Sex látnir í fangaóeirðum á Ítalíu Kjartan Kjartansson skrifar 9. mars 2020 16:18 Fangar klifruðu upp á þakið á San Vittore-fangelsinu í Mílanó og héldu á laki sem þeir höfðu letrað á „Náðun“. AP/Antonio Calanni Óeirðir brutust út í á þriðja tug fangelsa á Ítalíu vegna aðgerða sem er ætlað að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar. Sex fangar létu lífið eftir að þeir brutust inn í sjúkrastofu og tóku of stóran skammt af kvalastillandi lyfi. Fjölskylduheimsóknir í fangelsi hafa verið bannaðar til þess að koma í veg fyrir að kórónuveiran breiðist út í yfirfullum fangelsum landsins. Fangar eru afar ósáttir við ráðstafanirnar og létu hug sinn í ljós með óeirðum í dag og í gær. Í stærstu óeirðunum í Modena kveiktu fangar í dýnum og sex létust þegar þeir tóku of stóran skammt af lyifi sem er gefið vegna ópíóíðafíknar, að sögn AP-fréttastofunnar. Í San Vittore-fangelsinu í Mílanó klifruðu fangar upp á þak og héldu á lofti laki sem á stóð „Náðun“. Fangelsismál á Ítalíu hafa verið í ólestri lengi. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur sektað landið fyrir slæman aðbúnað í fangelsum. Ítölsk fangelsi eru jafnframt yfirfull. Í sumum þeirra eru fangar hátt í tvöfalt fleiri en þau eru hönnuð til að hýsa. Kórónuveiran hefur breiðst hratt á Ítalíu undanfarnar vikur og hafa 366 manns látið lífið af völdum hennar. Yfirvöld settu á umfangsmiklar ferðatakmarkanir fyrir um sextán milljónir íbúa í Langbarðalandi og nokkrum héruðum á Mið- og Norður-Ítalíu um helgina. Ítalía Wuhan-veiran Tengdar fréttir Fjöldi látinna tvöfaldast næstum því í Langbarðalandi Ansa fréttaveitan á Ítalíu hefur eftir Giulio Gallera, heilbrigðisráðherra Langbarðalands, að 113 hafi dáið frá því í gær og í heildina hafi 267 dáið. 8. mars 2020 18:06 Loka Norður-Ítalíu og setja fjórðung Ítala í sóttkví vegna veirunnar Stjórnvöld á Ítalíu hafa nú sett hátt í sextán milljónir íbúa í sóttkví til að hefta frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Strangt ferðabann hefur tekið gildi í Lombardy-héraði á Norður-Ítalíu og í fjórtán sýslum í mið- og norðurhluta landsins. 8. mars 2020 08:55 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira
Óeirðir brutust út í á þriðja tug fangelsa á Ítalíu vegna aðgerða sem er ætlað að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar. Sex fangar létu lífið eftir að þeir brutust inn í sjúkrastofu og tóku of stóran skammt af kvalastillandi lyfi. Fjölskylduheimsóknir í fangelsi hafa verið bannaðar til þess að koma í veg fyrir að kórónuveiran breiðist út í yfirfullum fangelsum landsins. Fangar eru afar ósáttir við ráðstafanirnar og létu hug sinn í ljós með óeirðum í dag og í gær. Í stærstu óeirðunum í Modena kveiktu fangar í dýnum og sex létust þegar þeir tóku of stóran skammt af lyifi sem er gefið vegna ópíóíðafíknar, að sögn AP-fréttastofunnar. Í San Vittore-fangelsinu í Mílanó klifruðu fangar upp á þak og héldu á lofti laki sem á stóð „Náðun“. Fangelsismál á Ítalíu hafa verið í ólestri lengi. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur sektað landið fyrir slæman aðbúnað í fangelsum. Ítölsk fangelsi eru jafnframt yfirfull. Í sumum þeirra eru fangar hátt í tvöfalt fleiri en þau eru hönnuð til að hýsa. Kórónuveiran hefur breiðst hratt á Ítalíu undanfarnar vikur og hafa 366 manns látið lífið af völdum hennar. Yfirvöld settu á umfangsmiklar ferðatakmarkanir fyrir um sextán milljónir íbúa í Langbarðalandi og nokkrum héruðum á Mið- og Norður-Ítalíu um helgina.
Ítalía Wuhan-veiran Tengdar fréttir Fjöldi látinna tvöfaldast næstum því í Langbarðalandi Ansa fréttaveitan á Ítalíu hefur eftir Giulio Gallera, heilbrigðisráðherra Langbarðalands, að 113 hafi dáið frá því í gær og í heildina hafi 267 dáið. 8. mars 2020 18:06 Loka Norður-Ítalíu og setja fjórðung Ítala í sóttkví vegna veirunnar Stjórnvöld á Ítalíu hafa nú sett hátt í sextán milljónir íbúa í sóttkví til að hefta frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Strangt ferðabann hefur tekið gildi í Lombardy-héraði á Norður-Ítalíu og í fjórtán sýslum í mið- og norðurhluta landsins. 8. mars 2020 08:55 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira
Fjöldi látinna tvöfaldast næstum því í Langbarðalandi Ansa fréttaveitan á Ítalíu hefur eftir Giulio Gallera, heilbrigðisráðherra Langbarðalands, að 113 hafi dáið frá því í gær og í heildina hafi 267 dáið. 8. mars 2020 18:06
Loka Norður-Ítalíu og setja fjórðung Ítala í sóttkví vegna veirunnar Stjórnvöld á Ítalíu hafa nú sett hátt í sextán milljónir íbúa í sóttkví til að hefta frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Strangt ferðabann hefur tekið gildi í Lombardy-héraði á Norður-Ítalíu og í fjórtán sýslum í mið- og norðurhluta landsins. 8. mars 2020 08:55