Sanders vonast aftur eftir óvæntum sigri í Michigan Samúel Karl Ólason skrifar 10. mars 2020 10:58 Joe Biden og Bernie Sanders keppast um tilefningu Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Vísir/AP Þeir Joe Biden og Bernie Sanders munu í kvöld keppa um atkvæði Demókrata í sex ríkjum Bandaríkjanna. Kosningar verða haldnar í Michigan, Washington, Missouri, Mississippi og Idaho. Í Norður-Dakóta verða haldnir kjörfundir. Heilt yfir eru 352 landsfundarfulltrúar í boði í kvöld, flestir í Michigan. Frambjóðandi þarf 1.991 fulltrúa til að tryggja sér tilnefningu Demókrataflokksins en Biden hefur þegar tryggt sér 670 fulltrúa og Sanders 574. Tulsi Gabbard er tæknilega séð enn í framboði en hún hefur einungis fengið tvo fulltrúa. Fulltrúar sem frambjóðendur sem eru hættir höfðu tryggt sér munu að mestu dreifast niður á þá sem eftir eru, eftir því hvernig þeim gekk í tilkomandi ríkjum. Kannanir síðustu daga gefa í skyn að Biden njóti góðs forskots gegn Sanders fyrir kvöldið, nema í Washington þar sem Sanders mælist með nauman meirihluta. Biden er með sérstaklega mikið forskot í Mississippi, Missouri og Michigan. Sjá einnig: Biden bætir annarri stuðningsyfirlýsingu í safnið fyrir mikilvægt forval Líkur Biden hafa aukist gífurlega Heilt yfir segja sérfræðingar að Biden sé mun líklegri en Sanders til að tryggja sér tilnefningu flokksins. Líkön tölfræðivefsins Fivethirtyeight segja til dæmis að líkurnar séu 99 af hundrað, Biden í vil. Reglurnar í forvalinu eru að mörgu leyti undarlegar og verði gengi Biden í takt við kannanir gæti forskot hans aukist til muna, samkvæmt greiningu AP fréttaveitunnar. Sanders hefur þó varið gífurlegu púðri í kosningabaráttu sinni í Michigan. Þrátt fyrir að kannanir sýna Biden með mikið forskot í ríkinu var staðan svipuð árið 2016 þegar Sanders vann óvæntan sigur þar sem hleypti nýju lífi í framboð hans gegn Hillary Clinton. Sanders bindur miklar vonir við að hið sama sé upp á teningnum núna. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira
Þeir Joe Biden og Bernie Sanders munu í kvöld keppa um atkvæði Demókrata í sex ríkjum Bandaríkjanna. Kosningar verða haldnar í Michigan, Washington, Missouri, Mississippi og Idaho. Í Norður-Dakóta verða haldnir kjörfundir. Heilt yfir eru 352 landsfundarfulltrúar í boði í kvöld, flestir í Michigan. Frambjóðandi þarf 1.991 fulltrúa til að tryggja sér tilnefningu Demókrataflokksins en Biden hefur þegar tryggt sér 670 fulltrúa og Sanders 574. Tulsi Gabbard er tæknilega séð enn í framboði en hún hefur einungis fengið tvo fulltrúa. Fulltrúar sem frambjóðendur sem eru hættir höfðu tryggt sér munu að mestu dreifast niður á þá sem eftir eru, eftir því hvernig þeim gekk í tilkomandi ríkjum. Kannanir síðustu daga gefa í skyn að Biden njóti góðs forskots gegn Sanders fyrir kvöldið, nema í Washington þar sem Sanders mælist með nauman meirihluta. Biden er með sérstaklega mikið forskot í Mississippi, Missouri og Michigan. Sjá einnig: Biden bætir annarri stuðningsyfirlýsingu í safnið fyrir mikilvægt forval Líkur Biden hafa aukist gífurlega Heilt yfir segja sérfræðingar að Biden sé mun líklegri en Sanders til að tryggja sér tilnefningu flokksins. Líkön tölfræðivefsins Fivethirtyeight segja til dæmis að líkurnar séu 99 af hundrað, Biden í vil. Reglurnar í forvalinu eru að mörgu leyti undarlegar og verði gengi Biden í takt við kannanir gæti forskot hans aukist til muna, samkvæmt greiningu AP fréttaveitunnar. Sanders hefur þó varið gífurlegu púðri í kosningabaráttu sinni í Michigan. Þrátt fyrir að kannanir sýna Biden með mikið forskot í ríkinu var staðan svipuð árið 2016 þegar Sanders vann óvæntan sigur þar sem hleypti nýju lífi í framboð hans gegn Hillary Clinton. Sanders bindur miklar vonir við að hið sama sé upp á teningnum núna.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira