Segir það heiður að flestir hafi greinst með veiruna í Bandaríkjunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. maí 2020 08:35 Donald Trump Bandaríkjaforseti. Vísir/getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það ákveðinn heiður að flest tilfelli kórónuveiru á heimsvísu hafi greinst í Bandaríkjunum. Það þýði að Bandaríkin standi sig vel í skimun fyrir veirunni. Trump lét ummælin falla er hann var inntur eftir því á fundi í Hvíta húsinu í gær hvort Bandaríkin íhuguðu að koma á ferðabanni á lönd í Suður-Ameríku, einkum Brasilíu, þar sem faraldurinn hefur sótt mjög í sig veðrið síðustu daga. Trump kvaðst það vera til skoðunar og sagði að hann hefði áhyggjur af því að utanaðkomandi kæmu inn í Bandaríkin og smituðu fólkið þar. „Og vel á minnst, þegar þú segir að flest tilfelli mælist hjá okkur, það er vegna þess að við prófum meira fyrir veirunni en nokkur annar. Reyndar, fjöldi tilfella, og við erum einnig mun stærra land en flest önnur, þannig að þegar mörg tilfelli greinast hjá okkur, ég lít ekki á það þannig að það sé slæmt, ég lít á það sem, á ákveðinn hátt, góðan hlut, vegna þess að það þýðir að skimun okkar sé betri,“ sagði Trump. „Ég lít á það sem heiður. Í alvöru, það er heiður. Þetta er frábær virðingarvottur við prófanirnar og alla vinnuna sem fjölmargir fagmenn hafa innt af hendi.“ Ummælin má horfa á í spilaranum hér að ofan. Ísland er langefst á lista Our World in Data yfir flest veirupróf miðað við höfðatölu.Skjáskot Bandaríkin hafa gert 12,6 milljón veirupróf til og með gærdeginum, samkvæmt opinberum tölum. Ekkert land hefur prófað fleiri fyrir veirunni en Bandaríkin ef aðeins er litið á fjölda prófa. Þegar miðað er við höfðatölu er hins vegar annað uppi á teningnum. Samkvæmt tölum frá Our World in Data, útgáfu á vegum Oxford-háskóla, eru Bandaríkin í 16. sæti yfir þær þjóðir sem prófað hafa mest fyrir veirunni á hverja þúsund íbúa. Þannig eru Bandaríkin ofar á listanum en Suður-Kórea en talsvert á eftir Íslandi, Nýja-Sjálandi, Rússlandi og Kanada. Ísland trónar raunar langefst á listanum með 167,46 próf á hverja þúsund íbúa. Danir eru í öðru sæti með 69,44 próf á hverja þúsund. Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Eftirlitsmaður sem Trump rak var að rannsaka vopnasölu til Sáda Demókratar á Bandaríkjaþingi segja að innri endurskoðandi utanríkisráðuneytisins sem Donald Trump forseti rak skyndilega á föstudagskvöld hafi verið við það að ljúka rannsókn á mögulegu misferli við umfangsmikla vopnasölu Bandaríkjastjórnar til Sádi-Arabíu. Áður hefur komið fram að endurskoðandinn hafi verið að kanna möguleg brot utanríkisráðherrans í embætti. 19. maí 2020 13:36 Segir að „sjúklega offeitur“ Trump ætti ekki að taka inn malaríulyfið Nancy Pelosi, demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, kveðst hafa áhyggjur af Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að hann sagðist taka inn malaríulyf gegn kórónuveirunni. 19. maí 2020 12:36 Trump setur WHO afarkosti Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að Bandaríkin hætti fjárframlögum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ókomna tíð vegna viðbragða stofnunarinnar við faraldri kórónuveiru. 19. maí 2020 06:50 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það ákveðinn heiður að flest tilfelli kórónuveiru á heimsvísu hafi greinst í Bandaríkjunum. Það þýði að Bandaríkin standi sig vel í skimun fyrir veirunni. Trump lét ummælin falla er hann var inntur eftir því á fundi í Hvíta húsinu í gær hvort Bandaríkin íhuguðu að koma á ferðabanni á lönd í Suður-Ameríku, einkum Brasilíu, þar sem faraldurinn hefur sótt mjög í sig veðrið síðustu daga. Trump kvaðst það vera til skoðunar og sagði að hann hefði áhyggjur af því að utanaðkomandi kæmu inn í Bandaríkin og smituðu fólkið þar. „Og vel á minnst, þegar þú segir að flest tilfelli mælist hjá okkur, það er vegna þess að við prófum meira fyrir veirunni en nokkur annar. Reyndar, fjöldi tilfella, og við erum einnig mun stærra land en flest önnur, þannig að þegar mörg tilfelli greinast hjá okkur, ég lít ekki á það þannig að það sé slæmt, ég lít á það sem, á ákveðinn hátt, góðan hlut, vegna þess að það þýðir að skimun okkar sé betri,“ sagði Trump. „Ég lít á það sem heiður. Í alvöru, það er heiður. Þetta er frábær virðingarvottur við prófanirnar og alla vinnuna sem fjölmargir fagmenn hafa innt af hendi.“ Ummælin má horfa á í spilaranum hér að ofan. Ísland er langefst á lista Our World in Data yfir flest veirupróf miðað við höfðatölu.Skjáskot Bandaríkin hafa gert 12,6 milljón veirupróf til og með gærdeginum, samkvæmt opinberum tölum. Ekkert land hefur prófað fleiri fyrir veirunni en Bandaríkin ef aðeins er litið á fjölda prófa. Þegar miðað er við höfðatölu er hins vegar annað uppi á teningnum. Samkvæmt tölum frá Our World in Data, útgáfu á vegum Oxford-háskóla, eru Bandaríkin í 16. sæti yfir þær þjóðir sem prófað hafa mest fyrir veirunni á hverja þúsund íbúa. Þannig eru Bandaríkin ofar á listanum en Suður-Kórea en talsvert á eftir Íslandi, Nýja-Sjálandi, Rússlandi og Kanada. Ísland trónar raunar langefst á listanum með 167,46 próf á hverja þúsund íbúa. Danir eru í öðru sæti með 69,44 próf á hverja þúsund.
Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Eftirlitsmaður sem Trump rak var að rannsaka vopnasölu til Sáda Demókratar á Bandaríkjaþingi segja að innri endurskoðandi utanríkisráðuneytisins sem Donald Trump forseti rak skyndilega á föstudagskvöld hafi verið við það að ljúka rannsókn á mögulegu misferli við umfangsmikla vopnasölu Bandaríkjastjórnar til Sádi-Arabíu. Áður hefur komið fram að endurskoðandinn hafi verið að kanna möguleg brot utanríkisráðherrans í embætti. 19. maí 2020 13:36 Segir að „sjúklega offeitur“ Trump ætti ekki að taka inn malaríulyfið Nancy Pelosi, demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, kveðst hafa áhyggjur af Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að hann sagðist taka inn malaríulyf gegn kórónuveirunni. 19. maí 2020 12:36 Trump setur WHO afarkosti Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að Bandaríkin hætti fjárframlögum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ókomna tíð vegna viðbragða stofnunarinnar við faraldri kórónuveiru. 19. maí 2020 06:50 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Eftirlitsmaður sem Trump rak var að rannsaka vopnasölu til Sáda Demókratar á Bandaríkjaþingi segja að innri endurskoðandi utanríkisráðuneytisins sem Donald Trump forseti rak skyndilega á föstudagskvöld hafi verið við það að ljúka rannsókn á mögulegu misferli við umfangsmikla vopnasölu Bandaríkjastjórnar til Sádi-Arabíu. Áður hefur komið fram að endurskoðandinn hafi verið að kanna möguleg brot utanríkisráðherrans í embætti. 19. maí 2020 13:36
Segir að „sjúklega offeitur“ Trump ætti ekki að taka inn malaríulyfið Nancy Pelosi, demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, kveðst hafa áhyggjur af Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að hann sagðist taka inn malaríulyf gegn kórónuveirunni. 19. maí 2020 12:36
Trump setur WHO afarkosti Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að Bandaríkin hætti fjárframlögum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ókomna tíð vegna viðbragða stofnunarinnar við faraldri kórónuveiru. 19. maí 2020 06:50