Gangandi vegfarendur áttu fótum sínum fjör að launa undan steypubílnum Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 11. mars 2020 11:45 Hér má sjá þá leið sem þjófurinn fór á steypubílnum fór áður en hann var stöðvaður af lögreglu. Grafík/Hjalti Gríðarleg hætta skapaðist í miðbæ Reykjavíkur og á Sæbrautinni á tíunda tímanum í morgun eftir að maður, sem var undir áhrifum efna eða lyfja, stal steypubíl, fullum af steypu, af byggingasvæði við Vitastíg. Gangandi og hlaupandi vegfarendur á gangstéttum og stígum við Sæbraut átti fótum sínum fjör að launa og þá var gangandi vegfarenda kippt upp í lögreglubíl áður en steypubíllinn kom aðvífandi á mikilli ferð. „Bifreiðin var í gangi og það stökk inn í bílinn einhver maður og fór á honum í burtu niður Laugaveg, Bankastræti og Lækjargötu, þá fara lögreglumenn á eftir bifreiðinni sem sinnir stöðvunarmerkjum,“ segir Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Hann segir manninn hafa ekið talsvert hratt en bæði merktir og ómerktir lögreglubílar frá öllum stöðvum auk sérsveitar sinntu útkallinu og reyndu að stöðva för bílsins. „Þessum steypubíl var ekið upp á gangstétt og á gangstéttum og hjólastígum á Sæbraut austur úr og það var bara fólk sem var bæði að hlaupa og labba og átti fótum sínum fjör að launa,“ segir Guðmundur. Hann segir manninn ekki hæfan til skýrslutöku þar sem hann sé líklega undir áhrifum efna eða lyfja. Hann verði því væntanlega ekki yfirheyrður fyrr en í kvöld. Guðmundur segir það mildi að enginn hafi slasast. „Sem betur fer slasaðist enginn þarna. Lögreglumaður sem var þarna á lögreglubíl ómerktum hann kippti einni konu upp sem var að labba þarna eftir Sæbrautinni inn í bílinn rétt áður en steypubíllinn kom aðvífandi að á mikilli ferð.“ En fyrir þig sem lögreglumann þá er þetta nú frekar óvenjulegt útkall? „Jú, þetta er náttúrulega stórt tæki og erfitt að stoppa það. Við erum bara með fólksbíla og gríðarleg hætta þarna á ferð.“ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira
Gríðarleg hætta skapaðist í miðbæ Reykjavíkur og á Sæbrautinni á tíunda tímanum í morgun eftir að maður, sem var undir áhrifum efna eða lyfja, stal steypubíl, fullum af steypu, af byggingasvæði við Vitastíg. Gangandi og hlaupandi vegfarendur á gangstéttum og stígum við Sæbraut átti fótum sínum fjör að launa og þá var gangandi vegfarenda kippt upp í lögreglubíl áður en steypubíllinn kom aðvífandi á mikilli ferð. „Bifreiðin var í gangi og það stökk inn í bílinn einhver maður og fór á honum í burtu niður Laugaveg, Bankastræti og Lækjargötu, þá fara lögreglumenn á eftir bifreiðinni sem sinnir stöðvunarmerkjum,“ segir Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Hann segir manninn hafa ekið talsvert hratt en bæði merktir og ómerktir lögreglubílar frá öllum stöðvum auk sérsveitar sinntu útkallinu og reyndu að stöðva för bílsins. „Þessum steypubíl var ekið upp á gangstétt og á gangstéttum og hjólastígum á Sæbraut austur úr og það var bara fólk sem var bæði að hlaupa og labba og átti fótum sínum fjör að launa,“ segir Guðmundur. Hann segir manninn ekki hæfan til skýrslutöku þar sem hann sé líklega undir áhrifum efna eða lyfja. Hann verði því væntanlega ekki yfirheyrður fyrr en í kvöld. Guðmundur segir það mildi að enginn hafi slasast. „Sem betur fer slasaðist enginn þarna. Lögreglumaður sem var þarna á lögreglubíl ómerktum hann kippti einni konu upp sem var að labba þarna eftir Sæbrautinni inn í bílinn rétt áður en steypubíllinn kom aðvífandi að á mikilli ferð.“ En fyrir þig sem lögreglumann þá er þetta nú frekar óvenjulegt útkall? „Jú, þetta er náttúrulega stórt tæki og erfitt að stoppa það. Við erum bara með fólksbíla og gríðarleg hætta þarna á ferð.“
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira