Sinubruni lagði náttúruperlu í Grafarholti í hættu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. maí 2020 00:25 Ekki mátti miklu muna að skógurinn í Leirdal í Grafarholti yrði eldinum að bráð. Vísir/Jóhann K. Mikill sinubruni komu upp á grænu svæði í Leirdal í Grafarholti á tólfta tímanum. Var eldurinn það mikill að íbúar í hverfinu flykktust að þegar slökkvilið var á leið á vettvang. Þórir Steinarsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir að staðan hafi ekki verið góð þegar slökkvilið bar að. „Hún leit ekki alveg vel út. Það var góður reykur hérna yfir byggðina og svo þegar við komum að þá var allt fullt af trjám þannig að við áttuðum okkur ekkert á því þetta litli út,“ segir Þórir. Svæðið er miðsvæðis í Grafarholti, í Leirdal þar sem meðal annars Þrettándabrenna hverfisins fer fram. Svæðið stendur austast við golfvöllinn í Grafarholti. Þórir segir vind hafa verið á svæðinu og að sem betur fer hafi hann ekki verið mikill. „Það var alveg séns að þetta hefði getað borist hratt yfir. Hér erum við með sinu og nóg af gróðri og trjám, sem vonandi er ekki mikið skemmt,“ segir Þórir. Um tíma lagði var náttúruperla í Leirdal í Grafarholti í hætti. Ekki þurfti mikið til að eldurinn breiddist út.Vísir/Jóhann K. Sinubrunar því miður eitt af hefðbundnum vorverkum slökkviliða Þórir segir að slökkvilið hafi fljótt náð að slá á eldinn. Lítil hætta hafi verið á ferðum en gróður í hættu. Sinubrunar séu því miður eitt af hefðbundnum vorverkum slökkviliða. „Það fylgir þessu. Þannig að við skulum ekki tala mikið um þetta. En það er búið að vera töluvert síðustu daga,“ segir Þórir. Útkallið í kvöld er ekki það fyrsta hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þrír aðrir sinubrunar hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu. Töluverðan mannskap þurfti til að sinna útkallinu í Grafarholti. „Við komum frá tveimur stöðvum og vorum með tankbíl. Það er mjög erfitt að eiga við svona í gróðrinum. Svo var annar tankbíll á leiðinni frá slökkvistöðinni í Hafnarfirði sem við snerum við þegar við vorum búnir að ná tökum á þessu,“ segir Þórir. Töluverðan mannskap og tækjabúnað þurfti til þess að ná tökum á eldinum.Vísir/Jóhann K. Slökkvilið Reykjavík Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira
Mikill sinubruni komu upp á grænu svæði í Leirdal í Grafarholti á tólfta tímanum. Var eldurinn það mikill að íbúar í hverfinu flykktust að þegar slökkvilið var á leið á vettvang. Þórir Steinarsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir að staðan hafi ekki verið góð þegar slökkvilið bar að. „Hún leit ekki alveg vel út. Það var góður reykur hérna yfir byggðina og svo þegar við komum að þá var allt fullt af trjám þannig að við áttuðum okkur ekkert á því þetta litli út,“ segir Þórir. Svæðið er miðsvæðis í Grafarholti, í Leirdal þar sem meðal annars Þrettándabrenna hverfisins fer fram. Svæðið stendur austast við golfvöllinn í Grafarholti. Þórir segir vind hafa verið á svæðinu og að sem betur fer hafi hann ekki verið mikill. „Það var alveg séns að þetta hefði getað borist hratt yfir. Hér erum við með sinu og nóg af gróðri og trjám, sem vonandi er ekki mikið skemmt,“ segir Þórir. Um tíma lagði var náttúruperla í Leirdal í Grafarholti í hætti. Ekki þurfti mikið til að eldurinn breiddist út.Vísir/Jóhann K. Sinubrunar því miður eitt af hefðbundnum vorverkum slökkviliða Þórir segir að slökkvilið hafi fljótt náð að slá á eldinn. Lítil hætta hafi verið á ferðum en gróður í hættu. Sinubrunar séu því miður eitt af hefðbundnum vorverkum slökkviliða. „Það fylgir þessu. Þannig að við skulum ekki tala mikið um þetta. En það er búið að vera töluvert síðustu daga,“ segir Þórir. Útkallið í kvöld er ekki það fyrsta hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þrír aðrir sinubrunar hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu. Töluverðan mannskap þurfti til að sinna útkallinu í Grafarholti. „Við komum frá tveimur stöðvum og vorum með tankbíl. Það er mjög erfitt að eiga við svona í gróðrinum. Svo var annar tankbíll á leiðinni frá slökkvistöðinni í Hafnarfirði sem við snerum við þegar við vorum búnir að ná tökum á þessu,“ segir Þórir. Töluverðan mannskap og tækjabúnað þurfti til þess að ná tökum á eldinum.Vísir/Jóhann K.
Slökkvilið Reykjavík Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira