Kæra hefur ekki áhrif á frekari friðlýsingar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. maí 2020 20:15 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Kæra landeigenda vegna friðlýsingar vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum hefur ekki áhrif á frekari áform stjórnvalda um friðlýsingar að sögn umhverfisráðherra. Hann telur að rétt hafi verið staðið að öllu í ferlinu og kveðst ekki óttast hugsanlega skaðabótaskyldu á hendur ríkinu. Umhverfisráðherra undirritaði friðlýsingu vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum í ágúst í fyrra. Ákvörðunin byggði á rammaáætlun sem samþykkt var 2013 en með friðlýsingunni er áin vernduð gegn orkuvinnslu sem tillögur höfðu verið uppi um. Mbl.is greindi frá því nýverið að eigendur jarðarinnar Brúar á Jökuldal hafi höfðað dómsmál á heldur ríkinu þar sem þess er krafist, að ákvörðun um friðlýsingu á vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum fyrir orkuvinnslu, verði dæmd ógild. Ráðherra segir að ríkið muni taka til varna í málinu. „Við teljum að það hafi verið staðið rétt að þessari friðlýsingu á allan hátt og við megum ekki gleyma því að það er ákvörðun Alþingis árið 2013 að ráðast í friðlýsingu meðal annars á Jökulsá á Fjöllum. Það sem ég er að gera er að framfylgja þeirri ákvörðun, enda löngu kominn tími til. Það eru sjö ár síðan Alþingi samþykkti þetta og mjög mikilvægt að það sé kominn umhverfisráðherra sem gengur í þau verk að klára þessar friðlýsingar á grundvelli ákvörðunar Alþingis um rammaáætlun.“ Hann kveðst hvorki óttast að ákvörðuninni verði hnekkt, né heldur að ríkið kunni að hafa kallað yfir sig skaðabótaskyldu. „Málið fer bara í þann farveg sem að það fer í þegar að svona ákvarðanir eru bornar undir óháða aðila, þannig að það bara á sinn gang í ferlinu,“ segir umhverfisráðherra. Umrædd friðlýsing var sú fyrsta í verndarflokki rammaáætlunar og er hluti af átaki stjórnvalda í friðlýsingum. Þessi kæra, hefur hún einhver áhrif á frekari áform um friðlýsingar? „Nei, hún hefur það ekki.“ Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Norðurþing Skútustaðahreppur Fljótsdalshérað Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Kæra landeigenda vegna friðlýsingar vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum hefur ekki áhrif á frekari áform stjórnvalda um friðlýsingar að sögn umhverfisráðherra. Hann telur að rétt hafi verið staðið að öllu í ferlinu og kveðst ekki óttast hugsanlega skaðabótaskyldu á hendur ríkinu. Umhverfisráðherra undirritaði friðlýsingu vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum í ágúst í fyrra. Ákvörðunin byggði á rammaáætlun sem samþykkt var 2013 en með friðlýsingunni er áin vernduð gegn orkuvinnslu sem tillögur höfðu verið uppi um. Mbl.is greindi frá því nýverið að eigendur jarðarinnar Brúar á Jökuldal hafi höfðað dómsmál á heldur ríkinu þar sem þess er krafist, að ákvörðun um friðlýsingu á vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum fyrir orkuvinnslu, verði dæmd ógild. Ráðherra segir að ríkið muni taka til varna í málinu. „Við teljum að það hafi verið staðið rétt að þessari friðlýsingu á allan hátt og við megum ekki gleyma því að það er ákvörðun Alþingis árið 2013 að ráðast í friðlýsingu meðal annars á Jökulsá á Fjöllum. Það sem ég er að gera er að framfylgja þeirri ákvörðun, enda löngu kominn tími til. Það eru sjö ár síðan Alþingi samþykkti þetta og mjög mikilvægt að það sé kominn umhverfisráðherra sem gengur í þau verk að klára þessar friðlýsingar á grundvelli ákvörðunar Alþingis um rammaáætlun.“ Hann kveðst hvorki óttast að ákvörðuninni verði hnekkt, né heldur að ríkið kunni að hafa kallað yfir sig skaðabótaskyldu. „Málið fer bara í þann farveg sem að það fer í þegar að svona ákvarðanir eru bornar undir óháða aðila, þannig að það bara á sinn gang í ferlinu,“ segir umhverfisráðherra. Umrædd friðlýsing var sú fyrsta í verndarflokki rammaáætlunar og er hluti af átaki stjórnvalda í friðlýsingum. Þessi kæra, hefur hún einhver áhrif á frekari áform um friðlýsingar? „Nei, hún hefur það ekki.“
Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Norðurþing Skútustaðahreppur Fljótsdalshérað Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira