Obama gagnrýnir enn viðbrögð Trump-stjórnarinnar við faraldrinum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. maí 2020 07:40 Frá ávarpi Obama til útskriftarárganga háskóla í gær. Vísir/AP Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er áfram gagnrýninn á viðbrögð Donalds Trump og ríkisstjórnar hans við kórónuveirufaraldrinum í Bandaríkjunum. Hann segir marga embættismenn „ekki einu sinni þykjast vera við stjórnvölinn.“ Þetta sagði Obama í ávarpi sem hann flutti á netinu og beindist að þeim ungmennum sem nú útskrifast úr háskólum Bandaríkjanna. Útskriftir víða um heim hafa þurft að vera með öðruvísi sniði sökum þeirra reglna sem komið hefur verið á til þess að forða útbreiðslu kórónuveirunnar. Í ávarpinu sagði Obama að faraldurinn hefði varpað ljósi á annmarka í forystu landsins. „Meira en nokkuð annað hefur þessi heimsfaraldur algerlega og loksins svipt hulunni af þeirri hugmynd að margt af því fólki sem stjórnar viti hvað það er að gera. Margt þeirra er ekki einu sinni að þykjast vera við stjórnvölinn,“ sagði Obama. Þetta er í annað sinn á fáeinum dögum sem forsetinn fyrrverandi lét hörð gagnrýnisorð falla um stjórn Trumps og viðbrögð hennar við faraldrinum. Í síðustu viku lak innihald símafundar þar sem hann kallaði viðbrögð stjórnvalda „skipulagslaust stórslys.“ Ekkert ríki hefur staðfest fleiri tilfelli kórónuveirunnar en Bandaríkin. Rétt rúmlega ein og hálf milljón manna hefur greinst með veiruna. Þá hafa hvergi látist fleiri af völdum veirunnar en í Bandaríkjunum. Þar hafa rúmlega 90 þúsund látið lífið, þar af 1.218 síðasta heila sólarhringinn. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er áfram gagnrýninn á viðbrögð Donalds Trump og ríkisstjórnar hans við kórónuveirufaraldrinum í Bandaríkjunum. Hann segir marga embættismenn „ekki einu sinni þykjast vera við stjórnvölinn.“ Þetta sagði Obama í ávarpi sem hann flutti á netinu og beindist að þeim ungmennum sem nú útskrifast úr háskólum Bandaríkjanna. Útskriftir víða um heim hafa þurft að vera með öðruvísi sniði sökum þeirra reglna sem komið hefur verið á til þess að forða útbreiðslu kórónuveirunnar. Í ávarpinu sagði Obama að faraldurinn hefði varpað ljósi á annmarka í forystu landsins. „Meira en nokkuð annað hefur þessi heimsfaraldur algerlega og loksins svipt hulunni af þeirri hugmynd að margt af því fólki sem stjórnar viti hvað það er að gera. Margt þeirra er ekki einu sinni að þykjast vera við stjórnvölinn,“ sagði Obama. Þetta er í annað sinn á fáeinum dögum sem forsetinn fyrrverandi lét hörð gagnrýnisorð falla um stjórn Trumps og viðbrögð hennar við faraldrinum. Í síðustu viku lak innihald símafundar þar sem hann kallaði viðbrögð stjórnvalda „skipulagslaust stórslys.“ Ekkert ríki hefur staðfest fleiri tilfelli kórónuveirunnar en Bandaríkin. Rétt rúmlega ein og hálf milljón manna hefur greinst með veiruna. Þá hafa hvergi látist fleiri af völdum veirunnar en í Bandaríkjunum. Þar hafa rúmlega 90 þúsund látið lífið, þar af 1.218 síðasta heila sólarhringinn.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira