Hætti vatn að renna til tjarnarinnar verði það dauðadómur yfir fuglalífi á svæðinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. maí 2020 22:00 Finnur Ingimarsson er forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs EGILL AÐALSTEINS Framkvæmdir á Hlíðarsvæðinu gætu haft áhrif á vatnsbúskap Tjarnarinnar. Líffræðingur segir mikilvægt að viðhalda lágmarksrennsli en hætta er á að vatn hætti að renna til tjarnarinnar sem yrði dauðadómur yfir fuglalífi á svæðinu. Í skýrslu um fuglalíf tjarnarinnar sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg og birt í byrjun árs kemur fram að Urtöndum hafi fækkað töluvert. Veturinn 2007-2008 sáust mest 36 fuglar en það sem er af vetri 2019-2020 hafa sést mest 7 fuglar. Vetursetufuglar hafa haldið sig mest á Vatnsmýratjörn og Hústjörn en líka á skurðum austast í Vatnsmýrinni. Þessum skurðum hefur nú verið spillt í tengslum við uppbyggingu á Hlíðarendasvæðinu. Forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs segir mikilvægt að stuðla að blágrænum lausnum svo unnt sé að halda uppi vatnsrennsli frá nýbyggingum til tjarnarinnar. „Svo er náttúrulega spurning hvort hægt sé að horfa til byggðarinnar í kring. Er hægt að taka ofanvatn af þökum og veita því með einhverjum hætti til tjarnarinnar,“ sagði Finnur Ingimarsson, forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs. Ákveðið lágmarksrennsli þurfi að vera í tjörninni til að viðhalda smádýralífi sem er grundvöllur fuglalífs. Fuglalíf á Tjörninni. Það er ekki sjálfgefið að fuglalíf kryddi mannlífið í miðborg Reykjavíkur. „Hér í Vatnsmýrinni er eitt helsta varpsvæði Reykjavíkurborgar. Svæðið hér fyrir aftan er lokað þar sem varptíminn stendur sem hæst. Það myndi hafa gríðarleg áhrif á fuglalíf í borginni ef vatnsbúskapurinn er ekki í lagi.“ Í skýrslunni kemur fram að Vatnsbúskapur tjarnarinnar gæti verið í hættu vegna mikilla framkvæmda víða í Vatnsmýri eða í jaðri hennar. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á Hlíðarendasvæðinu og til stendur að byggja við sunnanverðan Flugvöllinn. Vakta þurfi vatnsbúskap tjarnarinnar þar sem framkvæmdirnar gætu haft áhrif á vatnsbúskapinn en hætta er á að vatn hætti að renna til Tjarnarinnar og það mundi verða endanlegur dauðadómur yfir lífríkinu og fuglalífinu. Umhverfismál Reykjavík Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
Framkvæmdir á Hlíðarsvæðinu gætu haft áhrif á vatnsbúskap Tjarnarinnar. Líffræðingur segir mikilvægt að viðhalda lágmarksrennsli en hætta er á að vatn hætti að renna til tjarnarinnar sem yrði dauðadómur yfir fuglalífi á svæðinu. Í skýrslu um fuglalíf tjarnarinnar sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg og birt í byrjun árs kemur fram að Urtöndum hafi fækkað töluvert. Veturinn 2007-2008 sáust mest 36 fuglar en það sem er af vetri 2019-2020 hafa sést mest 7 fuglar. Vetursetufuglar hafa haldið sig mest á Vatnsmýratjörn og Hústjörn en líka á skurðum austast í Vatnsmýrinni. Þessum skurðum hefur nú verið spillt í tengslum við uppbyggingu á Hlíðarendasvæðinu. Forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs segir mikilvægt að stuðla að blágrænum lausnum svo unnt sé að halda uppi vatnsrennsli frá nýbyggingum til tjarnarinnar. „Svo er náttúrulega spurning hvort hægt sé að horfa til byggðarinnar í kring. Er hægt að taka ofanvatn af þökum og veita því með einhverjum hætti til tjarnarinnar,“ sagði Finnur Ingimarsson, forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs. Ákveðið lágmarksrennsli þurfi að vera í tjörninni til að viðhalda smádýralífi sem er grundvöllur fuglalífs. Fuglalíf á Tjörninni. Það er ekki sjálfgefið að fuglalíf kryddi mannlífið í miðborg Reykjavíkur. „Hér í Vatnsmýrinni er eitt helsta varpsvæði Reykjavíkurborgar. Svæðið hér fyrir aftan er lokað þar sem varptíminn stendur sem hæst. Það myndi hafa gríðarleg áhrif á fuglalíf í borginni ef vatnsbúskapurinn er ekki í lagi.“ Í skýrslunni kemur fram að Vatnsbúskapur tjarnarinnar gæti verið í hættu vegna mikilla framkvæmda víða í Vatnsmýri eða í jaðri hennar. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á Hlíðarendasvæðinu og til stendur að byggja við sunnanverðan Flugvöllinn. Vakta þurfi vatnsbúskap tjarnarinnar þar sem framkvæmdirnar gætu haft áhrif á vatnsbúskapinn en hætta er á að vatn hætti að renna til Tjarnarinnar og það mundi verða endanlegur dauðadómur yfir lífríkinu og fuglalífinu.
Umhverfismál Reykjavík Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira