Formaður knattspyrnudeildar KR vill að KSÍ aðstoði félögin í landinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. maí 2020 22:15 Páll Kristjánsson er hér fyrir miðju ásamt Kristni Kjærnested (t.h.) og Gylfa Dalmann Aðalsteinssyni formanni KR. Vísir/Twitter-síða KR Páll Kristjánsson, nýkjörinn formaður knattspyrnudeildar KR er kórónufaraldurinn stöðvaði alla íþróttaiðkun hérlendis, var í viðtali við KR hlaðvarpið. Þar segir hann að rekstur knattspyrnudeildar Íslandsmeistara KR sé gjörbreyttur því sem áður var. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, er gestur KR-hlaðvarpsins að þessu sinni. Hann ræðir tæpitungulaust um ástandið í Covid-19 faraldri, fjármál knattspyrnudeildar og hugmyndir um breytt KR svæði.https://t.co/SXtE0edWNj#allirsemeinn #stórveldið pic.twitter.com/p8uQGLg1PV— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) May 21, 2020 „Þetta eru búnir að vera mjög erfiðir og krefjandi þrír mánuðir – mars, apríl og maí. Það hafa verið stórar áskoranir en við höfum unnið mjög vel í okkar málum og búnir að taka verulega til í rekstrinum. Það er búið að endursemja við næstum allan meistaraflokk karla, sem er stærsti kostnaðarliður á rekstri deildarinnar,“ sagði Páll varðandi þær áskoranir sem hans hefðu beðið eftir að hann tók við sem formaður. „Verið sérstakur tími að því leyti að við höfum bara verið að takast á við erfið mál en skemmtilegu málin eins og herrakvöld, kvennakvöld, stuðningsmannakvöld, æfingaleikir og Íslandsmót – maður hefur ekki fengið að njóta neins af því.“ „Ég get alveg sagt það,“ sagði Páll aðspurður hvort það hefði verið erfitt að endursemja við leikmannahóp meistaraflokks karla. „Það er þó ekki af því að strákarnir hafa ekki verið ósanngjarnir, þvert á móti. Auðvitað eru menn missveigjanlegir og ég held það endurspeglist fyrst og fremst eftir fjölskylduaðstæðum hvers og eins,“ sagði Páll einnig. Þá segist Páll ekki vera sáttur með knattspyrnusamband Íslands í kjölfar kórónufaraldursins. „Ég tel KSÍ sitja á sjóðum sem á að ráðstafa til aðildarfélaganna. Menn virðast vera að bíða eftirhvað ÍSÍ ætlar að gera, hvað ætlar ríkisstjórnin að gera og hvað ætla hinir og þessir að gera. Við erum að fara inn í þriðju mánaðarmótin án þess að það sé eitthvað gert,“ sagði Páll verulega ósáttur. „Mig langar að gera rekstur knattspyrnudeildar KR þannig að við eigum pening, við eigum alltaf sjóði til að reka félagið skynsamlega. Þegar við komumst í Evrópukeppni þá sé það bónus við það sem við eigum fyrirfram,“ sagði Páll einnig en í hlaðvarpinu fer hann yfir víðan völl. Páll telur að KSÍ eigi að standa betur við bak félaganna í landinu og fjármagn sem KSÍ ætlar að setja í landslið eigi frekar að fara til félaganna þar sem lítið er um landsleiki á næstunni. Fótbolti Íslenski boltinn KR Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sextán manns í fullu starfi við að þjónusta Ronaldo Fótbolti Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Fótbolti Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Formúla 1 Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Íslenski boltinn Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Íslenski boltinn Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fótbolti „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Fótbolti Fleiri fréttir Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Sjáðu mörkin úr Bestu: Valur rústaði KR og tvö rauð fóru á loft í Kópavogi Sjá meira
Páll Kristjánsson, nýkjörinn formaður knattspyrnudeildar KR er kórónufaraldurinn stöðvaði alla íþróttaiðkun hérlendis, var í viðtali við KR hlaðvarpið. Þar segir hann að rekstur knattspyrnudeildar Íslandsmeistara KR sé gjörbreyttur því sem áður var. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, er gestur KR-hlaðvarpsins að þessu sinni. Hann ræðir tæpitungulaust um ástandið í Covid-19 faraldri, fjármál knattspyrnudeildar og hugmyndir um breytt KR svæði.https://t.co/SXtE0edWNj#allirsemeinn #stórveldið pic.twitter.com/p8uQGLg1PV— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) May 21, 2020 „Þetta eru búnir að vera mjög erfiðir og krefjandi þrír mánuðir – mars, apríl og maí. Það hafa verið stórar áskoranir en við höfum unnið mjög vel í okkar málum og búnir að taka verulega til í rekstrinum. Það er búið að endursemja við næstum allan meistaraflokk karla, sem er stærsti kostnaðarliður á rekstri deildarinnar,“ sagði Páll varðandi þær áskoranir sem hans hefðu beðið eftir að hann tók við sem formaður. „Verið sérstakur tími að því leyti að við höfum bara verið að takast á við erfið mál en skemmtilegu málin eins og herrakvöld, kvennakvöld, stuðningsmannakvöld, æfingaleikir og Íslandsmót – maður hefur ekki fengið að njóta neins af því.“ „Ég get alveg sagt það,“ sagði Páll aðspurður hvort það hefði verið erfitt að endursemja við leikmannahóp meistaraflokks karla. „Það er þó ekki af því að strákarnir hafa ekki verið ósanngjarnir, þvert á móti. Auðvitað eru menn missveigjanlegir og ég held það endurspeglist fyrst og fremst eftir fjölskylduaðstæðum hvers og eins,“ sagði Páll einnig. Þá segist Páll ekki vera sáttur með knattspyrnusamband Íslands í kjölfar kórónufaraldursins. „Ég tel KSÍ sitja á sjóðum sem á að ráðstafa til aðildarfélaganna. Menn virðast vera að bíða eftirhvað ÍSÍ ætlar að gera, hvað ætlar ríkisstjórnin að gera og hvað ætla hinir og þessir að gera. Við erum að fara inn í þriðju mánaðarmótin án þess að það sé eitthvað gert,“ sagði Páll verulega ósáttur. „Mig langar að gera rekstur knattspyrnudeildar KR þannig að við eigum pening, við eigum alltaf sjóði til að reka félagið skynsamlega. Þegar við komumst í Evrópukeppni þá sé það bónus við það sem við eigum fyrirfram,“ sagði Páll einnig en í hlaðvarpinu fer hann yfir víðan völl. Páll telur að KSÍ eigi að standa betur við bak félaganna í landinu og fjármagn sem KSÍ ætlar að setja í landslið eigi frekar að fara til félaganna þar sem lítið er um landsleiki á næstunni.
Fótbolti Íslenski boltinn KR Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sextán manns í fullu starfi við að þjónusta Ronaldo Fótbolti Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Fótbolti Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Formúla 1 Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Íslenski boltinn Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Íslenski boltinn Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fótbolti „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Fótbolti Fleiri fréttir Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Sjáðu mörkin úr Bestu: Valur rústaði KR og tvö rauð fóru á loft í Kópavogi Sjá meira