Segir það heiður að flestir hafi greinst með veiruna í Bandaríkjunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. maí 2020 08:35 Donald Trump Bandaríkjaforseti. Vísir/getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það ákveðinn heiður að flest tilfelli kórónuveiru á heimsvísu hafi greinst í Bandaríkjunum. Það þýði að Bandaríkin standi sig vel í skimun fyrir veirunni. Trump lét ummælin falla er hann var inntur eftir því á fundi í Hvíta húsinu í gær hvort Bandaríkin íhuguðu að koma á ferðabanni á lönd í Suður-Ameríku, einkum Brasilíu, þar sem faraldurinn hefur sótt mjög í sig veðrið síðustu daga. Trump kvaðst það vera til skoðunar og sagði að hann hefði áhyggjur af því að utanaðkomandi kæmu inn í Bandaríkin og smituðu fólkið þar. „Og vel á minnst, þegar þú segir að flest tilfelli mælist hjá okkur, það er vegna þess að við prófum meira fyrir veirunni en nokkur annar. Reyndar, fjöldi tilfella, og við erum einnig mun stærra land en flest önnur, þannig að þegar mörg tilfelli greinast hjá okkur, ég lít ekki á það þannig að það sé slæmt, ég lít á það sem, á ákveðinn hátt, góðan hlut, vegna þess að það þýðir að skimun okkar sé betri,“ sagði Trump. „Ég lít á það sem heiður. Í alvöru, það er heiður. Þetta er frábær virðingarvottur við prófanirnar og alla vinnuna sem fjölmargir fagmenn hafa innt af hendi.“ Ummælin má horfa á í spilaranum hér að ofan. Ísland er langefst á lista Our World in Data yfir flest veirupróf miðað við höfðatölu.Skjáskot Bandaríkin hafa gert 12,6 milljón veirupróf til og með gærdeginum, samkvæmt opinberum tölum. Ekkert land hefur prófað fleiri fyrir veirunni en Bandaríkin ef aðeins er litið á fjölda prófa. Þegar miðað er við höfðatölu er hins vegar annað uppi á teningnum. Samkvæmt tölum frá Our World in Data, útgáfu á vegum Oxford-háskóla, eru Bandaríkin í 16. sæti yfir þær þjóðir sem prófað hafa mest fyrir veirunni á hverja þúsund íbúa. Þannig eru Bandaríkin ofar á listanum en Suður-Kórea en talsvert á eftir Íslandi, Nýja-Sjálandi, Rússlandi og Kanada. Ísland trónar raunar langefst á listanum með 167,46 próf á hverja þúsund íbúa. Danir eru í öðru sæti með 69,44 próf á hverja þúsund. Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Eftirlitsmaður sem Trump rak var að rannsaka vopnasölu til Sáda Demókratar á Bandaríkjaþingi segja að innri endurskoðandi utanríkisráðuneytisins sem Donald Trump forseti rak skyndilega á föstudagskvöld hafi verið við það að ljúka rannsókn á mögulegu misferli við umfangsmikla vopnasölu Bandaríkjastjórnar til Sádi-Arabíu. Áður hefur komið fram að endurskoðandinn hafi verið að kanna möguleg brot utanríkisráðherrans í embætti. 19. maí 2020 13:36 Segir að „sjúklega offeitur“ Trump ætti ekki að taka inn malaríulyfið Nancy Pelosi, demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, kveðst hafa áhyggjur af Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að hann sagðist taka inn malaríulyf gegn kórónuveirunni. 19. maí 2020 12:36 Trump setur WHO afarkosti Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að Bandaríkin hætti fjárframlögum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ókomna tíð vegna viðbragða stofnunarinnar við faraldri kórónuveiru. 19. maí 2020 06:50 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það ákveðinn heiður að flest tilfelli kórónuveiru á heimsvísu hafi greinst í Bandaríkjunum. Það þýði að Bandaríkin standi sig vel í skimun fyrir veirunni. Trump lét ummælin falla er hann var inntur eftir því á fundi í Hvíta húsinu í gær hvort Bandaríkin íhuguðu að koma á ferðabanni á lönd í Suður-Ameríku, einkum Brasilíu, þar sem faraldurinn hefur sótt mjög í sig veðrið síðustu daga. Trump kvaðst það vera til skoðunar og sagði að hann hefði áhyggjur af því að utanaðkomandi kæmu inn í Bandaríkin og smituðu fólkið þar. „Og vel á minnst, þegar þú segir að flest tilfelli mælist hjá okkur, það er vegna þess að við prófum meira fyrir veirunni en nokkur annar. Reyndar, fjöldi tilfella, og við erum einnig mun stærra land en flest önnur, þannig að þegar mörg tilfelli greinast hjá okkur, ég lít ekki á það þannig að það sé slæmt, ég lít á það sem, á ákveðinn hátt, góðan hlut, vegna þess að það þýðir að skimun okkar sé betri,“ sagði Trump. „Ég lít á það sem heiður. Í alvöru, það er heiður. Þetta er frábær virðingarvottur við prófanirnar og alla vinnuna sem fjölmargir fagmenn hafa innt af hendi.“ Ummælin má horfa á í spilaranum hér að ofan. Ísland er langefst á lista Our World in Data yfir flest veirupróf miðað við höfðatölu.Skjáskot Bandaríkin hafa gert 12,6 milljón veirupróf til og með gærdeginum, samkvæmt opinberum tölum. Ekkert land hefur prófað fleiri fyrir veirunni en Bandaríkin ef aðeins er litið á fjölda prófa. Þegar miðað er við höfðatölu er hins vegar annað uppi á teningnum. Samkvæmt tölum frá Our World in Data, útgáfu á vegum Oxford-háskóla, eru Bandaríkin í 16. sæti yfir þær þjóðir sem prófað hafa mest fyrir veirunni á hverja þúsund íbúa. Þannig eru Bandaríkin ofar á listanum en Suður-Kórea en talsvert á eftir Íslandi, Nýja-Sjálandi, Rússlandi og Kanada. Ísland trónar raunar langefst á listanum með 167,46 próf á hverja þúsund íbúa. Danir eru í öðru sæti með 69,44 próf á hverja þúsund.
Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Eftirlitsmaður sem Trump rak var að rannsaka vopnasölu til Sáda Demókratar á Bandaríkjaþingi segja að innri endurskoðandi utanríkisráðuneytisins sem Donald Trump forseti rak skyndilega á föstudagskvöld hafi verið við það að ljúka rannsókn á mögulegu misferli við umfangsmikla vopnasölu Bandaríkjastjórnar til Sádi-Arabíu. Áður hefur komið fram að endurskoðandinn hafi verið að kanna möguleg brot utanríkisráðherrans í embætti. 19. maí 2020 13:36 Segir að „sjúklega offeitur“ Trump ætti ekki að taka inn malaríulyfið Nancy Pelosi, demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, kveðst hafa áhyggjur af Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að hann sagðist taka inn malaríulyf gegn kórónuveirunni. 19. maí 2020 12:36 Trump setur WHO afarkosti Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að Bandaríkin hætti fjárframlögum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ókomna tíð vegna viðbragða stofnunarinnar við faraldri kórónuveiru. 19. maí 2020 06:50 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Eftirlitsmaður sem Trump rak var að rannsaka vopnasölu til Sáda Demókratar á Bandaríkjaþingi segja að innri endurskoðandi utanríkisráðuneytisins sem Donald Trump forseti rak skyndilega á föstudagskvöld hafi verið við það að ljúka rannsókn á mögulegu misferli við umfangsmikla vopnasölu Bandaríkjastjórnar til Sádi-Arabíu. Áður hefur komið fram að endurskoðandinn hafi verið að kanna möguleg brot utanríkisráðherrans í embætti. 19. maí 2020 13:36
Segir að „sjúklega offeitur“ Trump ætti ekki að taka inn malaríulyfið Nancy Pelosi, demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, kveðst hafa áhyggjur af Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að hann sagðist taka inn malaríulyf gegn kórónuveirunni. 19. maí 2020 12:36
Trump setur WHO afarkosti Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að Bandaríkin hætti fjárframlögum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ókomna tíð vegna viðbragða stofnunarinnar við faraldri kórónuveiru. 19. maí 2020 06:50