Trump setur WHO afarkosti Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. maí 2020 06:50 Donald Trump, Bandaríkjaforseti. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hótar því að Bandaríkin hætti fjárveitingum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ókomna tíð vegna viðbragða stofnunarinnar við faraldri kórónuveiru. Þetta kemur fram í bréfi sem Trump sendi Tedros Ghebreyesus, yfirmanni WHO. Trump birti bréfið á Twitter-reikningi sínum í nótt. Þar sakar hann WHO um að ganga erinda kínverskra stjórnvalda og lýsir yfir áhyggjum af „ískyggilegri vöntun á sjálfstæði“ stofnunarinnar frá Kína. This is the letter sent to Dr. Tedros of the World Health Organization. It is self-explanatory! pic.twitter.com/pF2kzPUpDv— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 19, 2020 Forsetinn gagnrýnir WHO jafnframt harðlega fyrir það hvernig brugðist hefur verið við faraldrinum allt frá því hans varð fyrst vart í kínversku borginni Wuhan í desember. Þannig hafi stofnunin m.a. beðið með að lýsa yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna veirunnar að tilstuðlan Xi Jinping, forseta Kína. „Síendurtekin mistök“ stofnunarinnar undir stjórn Ghebreyesus hafi reynst heiminum „gríðarlega dýrkeypt“. Trump setur WHO að lokum afarkosti í bréfinu. Hann segir að stofnunin verði að sýna fram á að hún sé ekki undir járnhæl kínverskra stjórnvalda og gefur henni þrjátíu daga frest til að „bæta ráð sitt“, ellegar muni Bandaríkin hætta fjárframlögum til stofnunarinnar um ókomna tíð og jafnframt endurskoða aðild sína að henni. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.Vísir/EPA Trump stöðvaði tímabundið fjárveitingar til WHO 14. apríl síðastliðinn, að sögn vegna þess hvernig stofnunin tók á faraldrinum. Bandaríkin eru einn helsti bakhjarl stofnunarinnar en fjárveitingar ríkisins til hennar námu um tæplega 15 prósent af heildarframlögum í fyrra. Trump hefur margítrekað gagnrýnt viðbrögð kínverskra stjórnvalda, sem og WHO, við faraldrinum, einkum síðustu daga og vikur. Trump og stjórn hans hafa sjálf sætt mikilli gagnrýni fyrir að aðhafast lítið sem ekkert til að undirbúa sig fyrir mögulega farsótt í Bandaríkjunum eftir að ferðatakmörkunum á Kína var komið á fyrr í vor. Þannig var ekki ráðist í umfangsmiklar skimanir fyrir veirunni og alríkisstjórnin trassaði að viða að sér nauðsynlegum búnaði sem fyrirséð var að yrði þörf á eins og öndunarvélum og hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Xi varði viðbrögð Kína við faraldrinum, WHO lofar rannsókn Kínversk stjórnvöld eru opin fyrir óháðri úttekt á viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum eftir að ríkjum tekst að hafa hemil á honum. Xi Jinping, forseti Kína, varði viðbrögð ríkisstjórnar sinnar á fundi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í dag þar sem forstjóri stofnunarinnar lofaði rannsókn eins fljótt og auðið yrði. 18. maí 2020 14:04 Obama gagnrýnir enn viðbrögð Trump-stjórnarinnar við faraldrinum Obama segir embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump ekki hafa fyrir því að þykjast vera við stjórnvölinn. 17. maí 2020 07:40 Fyrirtæki Trump hefur fengið meira en 140 milljónir frá skattgreiðendum Bandaríska alríkisstjórnin hefur greitt fyrirtæki Donalds Trump forseta og æðsta stjórnanda hennar að minnsta kosti rúmlega 140 milljónir króna fyrir gistingu á hótelum og klúbbum hans frá því að Trump tók við embætti fyrir rúmum þremur árum. Útgjöldin tengjast nær öll ferðalögum Trump, fjölskyldu hans og æðstu embættismanna. 14. maí 2020 22:54 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hótar því að Bandaríkin hætti fjárveitingum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ókomna tíð vegna viðbragða stofnunarinnar við faraldri kórónuveiru. Þetta kemur fram í bréfi sem Trump sendi Tedros Ghebreyesus, yfirmanni WHO. Trump birti bréfið á Twitter-reikningi sínum í nótt. Þar sakar hann WHO um að ganga erinda kínverskra stjórnvalda og lýsir yfir áhyggjum af „ískyggilegri vöntun á sjálfstæði“ stofnunarinnar frá Kína. This is the letter sent to Dr. Tedros of the World Health Organization. It is self-explanatory! pic.twitter.com/pF2kzPUpDv— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 19, 2020 Forsetinn gagnrýnir WHO jafnframt harðlega fyrir það hvernig brugðist hefur verið við faraldrinum allt frá því hans varð fyrst vart í kínversku borginni Wuhan í desember. Þannig hafi stofnunin m.a. beðið með að lýsa yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna veirunnar að tilstuðlan Xi Jinping, forseta Kína. „Síendurtekin mistök“ stofnunarinnar undir stjórn Ghebreyesus hafi reynst heiminum „gríðarlega dýrkeypt“. Trump setur WHO að lokum afarkosti í bréfinu. Hann segir að stofnunin verði að sýna fram á að hún sé ekki undir járnhæl kínverskra stjórnvalda og gefur henni þrjátíu daga frest til að „bæta ráð sitt“, ellegar muni Bandaríkin hætta fjárframlögum til stofnunarinnar um ókomna tíð og jafnframt endurskoða aðild sína að henni. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.Vísir/EPA Trump stöðvaði tímabundið fjárveitingar til WHO 14. apríl síðastliðinn, að sögn vegna þess hvernig stofnunin tók á faraldrinum. Bandaríkin eru einn helsti bakhjarl stofnunarinnar en fjárveitingar ríkisins til hennar námu um tæplega 15 prósent af heildarframlögum í fyrra. Trump hefur margítrekað gagnrýnt viðbrögð kínverskra stjórnvalda, sem og WHO, við faraldrinum, einkum síðustu daga og vikur. Trump og stjórn hans hafa sjálf sætt mikilli gagnrýni fyrir að aðhafast lítið sem ekkert til að undirbúa sig fyrir mögulega farsótt í Bandaríkjunum eftir að ferðatakmörkunum á Kína var komið á fyrr í vor. Þannig var ekki ráðist í umfangsmiklar skimanir fyrir veirunni og alríkisstjórnin trassaði að viða að sér nauðsynlegum búnaði sem fyrirséð var að yrði þörf á eins og öndunarvélum og hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk.
Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Xi varði viðbrögð Kína við faraldrinum, WHO lofar rannsókn Kínversk stjórnvöld eru opin fyrir óháðri úttekt á viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum eftir að ríkjum tekst að hafa hemil á honum. Xi Jinping, forseti Kína, varði viðbrögð ríkisstjórnar sinnar á fundi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í dag þar sem forstjóri stofnunarinnar lofaði rannsókn eins fljótt og auðið yrði. 18. maí 2020 14:04 Obama gagnrýnir enn viðbrögð Trump-stjórnarinnar við faraldrinum Obama segir embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump ekki hafa fyrir því að þykjast vera við stjórnvölinn. 17. maí 2020 07:40 Fyrirtæki Trump hefur fengið meira en 140 milljónir frá skattgreiðendum Bandaríska alríkisstjórnin hefur greitt fyrirtæki Donalds Trump forseta og æðsta stjórnanda hennar að minnsta kosti rúmlega 140 milljónir króna fyrir gistingu á hótelum og klúbbum hans frá því að Trump tók við embætti fyrir rúmum þremur árum. Útgjöldin tengjast nær öll ferðalögum Trump, fjölskyldu hans og æðstu embættismanna. 14. maí 2020 22:54 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Xi varði viðbrögð Kína við faraldrinum, WHO lofar rannsókn Kínversk stjórnvöld eru opin fyrir óháðri úttekt á viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum eftir að ríkjum tekst að hafa hemil á honum. Xi Jinping, forseti Kína, varði viðbrögð ríkisstjórnar sinnar á fundi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í dag þar sem forstjóri stofnunarinnar lofaði rannsókn eins fljótt og auðið yrði. 18. maí 2020 14:04
Obama gagnrýnir enn viðbrögð Trump-stjórnarinnar við faraldrinum Obama segir embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump ekki hafa fyrir því að þykjast vera við stjórnvölinn. 17. maí 2020 07:40
Fyrirtæki Trump hefur fengið meira en 140 milljónir frá skattgreiðendum Bandaríska alríkisstjórnin hefur greitt fyrirtæki Donalds Trump forseta og æðsta stjórnanda hennar að minnsta kosti rúmlega 140 milljónir króna fyrir gistingu á hótelum og klúbbum hans frá því að Trump tók við embætti fyrir rúmum þremur árum. Útgjöldin tengjast nær öll ferðalögum Trump, fjölskyldu hans og æðstu embættismanna. 14. maí 2020 22:54