Háskóli Íslands hættir að greina tennur fyrir Útlendingastofnun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. mars 2020 09:33 Háskóli íslands segir upp samningi við Útlendingastofnun er snýr að vinnu tannlæknadeildar skólans. Vísir/Vilhelm Háskólaráð Háskóla Íslands samþykkti einróma á fundi sínum 6. mars sl. að endurnýja ekki verksamning sem verið hefur í gildi á milli Háskóla Íslands og Útlendingastofnunnar. Þetta kemur fram á vef háskólans. Verksamningurinn snerist um kaup Útlendingastofnunar á þjónustu Tannlæknadeildar Háskóla Íslands í málum þar sem vafi leikur á aldri einstaklinga sem sótt hafa um alþjóðlega vernd á Íslandi. Hefur samningurinn sætt töluverðri gagnrýni undanfarin ár. Aldursgreining á tönnum hefur verið sögð nákvæmasta aðferðin við að áætla aldur einstaklinga af sérfræðingum. Sú fullyrðing er sömuleiðis umdeild. Nokkrir tugir slíkra greininga hafa verið gerðar á hælisleitendum hér á landi undanfarin þrjú ár. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sínum tíma. Rauði krossinn hefur um alllangt skeið gert alvarlegar athugasemdir við aldursgreiningar Útlendingastofnunar og meðal annars vísað í skýrslu Evrópuráðsins frá 2017 um hvað felist í heilstæðu mati. Röntgenrannsóknir á tönnum séu um margt ónákvæmar. Í skýrslunni segir að til að mat geti talist heildstætt þurfi það að fela í sér aðkomu þverfaglegra sérfræðinga og aðferða. Matið skuli vera byggt á líkamlegum, sálrænum, þroskafræðilegum, félagsfræðilegum og umhverfistengdum þáttum. Mikilvægt sé að að matinu komi barnalæknar og barnasálfræðingar. Þá skuli þeir sérfræðingar sem komi að matinu hafa í huga ólík uppvaxtarár einstaklinga og taka til greina persónulega frásögn þeirra af sögu sinni. 1 Mikilvægt er að íslensk stjórnvöld þrói heildstætt mat til greiningar á aldri í samvinnu við sérfræðinga og Barnahús. Óskuðu viðbragða frá dómsmálaráðuneytinu Í tilkynningu á vef HÍ segir að á sama tíma og samningurinn var undirritaður í mars 2019 hafi Háskóli Íslands komið ábendingum til dómsmálaráðherra þess efnis að bókun barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna frá 16. nóvember 2017 kynni að gefa tilefni til þess að endurskoða lög um útlendinga, þ.á.m. ákvæði um aldursgreiningar. „Í umræddri bókun barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna segir m.a. að ríki skuli notast við fjölþætt mat á líkamlegum og andlegum þroska barna, sem framkvæmt er af barnalæknum og öðrum sérfræðingum í þroska barna. Í sömu bókun kemur fram að ríki skuli m.a. forðast að notast við klínískar aldursgreiningar á tönnum. Háskóli Íslands kom sömu sjónarmiðum á framfæri í skriflegum athugasemdum við þingmannafrumvarp um breytingu á lögum um útlendinga haustið 2019.“ Háskólaráð segist hafa haft væntingar til þess að brugðist yrði við þessum athugasemdum með breytingum á reglum og verklagi Útlendingastofnunar í þá átt að heildstætt mat á aldri umsækjenda yrði fjölþættara og að einungis yrði notast við aldursgreiningar á tönnum í takmarkatilvikum. „Þetta hefur ekki gengið eftir á því ári sem samningurinn hefur verið í gildi. Af þeirri ástæðu þótti háskólaráði rétt að endurnýja ekki umræddan verksamning við Útlendingastofnun.“ Skóla - og menntamál Hælisleitendur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Háskólaráð Háskóla Íslands samþykkti einróma á fundi sínum 6. mars sl. að endurnýja ekki verksamning sem verið hefur í gildi á milli Háskóla Íslands og Útlendingastofnunnar. Þetta kemur fram á vef háskólans. Verksamningurinn snerist um kaup Útlendingastofnunar á þjónustu Tannlæknadeildar Háskóla Íslands í málum þar sem vafi leikur á aldri einstaklinga sem sótt hafa um alþjóðlega vernd á Íslandi. Hefur samningurinn sætt töluverðri gagnrýni undanfarin ár. Aldursgreining á tönnum hefur verið sögð nákvæmasta aðferðin við að áætla aldur einstaklinga af sérfræðingum. Sú fullyrðing er sömuleiðis umdeild. Nokkrir tugir slíkra greininga hafa verið gerðar á hælisleitendum hér á landi undanfarin þrjú ár. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sínum tíma. Rauði krossinn hefur um alllangt skeið gert alvarlegar athugasemdir við aldursgreiningar Útlendingastofnunar og meðal annars vísað í skýrslu Evrópuráðsins frá 2017 um hvað felist í heilstæðu mati. Röntgenrannsóknir á tönnum séu um margt ónákvæmar. Í skýrslunni segir að til að mat geti talist heildstætt þurfi það að fela í sér aðkomu þverfaglegra sérfræðinga og aðferða. Matið skuli vera byggt á líkamlegum, sálrænum, þroskafræðilegum, félagsfræðilegum og umhverfistengdum þáttum. Mikilvægt sé að að matinu komi barnalæknar og barnasálfræðingar. Þá skuli þeir sérfræðingar sem komi að matinu hafa í huga ólík uppvaxtarár einstaklinga og taka til greina persónulega frásögn þeirra af sögu sinni. 1 Mikilvægt er að íslensk stjórnvöld þrói heildstætt mat til greiningar á aldri í samvinnu við sérfræðinga og Barnahús. Óskuðu viðbragða frá dómsmálaráðuneytinu Í tilkynningu á vef HÍ segir að á sama tíma og samningurinn var undirritaður í mars 2019 hafi Háskóli Íslands komið ábendingum til dómsmálaráðherra þess efnis að bókun barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna frá 16. nóvember 2017 kynni að gefa tilefni til þess að endurskoða lög um útlendinga, þ.á.m. ákvæði um aldursgreiningar. „Í umræddri bókun barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna segir m.a. að ríki skuli notast við fjölþætt mat á líkamlegum og andlegum þroska barna, sem framkvæmt er af barnalæknum og öðrum sérfræðingum í þroska barna. Í sömu bókun kemur fram að ríki skuli m.a. forðast að notast við klínískar aldursgreiningar á tönnum. Háskóli Íslands kom sömu sjónarmiðum á framfæri í skriflegum athugasemdum við þingmannafrumvarp um breytingu á lögum um útlendinga haustið 2019.“ Háskólaráð segist hafa haft væntingar til þess að brugðist yrði við þessum athugasemdum með breytingum á reglum og verklagi Útlendingastofnunar í þá átt að heildstætt mat á aldri umsækjenda yrði fjölþættara og að einungis yrði notast við aldursgreiningar á tönnum í takmarkatilvikum. „Þetta hefur ekki gengið eftir á því ári sem samningurinn hefur verið í gildi. Af þeirri ástæðu þótti háskólaráði rétt að endurnýja ekki umræddan verksamning við Útlendingastofnun.“
Skóla - og menntamál Hælisleitendur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira