Dragúldinn búrhval rak í höfnina Grímseyingum til mikillar ógleði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. mars 2020 13:13 Grímseyingar hafa þurft að glíma við búrhvalshræið um helgina Mynd/Anna María Sigvaldadóttir „Hann er skemmtilega úldinn,“ segir Anna María Sigvaldadóttir, íbúi í Grímsey, um búrhvalshræ sem rak í höfnina í Grímsey um helgina. Mikla ólykt lagði yfir hafnarsvæðið. Íbúar í Grímsey höfðu tekið eftir því fyrir helgi að hræið væri á floti í grennd við eyjuna. Þegar þeir vöknuðu á laugardagsmorgunin var búrhvalshræið komið inn í höfnina. „Það er var ekki verandi nálægt honum þarna niður frá. Þeir voru að taka neðri kjálkann úr honum og það var verið að æla á bryggjunni, lyktin var þannig,“ segir Anna María í samtali við Vísi. Í gær hafði hvalurinn rekið þangað sem Grímseyjarferjan leggur að og því þótti ekki stætt á öðru en draga hvalinn frá höfninni. „Það er búið að draga hann út fyrir, hann hangir á hafnargarðshausnum en það á að draga hann út fyrir seinna í dag, langt frá eyjunni,“ segir Anna María. Lyktin hangir hins vegar enn þá við höfnina. „Ég fór áðan að kveikja á lyftaranum að taka á móti ferjunni og það er viðbjóður, þótt að hann sé farinn,“ segir Anna María. „Þetta er hálfógeðslegt, hann er svo úldinn.“ Hræið lyktar mjög illa að sögn GrímseyingaMynd/Anna María Sigvaldadóttir Sjóarinn Svafar Gylfason hefur fengið það verkefni að draga hræið á haf út eftir að leyfi fengust frá þar til bærum yfirvöldum. Stefnt er á að Grímseyingar verði lausir við búrhvalinn seinnipartinn í dag. „Manni finnst ekkert spennandi að hafa þetta á reki hérna,“ segir Svafar í samtali við Vísi, en hann hefði kosið að Landhelgisgæslan hefði mætt á svæðið til að eyða hræinu. „Það er stórhættulegt að hafa hann á reyki hérna. Ef að þú lendir á þessu á hraðbát á tuttugu mílum þá þarf ekkert að spyrja að því.“ Dýr Akureyri Grímsey Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira
„Hann er skemmtilega úldinn,“ segir Anna María Sigvaldadóttir, íbúi í Grímsey, um búrhvalshræ sem rak í höfnina í Grímsey um helgina. Mikla ólykt lagði yfir hafnarsvæðið. Íbúar í Grímsey höfðu tekið eftir því fyrir helgi að hræið væri á floti í grennd við eyjuna. Þegar þeir vöknuðu á laugardagsmorgunin var búrhvalshræið komið inn í höfnina. „Það er var ekki verandi nálægt honum þarna niður frá. Þeir voru að taka neðri kjálkann úr honum og það var verið að æla á bryggjunni, lyktin var þannig,“ segir Anna María í samtali við Vísi. Í gær hafði hvalurinn rekið þangað sem Grímseyjarferjan leggur að og því þótti ekki stætt á öðru en draga hvalinn frá höfninni. „Það er búið að draga hann út fyrir, hann hangir á hafnargarðshausnum en það á að draga hann út fyrir seinna í dag, langt frá eyjunni,“ segir Anna María. Lyktin hangir hins vegar enn þá við höfnina. „Ég fór áðan að kveikja á lyftaranum að taka á móti ferjunni og það er viðbjóður, þótt að hann sé farinn,“ segir Anna María. „Þetta er hálfógeðslegt, hann er svo úldinn.“ Hræið lyktar mjög illa að sögn GrímseyingaMynd/Anna María Sigvaldadóttir Sjóarinn Svafar Gylfason hefur fengið það verkefni að draga hræið á haf út eftir að leyfi fengust frá þar til bærum yfirvöldum. Stefnt er á að Grímseyingar verði lausir við búrhvalinn seinnipartinn í dag. „Manni finnst ekkert spennandi að hafa þetta á reki hérna,“ segir Svafar í samtali við Vísi, en hann hefði kosið að Landhelgisgæslan hefði mætt á svæðið til að eyða hræinu. „Það er stórhættulegt að hafa hann á reyki hérna. Ef að þú lendir á þessu á hraðbát á tuttugu mílum þá þarf ekkert að spyrja að því.“
Dýr Akureyri Grímsey Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira