Hugur í KA-mönnum en markmiðin raunhæf Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2020 21:00 Jónatan Magnússon léttur í bragði fyrir utan KA-heimilið. MYND/STÖÐ 2 „KA er stórt félag, með góða sögu, en við erum raunhæfir í öllum okkar markmiðum. Aðalmálið er að það sé gott handboltalíf á Akureyri og það er það sem við byggjum að,“ segir Jónatan Magnússon, þjálfari KA í handbolta. KA hafnaði í 10. sæti Olís-deildar karla á síðustu leiktíð en hefur síðan fengið til sín landsliðsmanninn Ólaf Gústafsson og Árna Braga Eyjólfsson úr atvinnumennsku í Danmörku, og Ragnar Snæ Njálsson frá Stjörnunni. „Við erum búnir að vera að byggja þetta upp hérna í skrefum. Það er náttúrulega frábært að fá Óla og frábært að fá Árna, en svo erum við líka að missa leikmenn líka. Við misstum Dag Gauta til dæmis suður [til Stjörnunnar] en fengum Jóa [Jóhann Geir Sævarsson frá Þór] í staðinn. En leikmennirnir sem við höfum fengið eru hugsaðir til að bæta okkur svo að við getum tekið skref, en eins og allir hafa séð er deildin að styrkjast mikið svo að ég er ánægður með fólkið í okkar stjórn sem sér til þess að við getum haldið áfram okkar vegferð við að byggja upp þetta lið, og séum samkeppnishæfir. Ég er mjög ánægður með þá leikmenn sem hafa komið til okkar,“ sagði Jónatan í Sportpakkanum á Stöð 2. Markmið KA er að fara að minnsta kosti í úrslitakeppni átta efstu liða Olís-deildarinnar á næstu leiktíð: „Við hugsuðum það svo sem fyrir síðustu leiktíð. Okkur fannst það rökrétt eftir að hafa árið á undan verið einu sæti frá úrslitakeppni. Síðasta tímabil var vonbrigði fyrir okkur, þó að það hafi svo sem ekki klárast. Við viljum taka skref fram á við á hverju ári. Það er mikil vinna fram undan en það er mikill hugur í fólkinu í félaginu,“ sagði Jónatan en nánar er rætt við hann hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Jónatan um stöðu KA Olís-deild karla Handbolti KA Sportpakkinn Mest lesið Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Fleiri fréttir Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Sjá meira
„KA er stórt félag, með góða sögu, en við erum raunhæfir í öllum okkar markmiðum. Aðalmálið er að það sé gott handboltalíf á Akureyri og það er það sem við byggjum að,“ segir Jónatan Magnússon, þjálfari KA í handbolta. KA hafnaði í 10. sæti Olís-deildar karla á síðustu leiktíð en hefur síðan fengið til sín landsliðsmanninn Ólaf Gústafsson og Árna Braga Eyjólfsson úr atvinnumennsku í Danmörku, og Ragnar Snæ Njálsson frá Stjörnunni. „Við erum búnir að vera að byggja þetta upp hérna í skrefum. Það er náttúrulega frábært að fá Óla og frábært að fá Árna, en svo erum við líka að missa leikmenn líka. Við misstum Dag Gauta til dæmis suður [til Stjörnunnar] en fengum Jóa [Jóhann Geir Sævarsson frá Þór] í staðinn. En leikmennirnir sem við höfum fengið eru hugsaðir til að bæta okkur svo að við getum tekið skref, en eins og allir hafa séð er deildin að styrkjast mikið svo að ég er ánægður með fólkið í okkar stjórn sem sér til þess að við getum haldið áfram okkar vegferð við að byggja upp þetta lið, og séum samkeppnishæfir. Ég er mjög ánægður með þá leikmenn sem hafa komið til okkar,“ sagði Jónatan í Sportpakkanum á Stöð 2. Markmið KA er að fara að minnsta kosti í úrslitakeppni átta efstu liða Olís-deildarinnar á næstu leiktíð: „Við hugsuðum það svo sem fyrir síðustu leiktíð. Okkur fannst það rökrétt eftir að hafa árið á undan verið einu sæti frá úrslitakeppni. Síðasta tímabil var vonbrigði fyrir okkur, þó að það hafi svo sem ekki klárast. Við viljum taka skref fram á við á hverju ári. Það er mikil vinna fram undan en það er mikill hugur í fólkinu í félaginu,“ sagði Jónatan en nánar er rætt við hann hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Jónatan um stöðu KA
Olís-deild karla Handbolti KA Sportpakkinn Mest lesið Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Fleiri fréttir Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Sjá meira