til móts við atkvæði alþjóðlegra dómnefnda sem réðu því hvernig úrslitin yrðu. Aðeins einu stigi munaði að lokum á Move og Dotter sem flestir reiknuðu með að myndi vinna. 1. The Mamas - Move 137 stig 2. Dotter - Bulletproof 136 stig 3. Anna Bergendahl - Kingdom Come 107 stig Að neðan má sjá lögin sem höfnuðu í þremur efstu sætunum. Þess má geta að Ísland var fulltrúi Norðurlandanna í alþjóðlegu dómnefndinni í ár. Kom það í hlut Selmu Björnsdóttur, Eurovision-fara Íslands árið 1999 og 2005, að kynna stigin frá Íslandi. The Mamas fengu 8 stig frá Íslandi, Anna Bergendahl 10 stig og Dotter 12 stig.
Eurovision Svíþjóð Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Fleiri fréttir Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Sjá meira