Brynjar leggur fram fyrirspurn um fyrirspurnir Björns Levís Jakob Bjarnar skrifar 18. maí 2020 15:51 Ljóst er að Björn Leví er ekki í uppáhaldi hjá Brynjari Níelssyni né öðrum Sjálfstæðismönnum ef því er að skipta. Þeir hafa nú mætt hans fjölmörgu fyrirspurnum með fyrirspurn og heitir það sennilega krókur á móti bragði. visir/vilhelm Brynjar Níelsson hefur lagt fram fyrirspurn til heilbrigðisráðherra sem heita má nokkuð sérstök. Því fyrirspurnin er fyrirspurn um fyrirspurnir. Brynjar vill sem sagt fá að vita hversu margar vinnustundir hafa farið í það hjá ráðuneytinu að svara fyrirspurnum frá þingflokki Pírata. Köldu hefur andað milli Pírata og Sjálfstæðismanna og sér í lagi hafa Sjálfstæðismenn látið fyrirspurnir frá Birni Leví Gunnarssyni fara í taugarnar á sér, en hann hefur ekki verið spar á spurningarnar. Brynjar ætlar nú að svara í sömu mynt. Með fyrirspurn. Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar birtir mynd af fyrirspurn Brynjars og fylgir henni úr hlaði með orðunum: Tíðindi úr sandkassanum. Af þeim orðum Hönnu Katrínar má ráða að henni þyki þetta heldur barnalegt af Brynjari. Tíðindi úr samdkassanum: pic.twitter.com/ZA5hImtJSr— Hanna-Katrín (@HannaKataF) May 18, 2020 En fyrirspurn Brynjars til heilbrigðisráðherra um kostnað ráðuneytisins við skrifleg svör við fyrirspurnum er svohljóðandi: Hversu margir starfsmenn ráðuneytisins koma að því að undirbúa skrifleg svör við fyrirspurnum þingmanna og hver er áætlaður heildarfjöldi vinnustunda sem í það hefur farið árlega síðastliðin fimm ár? Hver er heildarkostnaður ráðuneytisins við skrifleg svör frá þingflokki Pírata á yfirstandandi löggjafarþingi og hversu margar vinnustundir starfsmanna hafa farið í að svara þeim Hvað eru fyrirspurnir til skriflegs svars frá hverjum þingmanni í þingflokki Pírata hátt hlutfall slíkra fyrirspurna til ráðherra Skriflegt svar óskast. (Uppfært 16:18.) Samkvæmt þingskjalaskrá Alþingis liggur fyrir að Brynjar hefur sent sambærilega fyrirspurn á alla ráðherra og/eða ráðuneyti. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Brynjar Níelsson hefur lagt fram fyrirspurn til heilbrigðisráðherra sem heita má nokkuð sérstök. Því fyrirspurnin er fyrirspurn um fyrirspurnir. Brynjar vill sem sagt fá að vita hversu margar vinnustundir hafa farið í það hjá ráðuneytinu að svara fyrirspurnum frá þingflokki Pírata. Köldu hefur andað milli Pírata og Sjálfstæðismanna og sér í lagi hafa Sjálfstæðismenn látið fyrirspurnir frá Birni Leví Gunnarssyni fara í taugarnar á sér, en hann hefur ekki verið spar á spurningarnar. Brynjar ætlar nú að svara í sömu mynt. Með fyrirspurn. Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar birtir mynd af fyrirspurn Brynjars og fylgir henni úr hlaði með orðunum: Tíðindi úr sandkassanum. Af þeim orðum Hönnu Katrínar má ráða að henni þyki þetta heldur barnalegt af Brynjari. Tíðindi úr samdkassanum: pic.twitter.com/ZA5hImtJSr— Hanna-Katrín (@HannaKataF) May 18, 2020 En fyrirspurn Brynjars til heilbrigðisráðherra um kostnað ráðuneytisins við skrifleg svör við fyrirspurnum er svohljóðandi: Hversu margir starfsmenn ráðuneytisins koma að því að undirbúa skrifleg svör við fyrirspurnum þingmanna og hver er áætlaður heildarfjöldi vinnustunda sem í það hefur farið árlega síðastliðin fimm ár? Hver er heildarkostnaður ráðuneytisins við skrifleg svör frá þingflokki Pírata á yfirstandandi löggjafarþingi og hversu margar vinnustundir starfsmanna hafa farið í að svara þeim Hvað eru fyrirspurnir til skriflegs svars frá hverjum þingmanni í þingflokki Pírata hátt hlutfall slíkra fyrirspurna til ráðherra Skriflegt svar óskast. (Uppfært 16:18.) Samkvæmt þingskjalaskrá Alþingis liggur fyrir að Brynjar hefur sent sambærilega fyrirspurn á alla ráðherra og/eða ráðuneyti.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira