Ósammála því að réttindi neytenda séu ekki tryggð í nýju frumvarpi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. maí 2020 19:58 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra var í Víglínunni í dag. Vísir/Einar Frumvörp vegna nýjustu aðgerða ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins voru samþykkt í ríkisstjórn á föstudaginn og koma til kasta þingsins eftir helgi. Umdeildasta ráðstöfunin er að ferðaskrifstofum verði heimilt að gefa út inneignarnótur í stað þess að endurgreiða ferðir sem ekki hafa verið farnar. Frumvarpið hefur verið harðlega gagnrýnt og telja margir að öryggi neytenda sé ekki tryggt í því. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra sagði í Víglínunni í dag að árið 2018 hafi verið innleidd hér á landi löggjöf samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins og í henni felist mikið neytendaöryggi. Samkvæmt löggjöfinni ber hverju fyrirtæki að vera með tryggingar sem hægt sé að sækja í og endurgreiða viðskiptavinum fari fyrirtækið í þrot. „Forsendur [tilskipunarinnar] eru brostnar. Það var enginn að skrifa þessa tilskipun með það í huga að það væru einhverjar líkur á því að það yrði slökkt á allri ferðaþjónustu í allri álfunni og þar í kring. Þetta er gert til að tryggja aukin réttindi neytenda,“ sagðiÞórdís. Þá sagði hún að þetta eigi bara við um pakkaferðir, ekki til dæmis hefðbundna miða sem fólk kaupi hjá flugfélögum, það sé annað mál. Hún sagði að þegar ferðaþjónustufyrirtæki eru búin að láta af hendi fjármunina sem viðskiptavinir hafa greitt fyrir ákveðnar pakkaferðir séu þau ekki í stöðu til að sækja þá fjármuni en þurfi þau að greiða viðskiptavinunum á einu bretti, án þess að geta sótt peningana aftur, sé hætta á að þau fari í þrot. „Við horfðum einfaldlega framan í það að ef við gerðum ekki neitt, sem getur alveg verið að verði niðurstaðan miðað við umræðuna og skort á pólitískum stuðningi við málið, þá horfum við fram á að ansi mörg þessara félaga muni fara í þrot.“ „Þá fer þessi mekanismi í gang þar sem viðskiptavinir, einhverjir verða búnir að fá endurgreitt, annars ef félagið fer í þrot ertu með þessar tryggingar,“ sagði Þórdís. Tryggingarnar er ekki hægt að grípa í fyrr en eftir að fyrirtækið er orðið gjaldþrota. „Við vissum að allar þessar [20 stærstu] ferðaskrifstofur eru með tryggingar sem eru með hærri fjárhæð en útistandandi kröfur þannig að þar af leiðandi getur maður sagt að réttindi neytandans eru tryggð,“ sagði Þórdís. „Þannig að ég get ekki tekið undir orð Breka, formanns Neytendasamtakanna þegar hann sagði að inneignarnótur í gjaldþrota fyrirtæki séu einskis virði. Alla jafna er það staðan en í þessu tilviki ekki vegna þess að þarna að baki eru þessar tryggingar sem eru til þess að greiða útistandandi kröfur.“ „Ég átta mig alveg á því að þetta er ekki „príma“ frumvarp fyrir neytendur, enda voru aðgerðirnar til þess að þetta væri einhvers konar vernd fyrir ferðaskrifstofurnar. Til að koma einhverju súrefni inn í þær og þær nái að slaka og einhverju svigrúmi til að það myndu ekki þurrkast upp allir fjármunir og þær fara í þrot.“ Hún segist meðvituð um það að margir séu ekki spenntir fyrir frumvarpinu og fylgst sé með aðgerðum landa í kring um okkur. Sum ríki hafa veitt allsherjar ríkisábyrgð á þessum kröfum en sú leið hefur ekki verið farin hér á landi. „Við erum auðvitað að fara í margar aðrar meiriháttar aðgerðir sem að kosta stórkostlega fjármuni.“ Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Virðast ekki ætla að flykkjast til landsins í júní Ferðamenn virðast ekki ætla að flykkjast til landsins um leið og það verður opnað 15. júní. Meira er um fyrirspurnir síðsumars og í haust. Íslendingar virðast einnig áhugasamir um að komast út fyrir landsteinana seinna á árinu. 17. maí 2020 19:30 Bankar lýsa áhyggjum sínum af frumvarpi ferðamálaráðherra Arion banki og Íslandsbanki hafa varað við frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra sem heimilar ferðaskrifstofum og flugfélögum að endurgreiða viðskiptavinum sínum með inneignarnótum í stað peninga. 17. maí 2020 09:26 Vilja fá að bjóða landsmönnum út í Hrísey í sumar Hríseyingar stefna ótrauðir á það að lokka Íslendinga út í eyjuna í sumar. Formaður Ferðamálafélags eyjunnar lofar nógu plássi og engum troðningi fyrir þá sem eru orðnir þreyttir á inniveru vetrarsins. 16. maí 2020 22:30 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Frumvörp vegna nýjustu aðgerða ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins voru samþykkt í ríkisstjórn á föstudaginn og koma til kasta þingsins eftir helgi. Umdeildasta ráðstöfunin er að ferðaskrifstofum verði heimilt að gefa út inneignarnótur í stað þess að endurgreiða ferðir sem ekki hafa verið farnar. Frumvarpið hefur verið harðlega gagnrýnt og telja margir að öryggi neytenda sé ekki tryggt í því. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra sagði í Víglínunni í dag að árið 2018 hafi verið innleidd hér á landi löggjöf samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins og í henni felist mikið neytendaöryggi. Samkvæmt löggjöfinni ber hverju fyrirtæki að vera með tryggingar sem hægt sé að sækja í og endurgreiða viðskiptavinum fari fyrirtækið í þrot. „Forsendur [tilskipunarinnar] eru brostnar. Það var enginn að skrifa þessa tilskipun með það í huga að það væru einhverjar líkur á því að það yrði slökkt á allri ferðaþjónustu í allri álfunni og þar í kring. Þetta er gert til að tryggja aukin réttindi neytenda,“ sagðiÞórdís. Þá sagði hún að þetta eigi bara við um pakkaferðir, ekki til dæmis hefðbundna miða sem fólk kaupi hjá flugfélögum, það sé annað mál. Hún sagði að þegar ferðaþjónustufyrirtæki eru búin að láta af hendi fjármunina sem viðskiptavinir hafa greitt fyrir ákveðnar pakkaferðir séu þau ekki í stöðu til að sækja þá fjármuni en þurfi þau að greiða viðskiptavinunum á einu bretti, án þess að geta sótt peningana aftur, sé hætta á að þau fari í þrot. „Við horfðum einfaldlega framan í það að ef við gerðum ekki neitt, sem getur alveg verið að verði niðurstaðan miðað við umræðuna og skort á pólitískum stuðningi við málið, þá horfum við fram á að ansi mörg þessara félaga muni fara í þrot.“ „Þá fer þessi mekanismi í gang þar sem viðskiptavinir, einhverjir verða búnir að fá endurgreitt, annars ef félagið fer í þrot ertu með þessar tryggingar,“ sagði Þórdís. Tryggingarnar er ekki hægt að grípa í fyrr en eftir að fyrirtækið er orðið gjaldþrota. „Við vissum að allar þessar [20 stærstu] ferðaskrifstofur eru með tryggingar sem eru með hærri fjárhæð en útistandandi kröfur þannig að þar af leiðandi getur maður sagt að réttindi neytandans eru tryggð,“ sagði Þórdís. „Þannig að ég get ekki tekið undir orð Breka, formanns Neytendasamtakanna þegar hann sagði að inneignarnótur í gjaldþrota fyrirtæki séu einskis virði. Alla jafna er það staðan en í þessu tilviki ekki vegna þess að þarna að baki eru þessar tryggingar sem eru til þess að greiða útistandandi kröfur.“ „Ég átta mig alveg á því að þetta er ekki „príma“ frumvarp fyrir neytendur, enda voru aðgerðirnar til þess að þetta væri einhvers konar vernd fyrir ferðaskrifstofurnar. Til að koma einhverju súrefni inn í þær og þær nái að slaka og einhverju svigrúmi til að það myndu ekki þurrkast upp allir fjármunir og þær fara í þrot.“ Hún segist meðvituð um það að margir séu ekki spenntir fyrir frumvarpinu og fylgst sé með aðgerðum landa í kring um okkur. Sum ríki hafa veitt allsherjar ríkisábyrgð á þessum kröfum en sú leið hefur ekki verið farin hér á landi. „Við erum auðvitað að fara í margar aðrar meiriháttar aðgerðir sem að kosta stórkostlega fjármuni.“
Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Virðast ekki ætla að flykkjast til landsins í júní Ferðamenn virðast ekki ætla að flykkjast til landsins um leið og það verður opnað 15. júní. Meira er um fyrirspurnir síðsumars og í haust. Íslendingar virðast einnig áhugasamir um að komast út fyrir landsteinana seinna á árinu. 17. maí 2020 19:30 Bankar lýsa áhyggjum sínum af frumvarpi ferðamálaráðherra Arion banki og Íslandsbanki hafa varað við frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra sem heimilar ferðaskrifstofum og flugfélögum að endurgreiða viðskiptavinum sínum með inneignarnótum í stað peninga. 17. maí 2020 09:26 Vilja fá að bjóða landsmönnum út í Hrísey í sumar Hríseyingar stefna ótrauðir á það að lokka Íslendinga út í eyjuna í sumar. Formaður Ferðamálafélags eyjunnar lofar nógu plássi og engum troðningi fyrir þá sem eru orðnir þreyttir á inniveru vetrarsins. 16. maí 2020 22:30 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Virðast ekki ætla að flykkjast til landsins í júní Ferðamenn virðast ekki ætla að flykkjast til landsins um leið og það verður opnað 15. júní. Meira er um fyrirspurnir síðsumars og í haust. Íslendingar virðast einnig áhugasamir um að komast út fyrir landsteinana seinna á árinu. 17. maí 2020 19:30
Bankar lýsa áhyggjum sínum af frumvarpi ferðamálaráðherra Arion banki og Íslandsbanki hafa varað við frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra sem heimilar ferðaskrifstofum og flugfélögum að endurgreiða viðskiptavinum sínum með inneignarnótum í stað peninga. 17. maí 2020 09:26
Vilja fá að bjóða landsmönnum út í Hrísey í sumar Hríseyingar stefna ótrauðir á það að lokka Íslendinga út í eyjuna í sumar. Formaður Ferðamálafélags eyjunnar lofar nógu plássi og engum troðningi fyrir þá sem eru orðnir þreyttir á inniveru vetrarsins. 16. maí 2020 22:30