Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var í þrígang kölluð út vegna líkamsárása í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi og nótt.
Fyrsta tilkynningin barst skömmu eftir klukkan 20, en þegar lögreglu bar að garði var gerandi farinn af vettvangi að því er fram kemur í dagbók lögreglu.
Um 22:15 var óskað eftir aðstoð vegna annarar líkamsárásar. Þegar lögregla kom á vettvang reyndi meintur árásarmaður að hlaupa frá lögreglu en var svo handtekinn.
Tilkynnt var um þriðju árásina um hálf tvö í nótt. Þar var árásarmaðurinn handtekinn og vistaður í fangaklefa.
Í dagbók lögreglu segir einnig frá því að veitingahús í miðborginni hafi óskað aðstoðar vegna ölvaðs gest, auk þess að kvartað var undan hávaða í heimahúsum víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu.
Lögregla handtók einnig nokkra vegna ökumenn gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.