Myndsímtöl verða ekki leyfð á kvennadeild: „Ég skil að fólk sé ósátt við þessa ákvörðun“ Hrund Þórsdóttir skrifar 11. mars 2020 11:20 Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingaþjónustu Landspítalans, segir að því miður verði ekki hægt að leyfa myndsímtöl úr sónarskoðunum. Ekki stendur til að leyfa myndsímtöl á kvennadeild Landspítalans, eins og margir hafa kallað eftir í ljósi frétta gærdagsins um takmarkanir á umgengni á deildinni. Spítalinn tilkynnti í gær að hvorki makar né aðstandendur fengju að fylgja konum í sónar á fósturgreiningu 21B eða inn á áhættumæðravernd 22B. Þá fengi einungis maki að vera viðstaddur fæðingu og fylgja móður og barni á sængurlegudeild. Gripið er til þessara ráðstafana í varúðarskyni vegna COVID-19 og kom fram í tilkynningu að makar og aðstandendur ættu helst að bíða úti í bíl en ekki á biðstofum. Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingaþjónustu á Landspítalanum, sagðist í gær hafa fullan skilning á óánægju með ákvörðunina en að aðstæður væru mjög óvenjulegar: „Deildin sem sinnir þessum verkefnum er lítil og mjög sérhæfð. Fáir sinna verkefnunum þar, eins og til dæmis ómskoðunum og við megum einfaldlega ekki við því að missa neinn í sóttkví eða einangrun. Það er ekkert plan B, engar aðrar deildir geta gripið þessa starfsemi,“ sagði Hulda. Þessi tíðindi lögðust illa í marga og hafa verðandi foreldrar til að mynda bent á að þeir séu tveir í hverju tilfelli og hafa myllumerki á borð við #pabbarskiptalíkamáli sést í umræðunni. Upptökur myndskeiða og myndsímtöl hafa verið bönnuð á spítalanum og hafa ýmsir spurt hvort slaka megi á því banni í ljósi aðstæðna, svo að makar geti með þeim hætti verið viðstaddir sónarskoðanir. Ekki stendur til að leyfa þetta. Við vonum að þetta óvenjulega ástand gangi fljótt yfir“ „Við ræddum þetta í gær en komumst að þeirri niðurstöðu að við gætum ekki leyft myndsímtöl. Sónarskoðun er viðkvæm og erfið rannsókn sem krefst mikillar einbeitingar hjá starfsfólki. Myndsímtöl geta haft truflandi áhrif á skoðunina auk þess sem tímaramminn býður ekki upp á þetta,“ segir Hulda. Ekki sé svigrúm til að leyfa stutt myndsímtal í lok skoðunar. „Við höfum bara hálftíma til að ljúka hverri skoðun sem er mjög knappt og okkur veitir ekkert af þeim tíma.“ Hulda minnir á að konurnar fái myndir úr sónarskoðunum og nú fleiri myndir en áður voru í boði. „Við erum bara nýlega farin að geta vistað myndirnar rafrænt inn í Heilsuveru, þar sem konurnar hafa svo aðgang að myndunum í gegnum símann sinn eða tölvu. Við getum þess vegna látið þær hafa fleiri myndir en við gátum þegar við þurftum að prenta þær allar út,“ segir Hulda. Ekki sé þó hægt að vista myndskeið á Heilsuveru. „Ég skil að fólk sé ósátt við þessa ákvörðun og vonandi lenda ekki margir í þessu,“ segir hún. „Við vonum að þetta óvenjulega ástand gangi fljótt yfir, en vitum samt auðvitað ekkert um það.“ Einn starfsmaður kvennadeildar er nú í sóttkví og annar bíður eftir niðurstöðu úr sýnatöku vegna mögulegs kórónaveirusmits. Um er að ræða lækna í báðum tilfellum. Ríflega 40 starfsmenn Landspítalans eru í sóttkví og sex í einangrun. Landspítalinn Wuhan-veiran Tengdar fréttir Óánægja með takmarkanir á kvennadeildum: „Það er ekkert plan B“ Hvorki makar né aðstandendur fá að fylgja konum í sónar og aðeins maki fær að vera viðstaddur fæðingu. Þessi tíðindi hafa lagst illa í marga en yfirlæknir fæðingaþjónustu segir takmarkanirnar nauðsynlegar. 10. mars 2020 16:55 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
Ekki stendur til að leyfa myndsímtöl á kvennadeild Landspítalans, eins og margir hafa kallað eftir í ljósi frétta gærdagsins um takmarkanir á umgengni á deildinni. Spítalinn tilkynnti í gær að hvorki makar né aðstandendur fengju að fylgja konum í sónar á fósturgreiningu 21B eða inn á áhættumæðravernd 22B. Þá fengi einungis maki að vera viðstaddur fæðingu og fylgja móður og barni á sængurlegudeild. Gripið er til þessara ráðstafana í varúðarskyni vegna COVID-19 og kom fram í tilkynningu að makar og aðstandendur ættu helst að bíða úti í bíl en ekki á biðstofum. Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingaþjónustu á Landspítalanum, sagðist í gær hafa fullan skilning á óánægju með ákvörðunina en að aðstæður væru mjög óvenjulegar: „Deildin sem sinnir þessum verkefnum er lítil og mjög sérhæfð. Fáir sinna verkefnunum þar, eins og til dæmis ómskoðunum og við megum einfaldlega ekki við því að missa neinn í sóttkví eða einangrun. Það er ekkert plan B, engar aðrar deildir geta gripið þessa starfsemi,“ sagði Hulda. Þessi tíðindi lögðust illa í marga og hafa verðandi foreldrar til að mynda bent á að þeir séu tveir í hverju tilfelli og hafa myllumerki á borð við #pabbarskiptalíkamáli sést í umræðunni. Upptökur myndskeiða og myndsímtöl hafa verið bönnuð á spítalanum og hafa ýmsir spurt hvort slaka megi á því banni í ljósi aðstæðna, svo að makar geti með þeim hætti verið viðstaddir sónarskoðanir. Ekki stendur til að leyfa þetta. Við vonum að þetta óvenjulega ástand gangi fljótt yfir“ „Við ræddum þetta í gær en komumst að þeirri niðurstöðu að við gætum ekki leyft myndsímtöl. Sónarskoðun er viðkvæm og erfið rannsókn sem krefst mikillar einbeitingar hjá starfsfólki. Myndsímtöl geta haft truflandi áhrif á skoðunina auk þess sem tímaramminn býður ekki upp á þetta,“ segir Hulda. Ekki sé svigrúm til að leyfa stutt myndsímtal í lok skoðunar. „Við höfum bara hálftíma til að ljúka hverri skoðun sem er mjög knappt og okkur veitir ekkert af þeim tíma.“ Hulda minnir á að konurnar fái myndir úr sónarskoðunum og nú fleiri myndir en áður voru í boði. „Við erum bara nýlega farin að geta vistað myndirnar rafrænt inn í Heilsuveru, þar sem konurnar hafa svo aðgang að myndunum í gegnum símann sinn eða tölvu. Við getum þess vegna látið þær hafa fleiri myndir en við gátum þegar við þurftum að prenta þær allar út,“ segir Hulda. Ekki sé þó hægt að vista myndskeið á Heilsuveru. „Ég skil að fólk sé ósátt við þessa ákvörðun og vonandi lenda ekki margir í þessu,“ segir hún. „Við vonum að þetta óvenjulega ástand gangi fljótt yfir, en vitum samt auðvitað ekkert um það.“ Einn starfsmaður kvennadeildar er nú í sóttkví og annar bíður eftir niðurstöðu úr sýnatöku vegna mögulegs kórónaveirusmits. Um er að ræða lækna í báðum tilfellum. Ríflega 40 starfsmenn Landspítalans eru í sóttkví og sex í einangrun.
Landspítalinn Wuhan-veiran Tengdar fréttir Óánægja með takmarkanir á kvennadeildum: „Það er ekkert plan B“ Hvorki makar né aðstandendur fá að fylgja konum í sónar og aðeins maki fær að vera viðstaddur fæðingu. Þessi tíðindi hafa lagst illa í marga en yfirlæknir fæðingaþjónustu segir takmarkanirnar nauðsynlegar. 10. mars 2020 16:55 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
Óánægja með takmarkanir á kvennadeildum: „Það er ekkert plan B“ Hvorki makar né aðstandendur fá að fylgja konum í sónar og aðeins maki fær að vera viðstaddur fæðingu. Þessi tíðindi hafa lagst illa í marga en yfirlæknir fæðingaþjónustu segir takmarkanirnar nauðsynlegar. 10. mars 2020 16:55