Stólarnir áfram í toppslagnum: „Körfubolti er lífið hérna“ Sindri Sverrisson skrifar 16. apríl 2020 21:00 Ingólfur Jón Geirsson fór yfir stöðuna með Kjartani Atla Kjartanssyni í Sportinu í dag. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Við ætlum ekki að fara að fjárfesta okkur í kaf, en við ætlum að halda áfram að vera með í slagnum,“ segir Ingólfur Jón Geirsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Tindastóll krækti í risastóran bita í þessari viku þegar félagið fékk Nikolas Tomsick frá deildarmeisturum Stjörnunnar. Sauðkrækingar virðast því ekki ætla að slá slöku við þrátt fyrir fjárhagslegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins, en þeir hafa haft á einu af bestu liðum Domino‘s-deildarinnar að skipa mörg síðustu ár. „Að sjálfsögðu er töluverð óvissa um hvað verður. Við höfum verið með mjög stóran og góðan hóp af styrktaraðilum. Hvort að allir geti haldið áfram á fullri ferð vitum við ekkert um eins og staðan er í dag, en þetta hefur gengið upp hjá okkur hingað til að mestu leyti. Okkur vantaði auðvitað úrslitakeppnina núna en að öðru leyti hefur reksturinn gengið upp hjá okkur,“ sagði Ingólfur í Sportinu í dag. Líkt og aðrir körfuboltaáhugamenn grætur Ingólfur það að ekki skyldi nein úrslitakeppni fara fram í vor. Hann segir það sjást á Skagfirðingum hve sárt þeir sakni körfunnar í samkomubanni: „Körfubolti er lífið hérna. Það fylgjast allir með körfuboltanum hérna. Það er rosalega stór hópur barna og unglinga í körfuboltanum, og það er hálfgerð depurð í mörgum hérna því það er ekki körfubolti eins og er. Okkur vantar körfuboltann okkar.“ Klippa: Sportið í dag - Formaður Tindastóls um fjármálin Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Dominos-deild karla Tindastóll Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Sjá meira
„Við ætlum ekki að fara að fjárfesta okkur í kaf, en við ætlum að halda áfram að vera með í slagnum,“ segir Ingólfur Jón Geirsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Tindastóll krækti í risastóran bita í þessari viku þegar félagið fékk Nikolas Tomsick frá deildarmeisturum Stjörnunnar. Sauðkrækingar virðast því ekki ætla að slá slöku við þrátt fyrir fjárhagslegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins, en þeir hafa haft á einu af bestu liðum Domino‘s-deildarinnar að skipa mörg síðustu ár. „Að sjálfsögðu er töluverð óvissa um hvað verður. Við höfum verið með mjög stóran og góðan hóp af styrktaraðilum. Hvort að allir geti haldið áfram á fullri ferð vitum við ekkert um eins og staðan er í dag, en þetta hefur gengið upp hjá okkur hingað til að mestu leyti. Okkur vantaði auðvitað úrslitakeppnina núna en að öðru leyti hefur reksturinn gengið upp hjá okkur,“ sagði Ingólfur í Sportinu í dag. Líkt og aðrir körfuboltaáhugamenn grætur Ingólfur það að ekki skyldi nein úrslitakeppni fara fram í vor. Hann segir það sjást á Skagfirðingum hve sárt þeir sakni körfunnar í samkomubanni: „Körfubolti er lífið hérna. Það fylgjast allir með körfuboltanum hérna. Það er rosalega stór hópur barna og unglinga í körfuboltanum, og það er hálfgerð depurð í mörgum hérna því það er ekki körfubolti eins og er. Okkur vantar körfuboltann okkar.“ Klippa: Sportið í dag - Formaður Tindastóls um fjármálin Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Dominos-deild karla Tindastóll Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Sjá meira