Blikar á varðbergi vegna veirunnar en starfsemin óskert | Einn þjálfari í sóttkví Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. mars 2020 10:00 Margmenni kemur saman í Fífunni á hverjum einasta degi. Vísir/Vilhelm Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, þeirrar fjölmennustu á landinu, segir að félagið sé á varðbergi vegna kórónuveirunnar. Einn þjálfari í yngri flokkum Breiðabliks er í sóttkví en ekki hefur komið upp smit hjá iðkendum. Um 1500-1600 iðka fótbolta hjá Breiðabliki og Fífan er afar fjölfarin. „Við erum varkárir. Félagið hefur frestað viðburðum; golfsýningu, herrakvöldi og svo er árshátíð í apríl sem getur vel verið að verði frestað. Allt hefur þetta áhrif á tekjurnar inn í félagið,“ sagði Eysteinn í samtali við Vísi. „Við fylgjum öllum fyrirmælum almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og störfum náið með Kópavogsbæ. Við fundum reglulega og tökum stöðuna dag frá degi.“ Fyrr í vikunni greindu Blikar foreldrum iðkenda frá því að þjálfari yngri flokka væri kominn í sóttkví. „Einn þjálfari er í sóttkví og foreldrum var tilkynnt um það á mánudaginn,“ sagði Eysteinn. Eysteinn Pétur Lárusson er framkvæmdastjóri Breiðabliks.mynd/breiðablik Hann segir að Blikar hafi gripið til ráðstafana til að minnka líkurnar á smiti. „Eitt af því sem við erum að undirbúa er að starfsfólk geti unnið heima. Við erum með sprittstanda við alla innganga og það er oftar þrifið; spritta handrið, hurðahúna og fleira á þeim rýmum sem eru fjölförnust,“ sagði Eysteinn. Blikar hafa hingað til ekki fellt niður æfingar eða skert starfsemi sína. „Við höldum okkar striki þangað til annað er ákveðið,“ sagði Eysteinn. En hefur iðkendum á æfingum fækkað hjá Breiðabliki eftir kórónuveiran fór að breiðast út? „Ég er ekki alveg með puttann á þeim púlsi en í fljótu bragði get ég ekki séð það,“ sagði Eysteinn. En eru Blikar með viðbragðsáætlun ef smit kemur upp? „Þá leitum við til Kópavogsbæjar og almannavarna og fylgjum þeim í einu og öllu. Við erum alveg viðbúnir því að þurfa að grípa til skertrar starfsemi. En við förum ekki þá leið nema það verði tilmælin og það komi upp tilvik,“ sagði Eysteinn að endingu. Íslenski boltinn Kópavogur Wuhan-veiran Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira
Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, þeirrar fjölmennustu á landinu, segir að félagið sé á varðbergi vegna kórónuveirunnar. Einn þjálfari í yngri flokkum Breiðabliks er í sóttkví en ekki hefur komið upp smit hjá iðkendum. Um 1500-1600 iðka fótbolta hjá Breiðabliki og Fífan er afar fjölfarin. „Við erum varkárir. Félagið hefur frestað viðburðum; golfsýningu, herrakvöldi og svo er árshátíð í apríl sem getur vel verið að verði frestað. Allt hefur þetta áhrif á tekjurnar inn í félagið,“ sagði Eysteinn í samtali við Vísi. „Við fylgjum öllum fyrirmælum almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og störfum náið með Kópavogsbæ. Við fundum reglulega og tökum stöðuna dag frá degi.“ Fyrr í vikunni greindu Blikar foreldrum iðkenda frá því að þjálfari yngri flokka væri kominn í sóttkví. „Einn þjálfari er í sóttkví og foreldrum var tilkynnt um það á mánudaginn,“ sagði Eysteinn. Eysteinn Pétur Lárusson er framkvæmdastjóri Breiðabliks.mynd/breiðablik Hann segir að Blikar hafi gripið til ráðstafana til að minnka líkurnar á smiti. „Eitt af því sem við erum að undirbúa er að starfsfólk geti unnið heima. Við erum með sprittstanda við alla innganga og það er oftar þrifið; spritta handrið, hurðahúna og fleira á þeim rýmum sem eru fjölförnust,“ sagði Eysteinn. Blikar hafa hingað til ekki fellt niður æfingar eða skert starfsemi sína. „Við höldum okkar striki þangað til annað er ákveðið,“ sagði Eysteinn. En hefur iðkendum á æfingum fækkað hjá Breiðabliki eftir kórónuveiran fór að breiðast út? „Ég er ekki alveg með puttann á þeim púlsi en í fljótu bragði get ég ekki séð það,“ sagði Eysteinn. En eru Blikar með viðbragðsáætlun ef smit kemur upp? „Þá leitum við til Kópavogsbæjar og almannavarna og fylgjum þeim í einu og öllu. Við erum alveg viðbúnir því að þurfa að grípa til skertrar starfsemi. En við förum ekki þá leið nema það verði tilmælin og það komi upp tilvik,“ sagði Eysteinn að endingu.
Íslenski boltinn Kópavogur Wuhan-veiran Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira